18.3.2007 | 22:27
Ómar + Margrét = xÍ
Í verður listabókstafur framboðs Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur og annarra aðstandenda. Mér er sagt að Ómar Ragnarsson sé búinn að tryggja sér þennan listabókstaf. Það hefur komið fram að vinnuheiti framboðsins er Íslandsflokkurinn. Umsókn um listabókstafinn Í bendir til að vinnuheitið eigi að verða endanlegt heiti. Það er stórt orð Hákot, sagði karlinn.
ps. 19.3: 08:50. Hermt er að nafn framboðsins eigi að verða Íslandshreyfingin - lifandi land.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2007 kl. 08:53 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta nafn ekki sýna það sem þau segjast standa fyrir og það er að koma að virðingu við landið Ísland.
Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 22:49
Nafn Íslands má aldrei tengjast nafni stjórnmálaflokks.Stjórnmálum fylga oft óheilindi og ódrengskapur.Við eigum að fara með heiti þjóðarinnar eins og fánann okkar með virðingu.
Kristján Pétursson, 18.3.2007 kl. 23:34
Hvernig er það hægt, ég held að sá bókstafur sé frátekinn sem listabókstafur Í-listans á Ísafirði. Eða gildir ekki sama um sveitastjórnarkosningar og alþingiskosningar. ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 00:45
Listabókstafir eru aðgreindir á milli Alþingiskosninga og Sveitarstjórnakosninga. Enda yrði stafrófið fljótlega fullnýtt!
Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 07:47
Sæll Pétur
Ég er einn af þeim sem standa að þessu framboði. Eitt af vinnuheitunum var Íslandsflokkurinn en flokkurinn á að heita Íslandshreyfingin og hafa áhersluorðin "lifandi land" með nafninu, þ.e. "Íslandshreyfingin - lifandi land".
Ég er ekki sammála Kristjáni hér að ofan. Það er ekki hægt að leggja af stað í stjórnmálastarf með þeirri sýn að því muni fylgja óheilindi þó að auðvitað er engum auðið að vera gjörsamlega gallalaus. Ég get ekki séð að nafn landsins sé heilagt og að það megi einungis nota í vissum tilvikum. Það er fallegt að nota það fyrir stjórnmálaflokk sem er opinn öllum landsmönnum og hefur það að markmiði að bæta þjóð og land, og ekki síst siðferði í stjórnmálum.
Svanur Sigurbjörnsson, 19.3.2007 kl. 11:03
Slagorð flokksins verður "Íslandshreyfingin lifandi land - dauður flokkur".
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.