hux

Óbundnar hendur

Auðvitað er það laukrétt hjá Jónínu Bjartmarz að með því að vinna gegn frumvarpi iðnaðarráðherra um auðlindir í jörðu og koma í veg fyrir afgreiðslu þess vann stjórnarandstaðan gegn náttúruvernd. Og það er laukrétt hjá Sæunni Stefánsdóttur að með þessari frestun hefur stjórnarandstaðan fært iðnaðarráðherra óbundnar hendur til þess að gefa út leyfi til rannsóknar og nýtingar á vatnsafli og jarðhita.

Og þegar Ingibjörg Sólrún talar um að frumvarpið hafi verið til marks um sátt stjórnarflokkanna einna er hún að dissa sinn eigin fulltrúa í nefndinni, Jóhann Ársælsson, hann tók þátt í að semja þetta frumvarp eins og Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona VG, sem er sömuleiðis dissuð með afgreiðslu málsins sem hefði komið í veg fyrir að skref yrðu stigin til virkjana á nýjum svæðum fyrr en eftir gildistöku rammaáætlunar. Í greinargerð frumvarpsins segir:

Frumvarp þetta er samið af nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði.  Í nefndina voru skipaðir eftirtaldir aðilar: Karl Axelsson, formaður, tilnefndur af iðnaðarráðherra; [...] Arnbjörg Sveinsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins; Birkir J. Jónsson, tilnefndur af þingflokki Framsóknarflokksins; [...]  Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, tilnefnd af þingflokki Frjálslynda flokksins; Jóhann Ársælsson, tilnefndur af þingflokki Samfylkingarinnar; Kolbrún Halldórsdóttir, tilnefnd af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.[...]"

Frumvarpið var samið í þverpólitískri sátt með þátttöku fulltrúa allra flokka, en stjórnarandstöðuflokkarnir virtu ekki niðurstöður sinna eigin fulltrúa þegar frumvarpið kom til meðferðar í þinginu. Þess vegna hefur iðnaðarráðherra óbundnar hendur um útgáfu nýrra leyfa. Þetta er svona. Og stjórnarandstaðan hefði líka getað lögfest frumvarp umhverfisráðherra um meginreglur umhverfisréttarins. En hún kaus frekar 70 klst málþóf um RÚV og að slá pólitískar keilur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já hahahaha 70 (sjötíu) klukkustunda spjall.

Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 11:40

2 identicon

Það átti sem sagt að vera sama þjóðarsáttin í þessu máli og auðlindamálinu, eingöngu á milli örfárrra Sjalla og Framsóknar-Jóns. Og afgreiða svo 50 atriði á 5 klukkutímum á síðasta kveldi þingsins, svona eins og jólasveinninn á Aðfangadagskveld. Og það án Rúdólfs með rauða nefið og allra hinna hreindýranna við Kárahnjúka. Er engan veginn hægt að treysta Framsóknar-Jóni til að gera ekki meira af sér en orðið er, þar til ný stjórn tekur við taumunum í vor?

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband