17.3.2007 | 18:58
Yfirtaka DV á Króníku rann út í sandinn
Fyrir tveimur klukkutímum runnu út í sandinn viðræður um yfirtöku DV á Króníkunni. Tilboð DV til Örnu Schram um aðstoðarritstjórastöðu var liður í einhvers kona taugastríði meðan þreifingar stóðu yfir um sameiningu, eða frá sjónarhóli DV: yfirtöku á Króníkunni, sem átti að hætta að koma út.
DV menn töldu sig hafa náð samningum við eigendur Króníkunnar, hjónin Sigríði Dögg og Valdimar Birgisson, og átti að undirrita samning kl. 17 í dag. Af því varð ekki, að sögn vegna þess að Ólafsfell, félag í eigu Björgólfsfeðga, neitaði að framselja DV lánssamning við útgáfufélag Króníkunnar. Talið er að þess í stað hafi Króníkunni verið tryggt fé til að halda áfram útgáfunni.
Samkomulagið er sagt hafa gert ráð fyrir að Sigríður Dögg yrði umsjónarmaður Helgarblaðs DV og Valdimar auglýsingastjóri. Jafnframt hafi DV ætlað að yfirtaka launasamninga allra starfsmanna Króníkunnar sem vildu koma til starfa á DV. Þreifingar milli blaðanna munu hafa hafist fyrir viku, gengu hægt í fyrstu, en komust á skrið í gær, og stefndi í samkomulag þar til Björgólfsfeðgar ákváðu að koma í veg fyrir að Króníkan kæmist í hendur félags í eigu Baugs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Burtséð frá því að mér finnst arfavitlaust að fara að selja Krónikuna þá er ég löngu hætt að botna í því hvernig DV fer að því að lifa af allt sem fyrir það blað hefur komið á síðustu árum. Einu sinni var síðdegisblað sem hét Vísir. Í samkeppni við það var svo farið að gefa út annað síðdegisblað, Dagblaðið. Það gekk ekki upp, blöðin sameinuðust og úr varð DV, sem síðan hætti að vera dagblað, varð vikublað, vill nú aftur vera dagblað og fer svo að reyna að innlima vikublað. Hvað ætli gerist næst???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 00:02
Það sem gerist næst, Anna mín, er að Óli blaðasali upprisinn galar á Apótekshorninu: "Vikudagblaðið! Nýjustu vikugamlar fréttir til sölu!"
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 00:41
Undirtökin í yfirtökunni
Ólfur hann hafði Björg,
skeggið skylt er hökunni,
skalli hefur ei hárin mörg.
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 02:11
John-seninn er alltaf að spá í hvernig legan á þessum jarðgöngum á milli lands og Eyja eigi að vera. Verða þetta þá ekki bara leggöng hjá honum fyrir rest?! Þegar stórt er spurt...
Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.