hux

Kosningar í fullum gangi

Kosningar eru í fullum gangi. Á laugardaginn hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þingkosninganna sem fara fram 12. maí. Samt er framboðsfrestur ekki runninn út og enn eru Ómar og Margrét að koma saman xÍ listunum fyrir Íslandshreyfinguna sína. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna álverskosninganna í Hafnarfirði sem fram fara 31. mars er líka búin að vera í gangi síðan 15. febrúar. Hún hófst um svipað leyti og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, lýsti því yfir að hann gæti ekki myndað sér skoðun á málinu af því að hann hefði ekki nægilegar upplýsingar í höndum. Ef Lúðvík hefur ekki upplýsingarnar, hver hefur þær þá?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef þessar upplýsingar. Álverið mun springa í loft upp 1. apríl.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband