hux

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 11. febrúar 2007:

Eftir stendur hitt að auðlindagjaldið hefur verið samþykkt í grundvallaratriðum. Nú blasa við tvenns konar verkefni á þessum vígstöðvum. Í fyrsta lagi að knýja fram efndir á gefnum loforðum núverandi stjórnarflokka um að ákvæði verði tekið upp í stjórnarskár um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. Eins og nú horfir eru stjórnarflokkarnir að svíkja þetta loforð. Hvers vegna? Hvaða öfl eru þar að verki? Eru það þau öfl innan Sjálfstæðisflokksins, sem eru staðráðin í að ná fram einkaeignarrétti á fiskimiðunum? Þennan draugagang verður að stöðva.

Samhljóða leiðara frá 20. janúar. Er ekki hægt að treysta á að ritstjóri Morgunblaðsins haldi áfram stuðningi við Framsóknarflokkinn í þessu máli? Verður Sjálfstæðisflokkurinn skammaður í leiðara Mbl. á morgun? Þegar stórt er spurt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokknum er nú nokk sama um Moggann, enda er hann kominn út í Móa. Það þarf að flengja óþekktina úr strákunum niðri á Austurvelli og fá til þess stelpurnar á Sóðali, beint á móti þinginu. Verst ef þeim finnst það bara gott.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:30

2 identicon

Mogginn er eins og konur, Kristinn minn. Það skilur hann enginn og hann lætur ekki kaupa sig. Öðru vísi mér áður brá þegar undirritaður skrifaði um sjávarútvegsmál í Moggann. Þá draup þar smjör af hverju strái og jafnt Kreml sem Hvíta húsið biðu spennt á hverjum morgni eftir að fá línuna frá Mogganum inn um bréfalúguna.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 03:33

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Huxaðu. Með stóru exxi. Hvernig getur fiskurinn í sjónum verið

eign þjóðarinnar (hvað er þjóðin? 300 þúsund einstaklingar).

Í besta falli getur Stjórn landsins haft hönd í bagga með hvursu

mikið er veitt og hvar N.B. innan lögsögunnar.

Það besta sem komið gat fyrir atvinnulífið hér á skerinu, var þegar

kvótakerfinu var komið á fót. Síðan hafa fiskveiðar verið arðbærar

og það hefur ekki verið þörf á að fella gengið þriðja hvern

mánuð til að fela hallan.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

allt rétt sem Leifur segir um kvótakerfið en eignarhald þjóðarinnar á auðlindum á að staðfesta í stjórnarskrá.

Pétur Gunnarsson, 6.3.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Eignarhald/einkaeign er stórt og þungt orð hvar á að draga mörkin?

Það er eins gott að fara varlega. Auðlindir landsins? hvar á að draga

mörkin. Ég er hræddur um að eihverjir mundu öskra þegar svo víðtækt

orð sem auðlind verður skilgreint. T.D. Laxveiði, þ.e. laxinn sem gengur

úr sjó í ár það er auðlind landsins. Eða hvað.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband