hux

Framsóknarrútan

Heiða telur að Ingibjörg Sólrún sakni Davíðs og segir: Þegar skoðaðar eru fylgistölur Samfylkingarinnar eru bein tengsl á milli þess tíma sem liðinn er frá því að Davíð hætti í ríkisstjórn og minnkandi fylgi Samfylkingar. Í raun og sanni var pólitísk staða Ingibjargar aldrei sterkari en þegar Davíð var í forsætisráðuneytinu.

Hallur Magnússon er byrjaður að blogga og segir um stjórnarskrármálið: Það kann að vera að lögfræðilegt álitamál hvort hugtakið sameign þjóðarinnar eitt og sér hafi beint lögfræðilegt gildi. Það skiptir bara engu máli. Hugtakið sameign þjóðarinnar hefur ótvírætt gildi sem pólitísk yfirlýsing sem alþjóð skilur og sem slíkt mun ákvæði um sameign íslensku þjóðarinnar á auðlindum Íslands hafa bein áhrif á lagasetningu eftir að það tekur gildi í stjórnarskrá.

Ragnar Bjarnason segir um sama mál í tilefni af könnun Fréttablaðsins: Af þessari skoðanakönnun er ljóst að mikill meirihluti fólksins í landinu er hlynntur því að ákvæðið fari inn í stjórnarskrá þó svo að menn telji að ekki sé tími til þess nú. Þannig er nú málum farið að ef ekki verður af þessu nú tefst gildistakan um ein fjögur ár og ég held að það sé ekki rétt að láta það gerast heldur eigi að ganga frá þessu nú. Stjórnarandstaðan bauð lengra þinghald til að koma þessu í gegn um þingið og þá er um að gera að nýta það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er það ríkið eða þjóðin sem á þjóðlendurnar.  Er ekki ríkið framkvæmdarstjórar þjóðarinnar og gæta hennar hagsmuna.  Er þetta ekki sama málið.  Þjóðin má eiga fjöll, fiska, fugla  og læki en en ekki sjó og þorsk.  Er ekki alveg að ná þessu.

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér. ???

Valbjörn (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:19

2 identicon

Viðbjóður vinur minn, sem er afgreiðslumaður í timburvöruverslun hér í bæ, lánaði mér nýlega Oxford's Lexicon of Icelandic Politics, gott rit og eigulegt, og þar segir: "Fiskurinn á Íslandsmiðum er eign íslensku þjóðarinnar en það merkir í raun að hann er eign íslenskra útgerðarmanna. - Skýring fengin frá Sjöllum og Framsókn."

Góðar kveðjur í Reykholt og Höfðaborg. Ég á vini á báðum stöðum, sem bíða þar í hlöðum eftir sínum hjartans vini, honum Davíð Oddssyni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:20

3 identicon

Ekki held ég að griðkonum Steingríms fækki á næstunni. Þær setjast á hann eins og mý á mykjuskán, slíkir eru hans ástarvakar. Steini er eina von Sjallanna og þegar hann er annars vegar eru þeir yxna eins og kýr á fögrum vordegi í Skíðadal. En gagnast nautið kúnni? Nei, ég held hún verði yxna allt kjörtímabilið og aðframkomin í restina, til í hvað sem er. Sjallageldneytið fær í mesta lagi að vera á þingi hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt hinum kjaftaskjóðunum.


Vinstri grænir leggja áherslu á umhverfismál og þess vegna ætlar margt ungt fólk, að kjósa þá, ekki vegna þess að því finnist Steini sætari en Imba. Hún má ekki einu sinni halda pólitískan fund á Kanarí, og hlaða þar umhverfisvænu sólarrafhlöðurnar sem hún gengur fyrir, án þess að Sjallar og báðir Framsóknarmennirnir lýsi eftir henni í fjölmiðlum. Svo sárt sakna þeir hennar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ef kveðjan er til mín Steini minn þá væri skemmtilegra að hún væri landfræðilega rétt.

Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 19:43

5 identicon

Forláttu, Raggi minn. Ég vann einu sinni í Höfðaborg og var með hugann við Reykholt í Borgarfirði, þar sem ég var í skóla einn vetur. En Laugaskóli er örugglega jafngóður, enda þótt menn hafi gerst þar kersknir um daginn. Ég leigði íbúð í Reykjavík af kennara í Laugaskóla, miklum snyrtipinna, og hef ekkert nema gott af Reykdælingum og öðrum Þingeyingum að segja. Sómafólk, allt það fólk. Hins vegar eru víða Reykjadalirnir, til dæmis í Mosfellsdal innst í Hveragerðisbæ, sem Ameríkanar kalla Hördígördí, en ég geri fastlega ráð fyrir að þú sért Norðlendingur. Þar eru menn reffilegri, snöfurmannlegri og gáfulegri en þeir sem alist hafa upp í öðrum landsfjórðungum og heimshlutum öllum sunnan Holtavörðuheiðar. Allir eru þeir réttdræpir.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:56

6 identicon

Til dæmis í Mosfellsdal og innst í Hördígördí, átti þetta nú að vera.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:04

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég veit, ég veit. Þetta var nú frekar illa gert af manni að skjóta með þessum hætti á svo greinilega staðarvillufærslu. Þannig að forlátið er náttúrulega mín megin. Já ég er Norðlendingur, reyndar einn af þeim verstu sjálfsagt eins og Baldur Hermanns. sagði forðum í "Þjóð í hlekkjum hugarfars" (að mig minnir), þar sem ég er úr Skagafirðinum. En eins og allir vita er það eina bölvun Skagfirðinga og Þingeyinga að hafa Eyfirðinga á milli sín.

Ragnar Bjarnason, 14.3.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband