5.3.2007 | 17:44
Össur hefur einfaldan smekk
Ég hef heyrt menn undra sig á því í dag að Össur Skarphéðinsson skuli spinna þráð Sjálfstæðisflokksins í deilum stjórnarflokkanna um stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar eins og kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Össur gangi fram eins og húskarl Sjálfstæðisflokksins og er vísað til greinar hans í dag á leiðaraopnu Fréttablaðsins, sem er ritstýrt af Þorsteini Pálssyni. Þorsteinn leiddi einmitt andstöðu gegn auðlindaákvæði í starfi stjórnarskrárnefndar. Sú andstaða leiddi til þess að sú sjálfsagða leið var valin af hálfu framsóknar að knýja á um niðurstöðu á grundvelli stjórnarsáttmálans og auðlindanefndar fremur en á byggja á starfi stjórnarskrárnefndar.
Ég segi við félaga mína að ég sé ekki undrandi, þetta sé nákvæmlega það sem ég hefði átt von á. Við alla túlkun á texta Össurar hef ég í huga að hans meginmarkmið í pólitík eru þessi: 1. að hann komist í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili og 2. að sú ríkisstjórn lúti ekki forsæti Ingibjargar Sólrúnar svilkonu hans, sem lagði hann í formannskjörinu um árið.
Hvað stuðlar best að markmiðum Össurar? Auðvitað það að Samfylkingin myndi tveggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá er sjálfgefið að Geir H. Haarde verði forsætisráðherra en Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra. Þar með verður hún farþegi í annarri hverri flugvél og sést varla á landinu. Þetta held ég að sé hinn voti draumur Össurar Skarphéðinssonar um næsta kjörtímabil. Minni svo á fyrstu viðbrögð Össurar við skipun stjórnarskrárnefndar. Þau sýna að hann hafði aldrei áhuga á að sjá málinu lokið. Sjá hér.
ps. Hvar var formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundi stjórnarandstöðunnar í dag? Þar voru formaður VG og formaður Frjálslyndra en hvorki formaður né varaformaður Samfylkingarinnar heldur aðeins þingflokksformaðurinn, Össur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeim var ég verstur er ég unni mestur. Hvað segir Machiavelli um þetta mál?
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.