19.3.2007 | 12:05
Göngur og réttir
Það hafa 1029 skrifað undir sáttmálann sem Framtíðarlandið lagði fram í gær núna kl. tæplega 12. Á heimasíðu þeirra getur maður lesið nöfnin og meira að segja leitað að því hverjir hafa skrifað og hverjir ekki. Athyglisvert, þetta er skipulagður og öflugur þrýstihópur, sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Ég ákvað að nota þessi verkfæri á heimasíðunni í þeim eina tilgangi sem þau geta átt að þjóna, nefnilega til þess að leita að því hvaða þingmenn og þingmannsefni eru nú þegar búnir að hoppa á vagninn. Það var fljótlegt að ganga úr skugga um að allir þingmenn VG eru nú þegar búnir að skrifa, nema Þuríður Backman, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Spái því að hún eigi eftir að skila sér, og að hún sé óhrædd við að þurfa að deila við kjósendur sína í nágrenni Húsavíkur um réttmæti þess.
En það var athyglisvert að leita þingmanna og þingmannsefna Samfylkingarinnar á þessum lista. Þar vantar býsna marga. Ingibjörg Sólrún, Ásta Ragnheiður, Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Gunnar Svavarsson, Guðbjartur Hannesson, Karl V. Matthíasson, Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson, Lára Stefánsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Róbert Marshall. Öll þessi láta sig ennþá vanta. Hins vegar eru Össur, Mörður, Guðrún Ögmundsdóttir, Björgvin G. Sigurðarson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir búin að skrifa sig á listann og líka starfsmenn flokksins, Skúli Helgason, Dofri Hermannsson og Guðmundur Steingrímsson. Kannski Ingibjörg, Jóhanna og þau viti bara ekki af þessu, ef þið sjáið þau segið þeim að fara inn á framtidarlandid.is og undirrita sáttmálann og sýna í verki hvað það ríkir mikil eindrægni í hópnum um virkjanamálin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst enn athyglisverðara að sjá nöfn Sturlu Böðvarssonar og Jónínu Bjartmarz á listanum.
Björg K. Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 12:45
Þingflokkur Samfylkingarinnar skrifaði í raun undir þennan sáttmála í september þegar hann kynnti tillögur sínar í náttúruverndar- og umhverfismálum, Fagra Ísland.
Þær tillögur ganga reyndar lengra hvað varðar náttúruvernd en sáttmáli Framtíðarlandsins því þar er lagt til að ráðast nú þegar í Rammaáætlun um náttúruvernd en Framtíðarlandið ætlar að láta sér duga að klára Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Það teljum við í Samfylkingunni ekki nægilegt - það á að rannsaka náttúruna á forsendum hennar sjálfrar en ekki bara á á þeim stöðum sem hægt er að virkja.
Það vantar heildarsýn yfir náttúruverndarmálin áður en lengra er haldið með áætlanir um óafturframkvæmdir, hverju nafni sem þær nefnast. Þar gildir einu hvort um er að ræða virkjanir, hálendisvegi eða hálendishótel.
Hvað varðar að virkja hugvitið og efla hátækni- þekkingar- og skapandi iðnað þá er ljóst að Samfylkingin er komin mun lengra en aðrir flokkar í að móta tillögur um eflingu þessara mikilvægu greina atvinnulífsins. Greina sem nú þegar skapa margföld verðmæti á við stóriðjuna og eiga gríðarlega vaxtarmöguleika.
Eins og margir muna vann Samfylkingin einmitt 1. 2. og 3. verðlaun á Sprotaþingi nýverið þar sem allir þingflokkar kepptu um bestu tillögurnar til að efla þessar greinar. Um 200 þinggestir, frumkvöðlar í þessum greinum atvinnulífsins, greiddu atkvæðin.
Það sem vekur furðu mína við "hverjir eru hvar" á síðum Framtíðarlandsins er að hvorugur græni maður Sjálfstæðisflokksins eru á listanum - hvorki Guðlaugur Þór né meintur hægri grænn, Illugi Gunnarsson.
Dofri Hermannsson, 19.3.2007 kl. 13:30
Er ekki rétt að menn leyfi 15 dögunum sem þessi sáttmáli á að liggja frammi til undirskriftar að líða áður en menn fara að velta fyrir sér hvaða þingmenn og þingsmannsefni Samfylkingarinnar skrifi þarna undir.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:14
Það er alltaf jafn gaman að sjá Samfylkingarfólkið hreykja sér af stefnunni sem kynnt var á Sprotaþinginu um daginn þar sem þau lögðu fram allar þær tillögur sem sprotafyrirtækin sjálf höfðu unnið að í langan tíma og kynnt á undanförnum árum. Hugmyndaauðgin var "copy-paste". Það lofar ekki góðu ef það er þetta "eitthvað annað" sem við eigum að lifa af, komist kaffibandalagið til valda.
Helga Sigrún Harðardóttir, 19.3.2007 kl. 15:19
Sérkennilegt viðhorf hjá Helgu Sigrúnu, starfsmanni og frambjóðanda Framsóknarflokksins, að það rýri gildi tillagna Samfylkingarinnar um uppbyggingu hátækniiðnaðar að þær séu byggðar á ítarlegu samráði við starfandi fyrirtæki og samtök þeirra og þar af leiðandi eðlilega með líkum áherslum og þau hafa verið að vinna að. Það lofar ekki góðu ef það er sjálfstætt markmið hjá stjórnvöldum að hlusta ekki á atvinnulífið og þarfir þess heldur telja sig verða að finna upp "eitthvað annað"!
Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 19.3.2007 kl. 20:28
Í framtíðinni verður þessi sáttmáli tvíeggja sverð. Það má búast við því að á næsta kjörtímabili þegar kosningaloforðin hafa soðnað og gufað upp muni þessi sáttmáli verða dreginn upp í hvívetna og nýttur í pólitískt skítkast af bestu gerð. "Háttvirtur þingmaður Sturla Böðvarsson, þú skrifaðir undir sáttmála Framtíðarlandsins, en samt í sí og æ seturðu bensín á fína jeppann þinn."
Veit ekki með að láta hann Árna Beinteinsson leika í þessari auglýsingu atarna, eða hvaða 12 ára spjátrung sem er. Allavega myndi ég ekki kaupa barnaföt ef í auglýsingunni væri þrítugur maðu sem klæddist þeim. Það passar bara ekki. Sérstaklega ekki þegar lesið er af textavél....
Stefán Þórsson, 19.3.2007 kl. 20:50
Mér finnst þessi aðferðafræði Framtíðarlandssins ógeðfelld, eins og þetta fólk er annars ágætt . Það er ekki sanngjarnt að stilla fólki svona upp við vegg og segja svo við þá sem vilja ekki taka þátt í þessu að þeir séu á móti Íslenskri náttúru, þetta er nokkurskonar kúgun.
Þóra Guðmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 21:35
Vegir samgönguráðherrans eru órannsakanlegir. Er Ómar Ragnarsson búinn að skrifa undir þetta manifestó og ef hann er ekki búinn að því hvaða pólitíska þýðingu hefur það þá? Gleymdi hann pennanum heima eða er hann geldur? Og ef stefna Samfó er sprotalíki hvað verður þá stefna Hægri grænna? Verður hún Vinstri lík, engri lík, sjálfri sér lík eða bara lík?
Ætlar Íslandshreyfingin að sameina Ísland Grænlandi og kalla það Grænan Hlunk Mínus frá Kjörís til að gera alla græna happí? Í stuttmyndinni The Godfather IV eru þrír þokkalega góðir aðalleikarar, þó ekki prófessjonal, the godfather himself, Magga og Jakob ærlegur. Söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur og myndin endar illa, Guðfaðirinn himself sest í helgan stein og breytist í álfaprest í álfakirkju uppi á öræfum, Jakob ærlegi ærist endanlega og Magga verður frjálsblind á ný, enda fékk myndin litla aðsókn og fór strax á vídeóleigurnar, þar sem enginn vildi heldur kaupa þessa steypu.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:12
Ingibjörg Sólrún er í dag búin að fremja pólitískt Harakiri ásamt með svila sínum. Nú mun straumurinn standa til Sjálfstæðisflokksins frá áður mögulegum Samfylkingarkjósendum. Héðan af er ólíklegt að Samfylkingin fái meira en 15% í kosningum.
Sverrir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:31
Kæri áhugahópur. Nú er rétti tíminn til að taka upp skynsemina. Það er svo stutt í kosningar. Dofri vinur ykkar slær í athugasemd sinni einkaeign sinni á hugmyndir sem sprotafyrirtækin sjálf höfðu unnið að. Í herbúðum ykkar heitir það; "Samfylkingin er komin mun lengra en aðrir flokkar í að móta tillögur um eflingu þessara mikilvægu greina atvinnulífsins." Stolnar fjaðrir skipta ykkur engu er það? Þið eruð, þegar allt kemur til alls, ekkert betri en LÍÚ í auðlindamálinu.
Helga Sigrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:57
Mér sýnist á orðum Sverris hér að ofan að eitthvað hafi farið fram hjá mér í umræðu dagsins. Hvernig og hvenær átti þetta pólitíska Harakiri sér stað?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:03
Ósköp er dapurt að horfa upp á öfund Helgu Sigrúnar vegna þess að Samfylkingin hlaut 1. 2. og 3. verðlaun á Sprotaþingi. Ef tillögurnar voru copypaste er þá Framsókn svo skyni skroppin að geta það ekki einu sinni - ráða þó ríkjum í Iðnaðarráðuneytinu? Sannleikurinn er auðvitað sá - og það vita flestir þeir aðilar sem eru að vinna í þessum málum af hálfu sprotafyrirtækjanna - að Samfylkingin hefur unnið að því lengi að setja saman fjölda tillagna til að skapa hátækni- og þekkingariðnaðinum gott umhverfi allt frá fyrstu stigum og þangað til fyrirtækin eru orðin stór og öflug. Að sjálfsögðu eru margar hugmyndir fengnar frá Samtökum Iðnaðarins, rannsóknarstofnunum, frumkvöðlum í greininni og erlendis frá. Það þarf nefnilega ekki að finna upp hjólið í hvert skipti sem maður gerir eitthvað - þetta er ekki Júróvisjón. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru að bíða eftir að fá hugmynd sem aldrei hefði sést áður í neinni mynd - þá skil ég af hverju það er ekkert búið að gera í málefnum íslenskra sprotafyrirtækja undanfarin ár.
Dofri Hermannsson, 19.3.2007 kl. 23:43
Sérkennilegt viðhorf en góður brandari hjá átakshópi á vegum samfylkingarinnar að kalla copy-paste aðferðina "ítarlegt samráð". Reyndar bara besti brandari dagsins. Til að hafa þetta stutt þá er þetta svona: Samfylkingin lagði fram tillögur sem fagfólk á fundinum hafði þegar lagt fram ári áður á öðrum fundi og þeim var áfram raðað í efstu sætin eins og áður. Fyrst að Dofri viðurkennir að þessar hugmyndir séu flestar frá þessum fagaðilum, til hvers var Samfylkingin að leggja þær fram aftur á þingi með þeim?
Dofri sagðist sjáflur aldrei hafa heyrt um hugarflugsfund vísinda- og tækniráðs sem haldinn var á Reykholti 17.- 18. janúar 2006 þar sem þessar hugmyndir voru lagðar fram með formlegum hætti. Það er hið mikla ítarlega samráð. Nánar um það hér http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/115662/#comments
Tel annars rétt að taka það fram að ég fagna þessum tillögum enda greiddi ég þeim sjálfur atkvæði. Það má alltaf gera betur eins og Samfylkingin bendir á en að halda því fram að ekkert sé gert er lygi. Rannís er t.d. að úthluta rúmlega hálfum milljarði í nanotechnology um þessar mundir sem sprotafyrirtæki eiga aðgang að. Undir þá markáætlun skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2004. Er það semsagt að gera ekki neitt.
Svo er annað að þessi sprotafyrirtæki geta ekki bara treyst á að ríkið sjái um að reka þau fyrstu árin. Fjárfestar hafa áhuga á góðum hugmyndum og hljóta að fjárfesta í þeim ef þeir sjá einhverja hagnaðarvon. Helsti galli fjárfesta á Íslandi er óþolinmæði og því er lítill áhugi á að fjárfesta í hugmyndum sem eiga að skila tekjum eftir 5-10 ár.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 00:40
Skal skýra þetta betur Anna.
Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar í gærkvöldi í Íslandi í dag um að hún hefði skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins sem ætlað er að skipta þjóðinni í tvær fylkingar græna og gráa, og undirskrift Össurar undir sama plagg markar þessi tímamót.
Sverrir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.