13.3.2007 | 14:00
Nyhedsavisen lokar vegna sumarleyfa
Nyhedsavisen, danski Baugsmiðillinn, mun loka vegna sumarleyfa og ekki koma út í 2-5 vikur meðan sumarleyfi standa sem hæst í Danmörku. Ég hélt að sumarlokanir fjölmiðla heyrðu sögunni til eftir að Ríkissjónvarpið hætti að taka sér frí í júlímánuði. Nú ætlar þessi íslenski útrásarmiðill að endurvekja þjóðlegar hefðir og flytja út íslenskt sumarleyfi á danskan fjölmiðlamarkað.
Svenn Dam, forstjóri Nyhedsavisen, staðfestir sumarlokun í samtali við viðskiptaritstjórn Berlingske en segir lengd tímabilsins ekki fastákveðna: "Det kan være alt fra to til fem uger. Men vi neddrosler nok på en eller anden måde. Det kunne også være, at vi vælger at forsætte i enkelte områder, hvor kunderne efterspørger annoncerne mere end andre steder," segir Svenn Dam.
Fram kemur að fríblaðið 24timer muni einnig loka vegna sumarfría og að hjá fríblaðinu Dato séu menn einnig að íhuga þetta. Spurningin er auðvitað hvort menn komi til baka úr sumarfríinu, það er ljóst að tapið á Nyhedsavisen og öllum dönsku fríblöðunum er langt umfram það sem menn áætluðu og áætlanir Nyhedsavisen um lesendafjölda hafa ekki gengið eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2007 kl. 13:16 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jahá ... ætli fréttablaðið og blaðið fari í frí líka ... þetta er alla vega umhverfisvæn huxun
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:48
Þetta eru fréttir, þykir mér. Er í eins konar losti, þrumulosti, eldingu. Átti annars einhver sæmilega sjóaður á útgáfumarkaðnum von á öðru en slæmum hiksta ef ekki andnauð í þessum bísness? Og hér eru DV og Króníkan í hitakössum ... vart hugað líf. Bransinn er merktur af vonlausum tilraunum og mistökum.
Herbert Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 19:01
Þegar ég dvaldist með gerskum mönnum velktust þeir ekki í vafa um hvað væri merkilegast við Islandija. Það var sjónvarpsleysið á sumrin. Ég fræddi þá um að það atriði væri löngu liðið og þótti þeim það mikil afturför, jafnvel hneisa fyrir þjóðina. Rússneskt tíví er nú orðin sama hringavitleysan og það ameríska, hundrað stöðvar og auglýsingar í fimm mínútur á tíu mínútna fresti. Það er enginn munur lengur á Rússíá og hverju öðru gettói í Guðs eigin landi, nema hvað Ameríkanar hafa aldrei heyrt minnst á Dostojevskíj og hans vinnufélaga alla, þar fyrir austan fjall.
Það er engin ástæða til að dreifa gúrkum vöfðum inn í dagblöð á hverju sumri, ókeypis eða keypis, hvort sem það er í Daníá eða annars staðar í veröldinni. Í Frans og fleiri löndum þar syðra fara flestir í frí á sama tíma og keyra allir niður að strönd svo vegir stíflast dögum saman og út úr flæðir. Í sænska bænum sem ég bjó í spurði ég Lars bíóstjóra og bæjarfógeta í byrjun júní hvort eitthvað spennandi væri á döfinni hjá honum, til dæmis endursýningar á Titanic. "Eigi er þat," svaraði hann. "Hér verða engar sýningar í sumar og ekki heldur í hinu bíóinu, frekar en vanalega. Þið eruð skrýtinn þjóðflokkur, Islänningar." Ekki þrætti ég fyrir það. Í þessum bæ búa helmingi færri sálir en Reykjavík en einungis eru þar tvö biografteater. Á sumrin fara menn í sitt sumarhús við vatnið "och hygger sig". Salernispappír yfirdrifinn í landinu og dagblöð því óþörf, nema á vetrin.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.