5.3.2007 | 17:00
Forræðishyggja og brjóstvit
Umræður í Silfrinu í gær hafa vakið mikla athygli hér í bloggheimi sérstaklega málflutningur Sóleyjar Tómasdóttur, ritara VG, um klám. Hún er á móti því að fólkið sem á að fylgja lögunum í landinu hafi skoðanir á þeim með brjóstvitið eintómt að vopni. Vill að kynjafræðingar og lögfræðingar skilgreini lagaákvæðin sameiginlega án afskipta frá þeim sem eiga að búa við lagasetninguna.
Vil vekja á tveimur færslum um þetta.
Bloggarinn Hafrún Kristjánsdóttir tók sig til og skrifaði býsna magnaðan pistil þar sem hún tætir í sig málflutning Sóleyjar um klámið og netlöggurnar: Segir m.a.:
Ef við ætlum að banna allar síður með klámi því það er bannað á Íslandi þá þyrftum við að gera ansi margt líka. Þá þyrftum við t.d. að banna allar síður sem væru með bjórauglýsingum, við þyrftum að banna allar síður þar sem heilbrigðisstarfsfólk auglýsir þjónustu sína. Við þyrftum sennilega að hætta að sýna frá enska boltanum og öðrum íþróttaviðburðum. Ekki mætti selja Liverpool treyjur hér á landi og svo lengi mætti telja. Er þetta það sem Sóley vill?
Er það furða þótt að fjölmargar stelpur á aldri við mig og kalla sig jafnréttissinna vilja ekki tengja sig við feminista á Íslandi. Alhæfingarnar og forræðishyggjan er slík að maður getur bara ekki með góðu móti gengið í lið með þessum konum, jafnvel þótt að jafnrétti sé eitthvað sem maður vill ná fram.
Bloggarinn Eiður Svanberg Guðnason, sendiherra, segir í athugasemdum hjá Sóleyju um þann málflutning hennar að hneykslast á því að fólkið sem á að fylgja lögunum sem hún vill setja vilji hafa skoðanir á þeim:
Hélt satt að segja að ég ætti ekki eftir að lesa um aðra eins forræðishyggju á netinu. Nú vantar illa netlöggu, ef brjóstvit á að fara vaða uppi í netheimum og mannheimum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann segir þetta í athugasemd við þess færslu á bloggi Sóleyjar. Þangað átti að vera slóð með tilvitnuninni, búinn að kippa því í liðinn.
Pétur Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 17:34
Þeir sem hafa ekkert vit á brjóstum hafa náttúrlega ekki brjóstvit. Það segir sig sjálft. Sérfræðingar í brjóstum þurfa þess vegna að hafa vit fyrir okkur hinum, sauðsvörtum almúganum, ef við ætlum að taka upp á að glápa á brjóst, vega þau og meta. Hvað má og hvað má ekki. Og hverjir eru þessir sérfræðingar? Jú, lögfræðingar verða hér úr að skera, því samkvæmt hegningarlögunum er klám bannað. En þar er ekki útskýrt hvað klám sé, þannig að það byggist að sjálfsögðu á brjóstviti lögfræðinga hvað það er fyrir nokkuð. En erótík og klám er ekki það sama og bæði kynin geta að sjálfsögðu verið klámfengin og framleitt klám, rétt eins og bæði karlar og konur geta verið femínistar, unnið að því að rétta hlut kvenna gagnvart körlum. Ef erótísk mynd birtist af Steingrími J. Sigfússyni í Alþingistíðindum er mjög ólíklegt að einhver gerði athugasemd við það, allra síst femínistar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.