9.3.2007 | 08:26
Persónur og leikendur
Umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins um lyktir auðlindamálsins ber sterkan keim af því að ritstjórar beggja blaðanna hafa verið miklar aðalpersónur í pólitískum deilum um þetta mál hér á landi um langt skeið og fram á þennan dag og að þeir eru umfram allt áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Ólík nálgun þeirra á málið sýnir hve djúpt deilur sjálfstæðismanna um þetta mál rista og hafa lengi gert.
Auðvitað get ég ekki sagt að ég hafi orðið hissa að lesa þá fáránlegu framsetningu Moggans að þetta hafi snúist um einhverjar deilur innan Framsóknarflokksins og að Geir hafi lagt fram tillögu eftir tillögu þegar sleppt er að minnast á að allar voru þær tillögur viðbrögð við frumvarpi sem Jón Sigurðsson lagði upphaflega fram. Og nú er eins og ritstjóri Moggans kannist ekki lengur við leiðarann frá 20. janúar og Reykjavíkurbréfið frá 11. febrúar. Ég er að fara að keyra norður á Akureyri og á leiðinni ætla ég að velta því fyrir mér, einu sinni enn, af hverju ég er að borga eitthvað um 2.400 kr. á mánuði til að kosta kosningaáróður og spuna Sjálfstæðisflokksins.
Og Fréttablaðið gagnrýnir aðferðafræðina, rétt eins og ritstjóri þess blaðs hafði gert sem nefndarmaður í auðlindanefndinni. Enginn fréttapunktur um að áratugadeilumál sé til lykta leitt. Ekki heldur um að formenn stjórnarflokkanna leggi fram þingmannafrumvarp, sem hefur varla gerst síðan Ólafslögin voru sett, að ég held, og svo mætti áfram telja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta rangt mat hjá þér Pétur, aldrei þessu vant. Fyrsta lagi varðandi störf blaðamanna, a.m.k. hvað varðar Fréttablaðið, og síðan líka varðandi þá víðtæku ályktun um að eitthvað áratugalangt deilumál, hafi verið til lykta leitt.
Grundvallaatriðið í málinu er að það hefur ekkert verið til lykta leitt, þar sem kjarninn í framlögðu frumvarpi er merkingalaus, samkvæmt áliti fræðimanna. Þessu hefur enginn, hvorki úr röðum Framsóknarflokks né Sjálfstæðisflokks, treyst sér til þess að andmæla. Trúðu mér Pétur, ég hef mikið reynt að fá menn til þess ræða um þetta og þar á meðal flesta ráðherra í ríkisstjórn.
Þú veist vel að blaðamenn meta mál og reyna að gera aðalatriði málsins að kjarnanum í umfjölluninni, og það var gert á Fréttablaðinu og eflaust á Morgunblaðinu líka, þar sem valin var önnur leið.
Hvenær var það léttvægt atriði að það sé mat þeirra sem þekkja best að þetta framlagða frumvarp sé fullkomlega merkingarlaust?
Það liggur fyrir mat fræðimanna um að hugtakið þjóðareign, kjarninn í framlögðu frumvarpi um stjórnarskrárbreytingu, sé merkingalaust og því fullkomlega tilgangslaust og hafi ekki þýðingu, í eignarréttarlegri merkingu.
Það er misskilningur í þeim, sem hafa haldið þeirri rökleysu á lofti að mikilvægt sé að binda þjóðareign á náttúruauðlindum í stjórnarskrá, að þetta sé atriði sem er hægt að skauta framhjá. Leiðaraskrif Moggans í 20 ár breyta því ekki að stjórnarskrárbinding þjóðareignar á auðlindum er rökleysa, þangað til einhver treystir sér til þess að halda öðru fram með rökum. Þó það sé skrifað nógu oft, og í löngu máli, með z-tu, þá er ekki þar með sagt að rökleysan sé leyst. Hún stendur rótföst ennþá.
Þess vegna hefði það verið pópúlísk leið, að apa það upp eftir stjórnmálamönnum, að það væri búið að leysa úr áratugalöngu deilumáli og smella því á forsíðuna, Framsóknarmönnum til ómældrar, en rakalausrar, gleði. Eflaust hefði það verið gert á Tímanum sáluga en analyztísk gagnrýnin hugsun blaðamanna á að vera hafin yfir pópúlisma og frasa stjórnmálamanna.
kv
Magnús Halldórsson blaðamaður
Magnús Halldórsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:41
En elsku besti Pétur, allt jafnast þetta út á endanum, svo 2.400 krónunum þínum er örugglega vel varið. Þú mátt ekki gleyma því að Morgunblaðið er líka að kosta kosningaáróður og spuna Framsóknarflokksins. Eða þannig líta a.m.k. sumir á blogg þinn.
Með kærri kveðju,
Andrés.
Andrés Magnússon, 9.3.2007 kl. 11:13
Ég sagði upp Mogganum þegar blaðið fór hamförum gagnvart forseta Íslands. Hafði þá verið áskrifandi í mörg ár eða allt frá því að ég flutti úr föðurhúsum. Held að vandi blaðsins liggji í þessari flokkapólitík. Tími flokksblaðanna er löngu liðinn, það bara gleymdist að tilkynna þeim á Mogganum það.....
Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.3.2007 kl. 16:08
Andrés, þetta blogg var í ágætum málum á blogspot áður en gamlir vinnufélagar sjarmeruðu mig yfir með eftirgangsmunum og það er ekki kostað af neinum nema mér, og ef það stendur undir einhverri traffík er auðvitað spurning hvort það genererar ekki bara frekari tekjur fyrir ykkur félaga en þennan 2.400 kall. Þetta er bara blogg og menn hætta bara að lesa það ef þeir vilja.
En Halldór, auðvitað er það veikur blettur á þessu máli ef ekki stíga fram fræðimenn og andmæla Sigurði Líndal, Guðrúnu Gauksdóttur og Skúla Magnússyni að þjóð geti ekki verið eigandi í eignarréttarlegum skilningi. Þessar rökræður eru hins vegar gamlar og það hafa önnur sjónarmið líka verið uppi meðal lögfræðinga. Ég játa það alveg að ég sakna þess að heyra ekki í þeim nú. Og þetta mál snerist aldrei um það að leggja niður kvótakerfið eins og ég heyrði að stjórnarandstaðan er að halda fram í þeirri trú að allir séu fæddir í gær. Datt einhverjum í hug að framsókn ætlaði að fara að leggja niður kvótakerfið? Þvert á móti var ætlunin í stjórnarsáttmálanum að undirstrika rétt ríkisins til þess að gera breytingar á því og koma í veg fyrir, eins og Mogginn hefur sagt, að: Það skiptir miklu máli að þessi tillaga komi fram nú. Enn eru á ferðinni menn í þessu samfélagi, sem gera sér hugmyndir um að þeir geti komið því fram, að fiskimiðin verði gerð að einkaeign útgerðarmanna. Þess vegna skiptir máli, að ákvæðið um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar verði tekið upp í stjórnarskrá. Með því móti einu er hægt að koma endanlega í veg fyrir allar tilraunir til þess að fámennur hópur manna sölsi undir sig þessa miklu eign íslenzku þjóðarinnar, sem á að vera sameign hennar um aldur og ævi.
Ég get svo Halldór skilið það sjónarmið sem keyrt er á í frétt Fbl en ekki í Mbl, og ég veit hvernig svona hlutir gerast þar á bæ - í blaðinu er skrifuð hetjusaga um Geir H. Haarde og þeirri mikilvægu staðreynd haldið frá lesendum að tillögur hans voru viðbrögð við frumvarpi sem upphaflega var lagt fyrir hann.
kveðja frá Karólínukaffi í höfuðstað Norðurlands.Pétur Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 17:48
Já, berin eru súr, Mikki minn. Mín vegna má ríkið eiga auðlindirnar, ef greiða þarf fyrir aðgang að þeim, þjóðin öll nýtur þess með einhverjum hætti og útgerðirnar eiga ekki aflakvótana. Ég held að meirihluti þjóðarinnar sé á þessari skoðun og það er aðalatriðið í málinu. Hvort það er þjóðin eða ríkið sem á auðlindirnar á pappírunum er ekki aðalatriðið fyrir mig, og flesta aðra hefði ég haldið. Hins vegar vilja Mogginn og Sjallarnir ekki að stjórnarskráin kveði á um að ríkið eigi auðlindirnar og sumir lögfræðingar af þokkalega góðum ættum segja að þjóðin geti ekki átt þær. En það er náttúrlega slæmt þegar meirihluti þjóðarinnar er sammála sjálfum sér. Það er hámark popúlismans.
En hversu víðtæk er hin sameiginlega skoðun Moggans og Framsóknar hvað varðar þetta nýja ákvæði? Auðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar og hvað svo? Það þýðir lítið að setja slíkt ákvæði í stjórnarskrá ef það hefur enga merkingu, enga þýðingu, engin áhrif. Mogginn vill ekki að útgerðirnar eigi aflakvótana en hvað vill Framsókn í þeim efnum? Hvers vegna leggur hún svona mikla áherslu á að auðlindirnar verði í eigu þjóðarinnar, hvaða merkingu á það að hafa og hver ætti útfærslan að vera á þessu ákvæði? Gengur hnífurinn nokkuð á milli Sjalla og Framsóknar í þessu máli í raun og veru, ef báðir flokkarnir vilja úthluta aflakvótum með sama hætti og verið hefur og ætlunin er að útgerðirnar eigi aflakvótana? Titringurinn á milli flokkanna 30 metrar á sekúndu í vatnsglasi, þvarg um orð sem eiga ekki að skipta neinu máli í raun, að þeirra eigin mati. En hvers vegna eru Moggaberin svona súr, ef það hefur alltaf verið himinn og haf á milli Moggans og Framsóknar í þessu máli?
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru nú þegar sameign íslensku þjóðarinnar, samkvæmt stjórnarskránni. Útgerðarmenn telja hins vegar að þeir eigi veiðikvótana, þar sem þeir hafa gengið kaupum og sölum. En útgerðirnar hafa einungis verið að kaupa og selja veiðirétt til misjafnlega langs tíma og að mínu mati hefur þeim ekki skapast réttur til skaðabóta ef þessi réttur er ekki framlengdur endalaust. Hins vegar væri hægt að veita útgerðunum aðlögunartíma, til dæmis fimm ár, áður en nýtt úthlutunarkerfi væri tekið upp, þar sem hæstbjóðendur, til dæmis fiskvinnslur og útgerðir, fengju úthlutað aflakvótum til eins árs í senn. Aflakvótum er núna úthlutað til eins árs í senn, útgerðir eiga ekki rétt á skaðabótum ef þær fá minni loðnukvóta en á síðasta fiskveiðiári vegna minni loðnustofns, eða jafnvel engan kvóta vegna þess að loðnan finnst ekki.
Megið þið aka á Guðs vegum. Þeir eru í samgönguáætlun og umhverfismati. Quod ego dico.
Steini Briem (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 19:14
Þegar umhverfisráðherrann
hverfist umhverfis ráðuneytið
þá umhverfist alltaf ráðuneytið
um umhverfisráðuneytismann.
Copyright 2007, Eiríkur Kjögx
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:05
Ég heiti Samfylking og kenna á því fæ,
klukkan sjö á morgnana er mér dröslað niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó að heyrist lítið kvein,
Imba þarf að vinna en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
Imba er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.
Svo inn í grunnskólann mér dröslað er í flýti,
mig sárverkjar í handleggina eftir Imbu tog.
En þar drottnar Össur með ótal andlitslýti,
eins og hann hafi fengið hundrað þúsund flog.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Bráðum verð ég sjö ára en það er fyrsta maí,
daginn þann ég dröslast alein niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó ég hangi þarna ein,
Imba með kröfu um forsætið en er orðin alltof sein.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 03:22
Einhvernveginn líkar mér stórvel við Steina þó ég hafi aldrei hitt hann. Lífgar svo vel upp á allt blogg í kringum sig.
Ragnar Bjarnason, 12.3.2007 kl. 08:42
Ég þakka hlý orð í minn litla garð, Ragnar minn.
Geiri mælti til Imbu:
Ég skal greiða þér
lokka við Galtará,
gefa þér anímónur,
allt sólskinið í Súdan,
tunglskinið á Ægissíðu
og hjarta mitt á silfurfati,
ef þú fellur fram og tilbiður mig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.