hux

Steingrímur J. flutti áramótaávarp forsætisráðherra í kvöld

Ég var að horfa á Steingrím Jóhann Sigfússon máta sig við færsætisráðherrahlutverkið í fyrsta skipti á almannafæri. Það var í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann kom með skrifaðan heimastíl  í fyrsta skipti árum saman við þetta tækifæri, fór með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, talaði landsföðurlega um gæfusama þjóð, sem kveður veturinn og gengur saman út í vorið. Þetta var einhvers konar áramótaávarp forsætisráðherra, gjörólíkt öllu því sem ég hef áður séð til Steingríms í ræðustól Alþingis.

Það liggur fyrir að ég er ekki helsti aðdáandi Steingríms en mér fannst hann ekki ná sér á strik í ábyrga landsföðurhlutverkinu. Hingað til hefur Steingrímur J. verið pottþétt skemmtiatriði í eldhúsdagsumræðum, talað það sem andinn blés honum í brjóst þar og þá, fljúgandi mælskur, rauður af reiði.

Það var rétt svo að það glitti í þann kappa sem maður kannast við í nokkrar sekúndur eða kannski hálfa mínútu í kvöld þegar hann skammaðist rétt aðeins út í ríkisstjórnina fyrir Írak, málefni RÚV og svikna vegaáætlun, kveinkaði sér undan ósanngjarnri gagnrýni og talaði um spunameistara.

Þá sleppti hönd hans aðeins taki á pontunni og hóf vísifingurinn reiðilega á loft. En það var bara í andartak, svo var eins og það rifjaðist upp fyrir Steingrími að hann var þarna kominn til að sýna þjóðinni hvernig hann tæki sig út sem forsætisráðherra. Höndin seig, greip um pontuna og Steingrímur J. Sigfússon fór að tala um gæfusama þjóð, veturinn og vorið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lenín var afbragðsræðumaður og bæði Steini og Bíbí hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í ræðustól Alþingis. Ég gef hins vegar Hvell-Geira, Framsóknar-Jóni, Hveragerði og hinum Frjálsblinda Magnúsi Þór hálfa stjörnu fyrir viðleitini í þessu eldhúsi. Ríkisstjórnin er greinilega fyrir löngu komin í Fallin spíta.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fylgdist ekki með umræðunum en þetta hljómar næstum því meira eins og kveðja frá ríkisútvarpinu á gamlárskvöld. Spurning hvort að spunameistari Steingríms hafi mýkt hann of mikið upp. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.3.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sá einmitt þetta ávarp Steingríms og tók eftir þessu sama með ræðuna....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Einmitt Guðmundur Ragnar, VG er komið á fullt í markvissan spuna og leggja áherslu á að vera róleg og yfirveguð. Það er eins og þau séu að reyna að forðast mistök og fæla frá sér stöðuna sem þau hafa náð í skoðanakönnunun. Kolbrún Halldórs var líka óþekkjanleg, ekkert reið og voða jákvæð og talaði um að fréttamenn gerðu mikið úr ágreiningi þingmanna en fjölluðu ekkert um það sem þau væru sammála um.  

Pétur Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 22:21

5 identicon

Já, þetta var nokkuð áberandi hjá SJS og svo sló steininn úr þegar ÖJ lagði mest upp úr því hversu hófstilltur flokkur Vg er.  

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:27

6 identicon

Imba var í kvöld fögur sem forðum er hún með öllum sínum kvenlega yndisþokka brosti til mín á brúnni yfir Tjörnina. Ekki komast karlanir með tærnar þar sem hún hefur háu hælana í þeim efnum, nema Steini. Þau munu því að öllu forfallalausu ganga í heilagt hjónaband í vor og biðja nú um tilfinningalegt svigrúm eftir að hafa opinberað trúlofun sína í kvöld.

Boðskortin hafa nú þegar verið send út og Addi Kitta Gau mun verða svaramaður Steina. Einnig einkaþjónn í sjávarútvegi ef á þarf að halda á heimilinu, þó enginn verði hann slordóni. Og Imba leyfir Steina að vera húsbóndi á sínu heimili. En að sjálfsögðu mun hún stjórna öllu í reynd, sjá um innkaup og annað á heimilinu, og eyða þar mestu fé, eins og aðrar konur gera. Á meðan dundar Steini sér í garðinum. En Addi mun, ef á þarf að halda, sjá um húsverk, afþurrkun alla og ryksog, enda vel til þess fallinn. Og ekki vill hann ráða til þess erlendar vinnukonur, þannig að hann verður að sjá um allt slíkt sjálfur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:17

7 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Já, fróðleg sýn ykkar.. ég horfði með öðru auganu, en já mér leikur ansi mikil forvitini að vita hver þessi Steini Briem er.. á hverri einustu bloggsíðu sem ég flakka um er þann mann að finna í athugasemdakerfum... er ekki komin tími á þig Steini Briem að stofna moggablogg svo maður getur nú aðeins fræðst um manninn á bak við nafnið.   Og sorry Hux!  ég bara varð... en annars síðan þín stendur alltaf fyrir sínu og innleggin líka oft á tíðum atyglisverð. 

Kv. SMS

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Takk fyrir það SMS,  já, Steini er óhemjuafkastamikill, ég vann einu sinni með honum í líklega ein sex ár og ég held að hann hafi varla farið í kaffi allan þann tíma. Ég segi eins og þú bíð spenntur eftir að hann fari að blogga, hef ekki undan að fylgjast með kommentunum hans.

Pétur Gunnarsson, 16.3.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband