hux

Þar fauk baksíðan

Í dag er stigið enn eitt skrefið í umbreytingu Morgunblaðsins. Baksíðan er komin í nýjan búning, hún er ekki lengur ein helsta fréttasíða blaðsins, heldur einhvers konar sambland af auðlesnu efni, fréttayfirliti, fréttum af fólki og neytendafréttum. Gott og vel.

Ég vandi mig snemma á að lesa Moggann afturábak, byrja á baksíðunni. Ég gerði þetta líka þau tæpu 14 ár sem ég vann á blaðinu. Baksíðan var aðalsíðan fyrir innlendar fréttir, af einhverjum dularfullum ástæðum var forsíðu blaðsins um 40 ára skeið sóað í erlendar fréttir. Verkföll í Bretlandi áttu frekar erindi á forsíðu blaðsins en verkföll á Íslandi, o.s.frv. Ekki spyrja mig hvers vegna, einhverjir sögðu það vera vegna þess að íslenskt þjóðfélag væri Morgunblaðinu ekki almennilega samboðið, það væri á æðra plani.

Nú eru breyttir tímar, nokkur ár síðan innlendar fréttir fóru að bera uppi forsíðuna og fyrr í vetur fóru breytingar í myndanotkun og fréttaskýringar á forsíðu að vekja athygli. Allt er þetta til þess að gera blaðið neytendavænna og er í heildina til bóta þótt enn gerist það reglulega að flokkspólitísk fréttaritstjórn og óskiljanleg heilaköst rýri gildi forsíðunnar og þar með blaðsins alls. Um það eru þrjú sterk og nýleg dæmi, síðast í gær. En Mogginn heldur áfram að þróa sig og reyna að gera nýjum lesendahópum og nýjum kynslóðum til hæfis. Gott hjá honum, þetta er allt að koma þótt það sé talsvert eftir enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst verður það myndir af sekum skikkjuklæddum dómurum og saklausum berum stelpum á víxl á forsíðunni. Og dómara sem er alveg að koma. Já, þetta er allt að koma.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband