hux

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin II

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 11. febrúar 2007:

Eftir stendur hitt að auðlindagjaldið hefur verið samþykkt í grundvallaratriðum. Nú blasa við tvenns konar verkefni á þessum vígstöðvum. Í fyrsta lagi að knýja fram efndir á gefnum loforðum núverandi stjórnarflokka um að ákvæði verði tekið upp í stjórnarskár um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. Eins og nú horfir eru stjórnarflokkarnir að svíkja þetta loforð. Hvers vegna? Hvaða öfl eru þar að verki? Eru það þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins, sem eru staðráðin í að ná fram einkaeignarrétti á fiskimiðunum? Þennan draugagang verður að stöðva.

Samhljóða leiðara frá 20. janúar. Er ekki hægt að treysta á að ritstjóri Morgunblaðsins haldi áfram stuðningi við Framsóknarflokkinn í þessu máli?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Harðar er sérfræðingur í draugagangi en ég myndi halda að hér séu á ferðinni Brennivínsdraugurinn og Djákninn á Myrká sem ríða húsum á Stokkseyri í seinni tíð. Erfitt að koma böndum á þá kumpána hefði ég haldið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband