hux

Óli Björn hættur á Viðskiptablaðinu

Viðskiptablaðið í dag staðfestir orðróm sem verið hefur í gangi um hríð. Óli Björn Kárason, útgáfustjóri og stofnandi Viðskiptablaðsins, hefur látið af störfum. Exista keypti nýlega ráðandi hlut í Viðskiptablaðinu. Sú breyting var gerð á sama tíma og Viðskiptablaðið fjölgaði útgáfudögum úr tveimur í fjóra í viku. Í yfirlýsingu sem birt er í blaðinu í dag kemur fram að Óli Björn hafi kosið að láta nú af störfum og snúa sér að öðrum verkefnum en að hann muni áfram skrifa reglulega í blaðið. Það verður mikill missir að Óla Birni fyrir Viðskiptablaðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kári Jónasson lét nýlega af starfi ritstjóra á Fréttablaðrinu vegna aldurs og fyrri starfa, þannig að nú eru bæði Björn og Kári að baki en er Björn að baki Kára? Þegar stórt er spurt...

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband