6.3.2007 | 09:27
Hvar var Ágúst?
Ingibjörg Sólrún var óheppin þegar hún ákvað að taka sér nokkurra daga frí á Kanaríeyjum til þess að hlaða batteríin fyrir kosningabaráttuna. Hún var ekki fyrr farin af landi en allt fór í háaloft í pólitíkinni og kastaðist í kekki á stjórnarheimilinu. Stjórnarandstaðan hélt sameiginlegan blaðamannafund í gær en Ingibjörg Sólrún var ekki á landinu. Aðrir flokkar hefðu teflt fram varaformanni í stað formanns en þannig var það ekki í Samfylkingunni.
Það datt engum í hug að ná í varaformanninn Ágúst Ólaf og stilla honum upp fyrir miðju á fundinum með Steingrím J. og Guðjón Arnar hvorn til sinnar handar. Það hefði bara verið fyndið. Þess vegna þurfti Össur að stíga út úr skugganum og sýna sig í hlutverkinu sem hann gegnir bak við tjöldin, - raunverulegur leiðtogi Samfylkingarinnar á Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástæðan er sú að Ágúst Ólafur liggur í flensu eins og sjá má á heimasíðu hans.
Ámundi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:55
Þú segir það Ámundi, þar kemur fram að hann hafi verið með flensu 1. mars en sótt þingveisluna 2. mars og þá verið orðinn góður af flensunni, síðan hefur ekkert verið minnst á flensu á heimasíðunni en hins vegar bloggað af miklum móð.
Pétur Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 11:18
Sá sem kallar sig Ámunda í kommenti að ofan er með netfangið sigurdur65@gmail.com, og til hans eru skilaboðin þau að ef hann gerir ekki grein fyrir sér með betri hætti við innskráningu næst verður kommentum hans eytt.
Pétur Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 11:19
Ég vissi ekki að Ingibjörg Sólrún gengi fyrir sólarrafhlöðum. Varaformaður er svona eins og varadekk. Það er geymt í skottinu og er dregið fram þegar það punkterar á vagninum. Varadekkið er því nauðsynlegt, þótt ekki sé það að öllu jöfnu áberandi. En ef varadekkið er líka punkterað verður að draga fram Össur Skarphéðinsson. Hann er svona eins og Súpermann og aðrir þjóðþekktir einstaklingar af þeirri sort. Á Hægri græna vagninum eru hins vegar þrjú hjól nægjanleg, Magga, Ómar og Jakob ærlegur. "Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó."
Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.