7.3.2007 | 21:45
Ha?
Einhvern veginn hefur Björn Bjarnason fundið út að það hafi verið spuni, og ekki bara spuni heldur illgjarn spuni, að segja á þessu bloggi fréttir af þeim pólitísku tíðindum að Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafi orðið sammála um bókun í Evrópunefndinni sem starfar undir forystu Björns. Ennfremur mislíkar Birni að hér hafi verið vitnað í hvöss ummæli norðlenskra Samfylkingarmanna af þessu tilefni. Ég skil vel að Björn hefði viljað greina frá þessu fyrst á blaðamannafundi nefndarinnar en fyrr má nú aldeilis vera viðkvæmnin, þykir mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dead man walking! Best að fara að berja saman erfðaskrána, Pétur minn. "Framsókn fær tölvuna..." Bíbí, við erum nú alltaf vinir og ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig. Við erum ekki í Sovét, þar sem ekki mátti gera grín að Gagarín og nú má ekki gera grín að Pútín. Það er ekki hollt fyrir innyflin að taka sjálfan sig svona hátíðlegan. Það getur bara punkterað á manni við það. Skella bara smá Wagner á fóninn... and take it away! Pétur er frábær á öllum sviðum og ef hann er "illgjarn", eins og þú segir, eru það allir, líka ég og þú. Hins vegar er ég hvorki sammála honum né þér í pólitík en það er nú allt annar handleggur á allt öðrum manni og gerir lífið bara skemmtilegra. Bara skella sér í smá qi gong og búa sig undir það andlega og líkamlega að vera í stjórnarandstöðu. IG biður að heilsa. Gunna, Barði, börnin.
Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:48
Smá ábending í forbífarten:
Það væri vel hægt að rjúfa þingið nokkrum dögum seinna í þessum mánuði, því nógur er tíminn til kosninga. Stjórnarandstöðuflokkarnir samþykkja að sjálfsögðu ekki hvaða orðalag sem er hvað varðar nýtt ákvæði um auðlindir í stjórnarskránni. Og ef þeir samþykkja það ekki nú, samþykkir þingið það ekki á næsta kjörtímabili, því stjórnin fellur í kosningunum í vor. Meirihluti þeirra sem þá verða kosnir á þing þarf að samþykkja sjórnarskrárbreytingarnar óbreyttar til að þær öðlist gildi, þannig að það þýðir lítið fyrir Framsókn að fá unglingaveikina núna á gamals aldri, nema öll stjórnarandstaðan samþykki þessar breytingar. Stjórnarflokkarnir ættu því að berja saman þessar breytingar á stjórnarskránni í samvinnu við stjórnarandstöðuna, í staðinn fyrir að hunsa hana í þessu máli.
Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:03
ÖNNUR LÍTIL ÁBENDING:
Þeir sem ekki hafa vit á brjóstum hafa náttúrlega ekki brjóstvit. Það segir sig sjálft. Sérfræðingar í brjóstum þurfa þess vegna að hafa vit fyrir okkur hinum, sauðsvörtum almúganum, ef við ætlum að taka upp á að glápa á brjóst, vega þau og meta, til dæmis á Laugaveginum. Hvað má og hvað má ekki. Og hverjir eru þessir sérfræðingar? Jú, lögfræðingar verða hér úr að skera, því samkvæmt hegningarlögunum eru viðurlög við dreifingu kláms hér og einnig neyslu þess að ákveðnu marki. En þar er ekki útskýrt hvað klám sé, þannig að það byggist að sjálfsögðu á brjóstviti lögfræðinga, til dæmis dómara, hvað það er fyrir nokkuð. En erótík og klám er ekki það sama og bæði kynin geta að sjálfsögðu verið klámfengin og framleitt klám, rétt eins og bæði karlar og konur geta verið femínistar, unnið að því að rétta hlut kvenna gagnvart körlum. Ef erótísk mynd birtist af Steingrími J. Sigfússyni í Alþingistíðindum er mjög ólíklegt að einhver gerði athugasemd við það, allra síst femínistar.
HINS VEGAR FÆ ÉG EKKI SÉÐ AÐ HEGNINGARLÖGIN BANNI NEYSLU KLÁMS HÉR, EINUNGIS DREIFINGU. ÞEIR SEM SÆKJA HÉR KLÁM Á NETINU, FLYTJA ÞAÐ INN MEÐ ÖÐRUM HÆTTI EÐA BÚA TIL KLÁM TIL EIGIN NEYSLU VIRÐAST ÞVÍ VERA Í FULLUM RÉTTI TIL ÞESS, EF ÞAR ER EKKI UM BARNAKLÁM AÐ RÆÐA. EN ÞUNG VIÐURLÖG ERU VIÐ ÞVÍ AÐ VISTA EÐA HORFA HÉR Á BARNAKLÁM, EINNIG Í HEIMAHÚSUM, EINN EÐA MEÐ ÖÐRUM. (210. grein hegningarlaganna.) HVAÐ ER ÞÁ VANDAMÁLIÐ??!!
Á Netinu er að finna 167 þúsund síður um Netlöggur (internet police) og hér er ein af þeim sem fjallar um Netlöggur á vegum Vinstri grænna í alræðisríkjunum Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem upprættu barnaklámhring nýlega:
http://technology.guardian.co.uk/news/story/0,,2018547,00.html
Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 02:45
Sæll Pétur.
Meiri sníkjubloggarinn þessi Steini Briem.
En þú "illgjarn"? Nah... held ekki. En þetta er klár geðvonska þarna hinum megin!
Helga Sigrún Harðardóttir, 8.3.2007 kl. 15:44
Ég held það Helga Sigrún, og ég skil það vel, þeir hafa eitthvað að vera svolítið geðvondir yfir kannski, eftir síðustu daga.
En við Steini, we go a long way back, hann er bara að æfa sig áður en hann fer að blogga sjálfur, sem ég held að verði fljótlega, væri líklega öflugasti VG bloggarinn ef hann stykki út í staðinn fyrir að vera bara í stúkunni.
Pétur Gunnarsson, 8.3.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.