hux

Glundroðakenningin lifir en það er eggjahljóð í VG og xD

Glundroðakenningin um það að vinstri flokkarnir á Íslandi geti ekki stjórnað landinu vegna innbyrðis sundurlyndis lifir góðu lífi. Það kom vel fram í Silfri Egils í gær þar sem Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason, þingmannsefni Samfylkingarinnar, rifust eins og hundur og köttur. Hafliði Jónsteinsson frá Húsavík benti á þann glundroða sem hlyti að ríkja þegar VG og Samfylkingin reyndu að ná málaefnalegri samstöðu.

Hins vegar var athyglisvert að það ríkti góður friður í umræðunum milli Illuga Gunnarssonar, sjálfstæðismanns, og Ögmundar Jónassonar, báðir voru hins vegar að etja kappi við Árna Pál. Með hverjum deginum sem líður finnst manni trúlegri sú kenning að VG og Sjálfstæðsiflokkurinn hyggi á samstarf eftir kosningar, þeir eiga samleið í Evrópunefnd Björns Bjarnasonar, og eru sammála um þá reglugerð sem fjármálaráðherra setti til þess þess að torvelda bönkunum að gera upp í erlendum myntum.

Og mér finnst þessar spurningar nokkuð góðar hjá Marsibil.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta gangi eftir.  Ef af verður spái ég því að þetta verði tvískipt stjórn, VG fer sínu fram í sínum ráðuneytum og Sjálfstæðisflokkur í sínum.  Ég sé alla vegana ekki hvernig þessir tveir flokkar gætu náð málamiðlunum í einstaka málum....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 12.3.2007 kl. 16:01

2 identicon

Það eru ekki góðar fréttir af Íhaldið og Afturhaldið fara saman í eina sæng eftir kosningar og yrðu söguleg svik við hægrimenn eins og mig.  Kannski tekst Sjöllunum að hemja aðeins ofstækið hjá Vg, hugsjónavíman er fljót að hverfa af Vg þegar þeir komast að kjötkötlunum.  Ég myndi að öllu jöfnu líta á þetta samstarf sem hreina og klára vinstristjórn þegar svona tveir sterkir Reykjavíkurflokkar slá sig saman.  

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mér finnst það liggja fyrir að þessir flokkar fari saman. Helsti óvinur Vg hefur alltaf verið Samfó.

Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Árni Matthíasson

Er ekki nokkuð ljóst að svarið við spurningum Marsibilar er já? En það vissi hún kannski.

Árni Matthíasson , 12.3.2007 kl. 18:37

5 identicon

Sínum augum lítur hver á Silfrið en þar hafði Hafliði Jónsteinsson Húsvíkingur og ljósvakans Ljósvíkingur manna hæst, sérstaklega við sessunaut sinn, Ögmund hinn græna. Í hvaða flokki er Hafliði og hverjir geta þá unnið best saman? Er þessi Sjóliði atvinnulaus og er yfirhöfuð eitthvert atvinnuleysi á Húsavík? Eða ætla Húsvíkingar að fjölga sér svona mikið á næstunni og stendur Hafliði fyrir því í eigin persónu? Er flutningskostnaðurinn orðinn svona hár vegna minni sjóflutninga að Húsvíkingar hafa ekki lengur efni á að kaupa pilluna og reisa þarf þar álver sem fyrst yfir allan krakkaskarann sem er á leiðinni? Hefur Hafliði talið ólétturnar í Housewich City? Og hvers vegna er vefur Verkalýðsfélags Húsavíkur á ensku og pólsku? Eru einhverjir Íslendingar eftir á Húsavík, fyrir utan Hafliða og Pétur ljósmyndara?

Steingrímur generáll hjá Vinstri grænum sagði á dögunum að honum fyndist Neðri-Þjórsá skárri virkjunarkostur en margir aðrir, ef virkja ætti á annað borð. Og á Netinu er að finna 184 þúsund síður um Netlöggur á vegum Vinstri grænna í alræðisríkjunum Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Kanada. Morgen die ganze Welt!

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:15

6 Smámynd: Gunnar Björnsson

Já, manni finnst samstjórn Sjálfstæðisflokks og VG liggja í loftinu.  Ég setti á bloggið mitt líklegan ráðherralista! Sjá: http://gunnarb.blog.is/blog/gunnarb/entry/143946/

Gunnar Björnsson, 12.3.2007 kl. 19:56

7 identicon

Gunnar tveir til Gunnar fjórir, skák og mát! Gæti náttúrlega gerst ef mikið er um ofskynjunarsveppi á Austurvelli eða nálægð þingsins við Sóðal er of mikil, nema hvort tveggja sé.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:00

8 identicon

Lítið kver handa Framsókn og Sjöllum: Sláið inn "internet police" á leitarvél, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður skal upplokið verða glæpasamsæri Vinstri grænna um heiminn þveran og endilangan.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 00:21

9 identicon

Steini Briem - Internet löggur eru einnig t.d. þeir sem fylgjast með höfundaréttarvörðu efni - einkaaðilar sem kalla sig þetta og reyna að hóta þeim sem eru með skráardeiliforrit osfrv. Vinna aðallega fyrir kvikmyndaverin, sjónarvarpsstöðvarnar og tónlistariðnaðinn. Löggæsla á internetinu hefur svo verið innan ríkislögreglustjóra og þar eru menn að berjast gegn þeim glæpum sem þar þrífast, s.s. barnaklámi, peningaþvætti osfrv. Hins vegar er þetta ekki það sem Steingrímur gaf til kynna - heldur að það ætti að sía út klámefni. Þar sem engin skýr refsiheimild liggur fyrir hljómaði þetta auðvita illa. Það er fyrirfram ritskoðun og á ekkert skylt við þá internetlögreglu sem þú talar um eða ég nefni hér að ofan. Við þetta má bæta að það breytist ekkert við að finna síður sem fjalla um efni - framsetning Steingríms var óhugnaleg. En ég skal taka undir það að ég efast að sá ágæti maður vilji ritskoðun og ætla honum ekki annað en efla eftirlit með glæpum sem eiga sér stað á netinu og auðvita er það ágætismál.

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband