17.3.2007 | 10:48
Upphefðin kemur að utan
Ingibjörg Sólrún er nú á fundi sænskra jafnaðarmanna sem ætla að heiðra hana, það má með sanni segja að upphefð hennar komi að utan þessa dagana. Ingibjörg vék af þingi fyrir Ellert B. Schram meðan allt var í háalofti í pólitíkinni. Mér er sagt að alþingi beri kostnaðinn af ferðalagi hennar.
ps. Skúli Helgason, framkvæmdstjóri Samfylkingarinnar, segir í kommenti hér að Alþingi beri engan kostnað af ferðinni heldur sé hún farin á kostnað Samfylkingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki má Imba skreppa út fyrir landsteinana í smástund án þess að Framsókn og Sjallar auglýsi eftir henni í fjölmiðlum. Svo sárt sakna þeir hennar. Um daginn skrapp hún til Kanarí til að halda þar pólitískan fund, og hlaða sólarrafhlöðurnar sem hún gengur fyrir, og nú fór hún á kvenfélagsfund. En allt slíkt er glæpur í augum Framsóknar og Sjalla. Engin fundahöld hjá þeim. Ef upphefð hennar kemur að utan hvaðan kemur þá upphefð Framsóknar? Og enda þótt Imba skreppi af bæ í smástund kemur maður í manns stað. Ég treysti Ellert alveg til að mjólka kýrnar niðri á þingi á meðan Imba er af bæ, enda þótt hann harðneiti að mjólka Framsókn. Við höfum það bara fínt hérna í sömu götu, strákarnir, enda þótt engir séum við götustrákar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 14:07
Sæll Pétur!
Það gleður mig að geta leiðrétt þína slöku heimildarmenn. Alþingi kemur ekkert nálægt því að borga kostnaðinn við heimsókn Ingibjargar Sólrúnar á landsfund sænska jafnaðarmannaflokksins. Samfylkingin borgar ferðina og hefur þegar gert það með glöðu geði enda söguleg stund þegar konur ná því í fyrsta sinn í sögunni að verða meirihluti formanna norrænu jafnaðarflokkanna. Húrra fyrir því! Skúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Skúli Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 15:04
Ég sé að Steini Briem áttar sig ekki á íroníunni í umsögnum ýmissa um ferðagleði ISG í aðdraganda kosninga. Vonandi fá stuðningsmenn Sf kraftinn á ný og einhenda sér í að reyta fylgið af svartnættinu til vinstri við sig.
Ólafur Als, 17.3.2007 kl. 15:33
Sæll Óli, minn gamli bekkjarfélagi í MA. Nei, ég er alveg blindur á alla íroníu, en pabbi þinn hefði nú farið létt með að lækna þá blindu, enda var hann augnlæknir við hliðina á Alþingi og fengu þar margir íroníublindir sýn um hans daga. Farðu vel með þig ævinlega og láttu ekki djöfulinn danskan taka þig á hælkrók. Bið að heilsa Ófelíu með kærri þökk fyrir síðast.
Alexander sonur minn og söngvari Soundspell verður hjá Jóni Ólafs í Sjónvarpinu í kvöld, ef Netið er komið til Danaveldis.
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:23
Sæll félagi,
ekki víst að galdrar karlsins hefðu dugað á þig. Líst ekki á ummæli leiðtoga lífs þíns um að markmið jafnaðarmanna kristallist í að fella borgaralegar stjórnir. Ef marka má málflutning frjálslyndra afla innan þíns flokks býr "óvinurinn" í hyldýpi þess ofstækis sem er að reyta af ykkur fjaðrirnar þessa dagana. Borgaralega hugmyndafræði hafa jafnaðarmenn kokgleypt á flestum sviðum og stunda jafnvel yfirboð á þeim vettvangi. Hundurinn liggur grafinn í langri setu utan stjórnar, ekki að mála skrattann á vegg Valhallar við hvert tækifæri.
Jæja, nóg komið af rausi. Vonandi nær strákurinn að smyrja raddböndin fyrir æfingu kvöldsins. Er reyndar svo illa að mér að ég kannast ekki vid Soundspell en mun kynna mér verk þeirra, þér til heiðurs. Glímubrögð úr myrkraheimi verða að bíða hagstæðra úrslita enn um sinn.
Kveðja úr Danaveldi,
Ólafur Als, 17.3.2007 kl. 19:09
Sæll Pétur! Gamall blaðamaður segir ekki í eftirskrift að ISG hafi farið á kostnað flokksins en lætur standa í meginmáli að Alþingi borgi brúsann. Nú ertu farinn að þjóna málstaðnum og ferð eftir gömlu reglunni: "Let the bloody devils deny it!"
Kveðja!
Sigurður G. Tómasson, 17.3.2007 kl. 19:55
kjaftæði sigurður, svona er bloggið, það er ekki blaðamennska, maður breytir ekki textanum og reynir ekki að fela slóðina, heldur eykur við hann, þannig liggur sagan á borðinu og ef maður gerir mistök leiðréttir maður þau fyrir opnum tjöldum í stað þess að hanga eins og hundur á roði. Það sem skiptir máli er viljinn til að hafa það sem sannara reynist.
Pétur Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 20:01
Guttarnir í Soundspell eru nú bara 17 ára en gefa samt út plötu í vor, Óli. Þú og Pétur getið hlustað á þá og séð myndir af þeim hér:
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=95075938
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 22:57
Pétur. Alltaf sömu sníkjubloggararnir á ferð í þinni sveit. Mér er líka sagt að ISG sé á kostnað þingsins í Svíaveldi. Harðsvíraður kvittur? Ætli Skúli viti af þessu?
Helga Sigrún Harðardóttir, 17.3.2007 kl. 23:50
Það hefur mörg gagnleg ferðin verið farin á vegum og kostnað Alþingis. Eru menn tam nokkuð búnir að gleyma fótboltaferferð Steingríms Joðs, Árna Johnsen og fleiri kátra kappa til Færeyja um árið?
Magnús Ragnar Einarsson, 18.3.2007 kl. 09:19
Steini: hlustadi og þótti gott - mjög gott.
Til hamingju.
Ólafur Als, 18.3.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.