12.3.2007 | 15:18
Agureyri
Frá Akureyri að ég tel
er ekki margs að sakna
jú-þar er fagurt þangað til
þorpsbúarnir vakna
Þessa vísu orti Flosi Ólafsson þegar hann yfirgaf Akureyri eftir að hafa verið rekinn úr Menntaksólanum þar á miðjum námsferli, ef ég man rétt. Þetta er ómerkileg níðvísa, þótt hún sé snyrtilega ort. Akureyri er fínn bær og þorpsbúarnir algjörlega til fyrirmyndar. Ég átti ánægjulega helgi á Akureyri og ekki spillti fyrir að fjögur lið Þróttara komust á pall í Goðamóti Þórs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vísan væri skárri ef "er" í fyrstu línu væri annaðhvort eytt eða fært sem fyrsta orð í annari línu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 15:43
Takk fyrir þetta Gunnar og hef ég nú lagfært hnoðið til samræmis við ábendingar þínar.
Pétur Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 17:12
Frá Akureyri er um það bil
ekki neins að sakna...
Gunnar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:40
Velkominn aftur í menninguna, Pétur minn. Þú átt væntanlega einn af þessum Þrótturum, þótt hann ætti náttúrlega að vera Frammari. Alexander er söngvari hjá Soundspell og þeir verða hjá Jóni Ólafs á laugardaginn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:47
Ætti að vera Frammari, já, ég reyndi en það kom í ljós að drengurinn lét ekki velja fyrir sig. Hann bókstaflega klæjaði undan Frambúningnum sem ég reyndi að troða honum í. Ég ákvað að þetta væri fagnaðarefni og verð meiri Þróttari með hverju árinu sem líður. Ég fylgist með á laugardagskvöldið.
Pétur Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 19:58
Ég lærði á sínum tíma vísuna eins og Gunnar Þorsteinsson birtir fyrripartinn. Enda rímar bil betur en tel við til.
Jens Guð, 18.3.2007 kl. 18:13
Ég heyrði flosa einu sinni fara með þessa vísu og í minningunni var hann flámæltur og sagði og þangað "tel" þess vegna læt ég þetta standa svona enauðvitað er rímið betra á þannveg sem Jens og Gunnar segja.
Pétur Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.