6.3.2007 | 16:07
Össur án spuna
Össur hitti naglann á höfuðið í ræðu í þinginu 1. mars þegar hann ræddi auðlindaákvæði í stjórnarskránni. Það var áður en hann fór að spinna þráð sjálfstæðismanna í grein í yfirlýsingum í fjölmiðlum og í grein í Fréttablaðinu í gær.
Þetta var mikil og söguleg yfirlýsing hjá hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formanni Framsóknarflokksins. Hann lýsti því hér yfir að Framsóknarflokkurinn mundi beita öllu sínu afli til að ná því fram á þessu Alþingi að stjórnarskránni yrði breytt þannig að sameignarákvæði um sameiginlega þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tekið upp í stjórnarskrána. Það eru fimm eða sex þingfundadagar þangað til þingið er úti Við vitum auðvitað sem höfum komið að þessum málum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið einn gegn því að stjórnarskránni yrði breytt með þessum hætti. [...] Enginn veit þá hvað verður um það sem eftir er af þessari ríkisstjórn því að það er auðvitað alveg ljóst að hér var hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra að gefa tímamótayfirlýsingu sem varðar samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins það sem eftir lifir þessa kjörtímabils. Nú munum við sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn lætur beygja sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536806
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu á að setja ákvæði í stjórnarskrána um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, ekki bara auðlindum sjávar. Hins vegar er spurning hvort stjórnarflokkunum tekst fljótlega að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvað slíkt ákvæði muni þýða í raun og hvort allir stjórnarandstöðuflokkarnir yrðu sammála niðurstöðu stjórnarflokkanna.
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:38
Það kemur náttúrlega ekki til greina sem forsætisráðhr.sagði,að það kæmi til greina að samþykkja núverandi fiskveiðiheimildir "ÓBREYTTAR".Sala og leiga á kvóta og hann gangi í erfðir samrýmist ekki nýtingarétti fiskveiðiheimilda.Einnig að andvirði hans sé seldur úr landi á fjármálamörkuðum alls áskildum rekstri fiskveiða.Þetta er eintómt bull.Ég ætla bara að vona að stjórnarandstaðan kokgleypi ekki þessa vitleysu.
Kristján Pétursson, 6.3.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.