hux

Þröstur frá DV til Blaðsins

Þröstur Emilsson hefur verið ráðinn fréttastjóri á Blaðinu. Þröstur var fréttastjóri á DV þegar blaðið hóf göngu sína undir stjórn Sigurjóns M. Egilssonar, fyrir nokkrum vikum, en er hættur og búinn að ráða sig yfir til Blaðsins og verður þar fréttastjóri við hlið Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur.

DV fær mann á móti því að í dag hættir á Blaðinu Trausti Hafsteinsson og fer til starfa hjá föðurbróður sínum, nefndum -sme. Þar hittir hann líka fyrir frændsystkini sín Janus og Hjördísi Sigurjónsbörn.

Af DV er það annars að frétta að sme ber sig vel yfir gengi blaðsins og segist vera að undirbúa að koma því í áskrift til lesenda. Nú er aðeins hægt að fá helgaráskrift en breyting verður væntanlega á því í apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valgeir Konráðsson

Mig minnir, að Sigurjón M. hafi sagt fyrir stuttu, að Þröstur væri eitt aðaltrompið í endurvöktu DV. Hvað klikkaði?

Valg

Þorsteinn Valgeir Konráðsson, 20.3.2007 kl. 16:50

2 identicon

Blaðið ætlar sem sagt að syngja sitt síðasta með Þresti í vor:

Vestast í Vesturbænum
hvar vorsól fegurst skín,
þar er eitt þakherbergi
og þar í Blaðið skín.
Og fegurra fljóði 
flyturðu aldrei vorljóð þín.
Þröstur Emils góður,
það er nú stúlkan þín.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Það ríkir væntanlega mikil hamingja á DV eftir þessi mannaskipti, þegar Trausti Hafsteinsson mætir til leiks. Það var hann sem skáldaði á dögunum uppslætti í Blaðinu af meintum fréttafölsunum mínum á DV fyrir tveim áratugum, hverjum svo sem það átti að þjóna í nútímanum. Ég hef ekki geð í mér til þess að óska fjölskylduliðinu á DV velfarnaðar, enda er það of gallað til þess að ná árangri í alvöru blaðamennsku, hvað þá viðskiptaárangri í blaðaútgáfu. Bara sorglegt.

Herbert Guðmundsson, 20.3.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband