7.3.2007 | 22:00
Eign ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til sölu
Eignarhlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja var auglýstur til sölu í dag án þess að það hafi vakið teljandi athygli fjölmiðla. Um er að ræða rúmlega 1,1 milljarð króna að jafnvirði, eða um 15,2% af heildarhlutafé félagsins. Íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dótturfélög þeirra mega ekki bjóða í hlutinn samkvæmt auglýsingunni og verður hann einungis seldur í einu lagi til einstaklings eða lögaðila. Þetta virðast mér talsverð tíðindi. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun hafa umsjón með sölunni í umboði fjármálaráðherra. Meðfylgjandi mynd er af auglýsingu sem birtist á bls. 10 í Fréttablaðinu í dag um þessa sölu. Tilboðsfrestur er til 2. apríl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ útborgað 1. apríl, þannig að þetta rétt sleppur fyrir horn hjá mér.
Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:22
Úr fréttum Útvarpsins 19. janúar:
Hádegisfréttir:
Ríkið ætlar að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðingarnefnd hefur auglýst eftir ráðgjafa til að aðstoða við söluna. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að í fjárlagafrumvarpinu sé heimild fyrir sölunni. Ríkið á rúmlega 15% hlut í Hitaveitunni á móti sveitarfélögum á Reykjanesi. Reykjanesbær á tæp 40% á móti ríkinu og Hafnarfjörður um 15%, aðrir minna. Hlutur ríkisins er um 1.100 milljónir króna að nafnvirði.
Kvöldfréttir:
Geir H. Haarde, forsætisráðherra segir söluna á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja ekki stefnubreytingu og hún tengist ekki frekari einkavæðingu orkufyrirtækja. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að forkaupsréttur bæjarins verði nýttur, jafnvel í samstarfi við einkaaðila.
Ríkið ætlar að selja rúmlega 15% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Sveitarfélög á Reykjanesi eiga rest, Reykjanesbær mest, um 40%. Orkufyrirtæki hér á landi eru almennt í eigu hins opinbera. Geir H. Haarde, forsætisráðherra segir þessa sölu enga stefnubreytingu. Ríkið eigi ekkert erindi í Hitaveitunni lengur, enda gangi fyrirtækið vel.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra: Þannig að það er tímabært og eðlilegt að mínum dómi að ríkissjóður losi um sinn eignarhlut þarna og gefi öðrum færi á því að eignast hann. Og noti það fjármagn sem þarna er bundið, sem eru miklir peningar, í önnur og brýnni verkefni. Það er ekki þörf fyrir það að ríkið bindi fjármagn í Hitaveitu Suðurnesja lengur.
Fréttamaður: Er þetta fyrsta skrefið í frekari einkavæðingu á orkumarkaði?
Geir H. Haarde: Nei, þetta er alveg ótengt öllu slíku.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir bæinn vilja nýta forkaupsrétt sinn á hlut ríkisins. Nafnvirði hlutarins er rúmur milljarður en áætlað er að söluverðið verði umtalsvert hærra. Árni segir bæinn hafa efni á öllum skynsamlegum hlutum. Hann hafi skoðun á framtíðarhlutverki Hitaveitunnar og hvernig því verði sinnt.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: Við erum eiginlega fyrst og fremst að tryggja það að við höfum eitthvað um það að segja með því að lýsa yfir vilja til að nýta þennan forkaupsrétt.
Fréttamaður: Sérðu fyrir þér að þessi forkaupsréttur yrði nýttur í samstarfi við aðra aðila eða þá að hann yrði seldur áfram?
Árni Sigfússon: Ég get mjög vel séð fyrir mér hvoru tveggja. Það er bara eftir því hvað kemur svona upp úr kössunum þegar menn fara að skoða þetta hverjir eru góðir samstarfsaðilar og hvernig væri best að vinna með slíkum aðilum.
Fréttamaður: Koma einkaaðilar til greina?
Árni Sigfússon: Ég held að það sé í sjálfu sér allt opið. Þetta er hlutafélag sem að leitar að öflugum og sterkum aðilum til samstarfs og það hljóti að vera eðlilegt að skoða allar leiðir í því.
Lesandi (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.