hux

Næst samkomulag um auglýsingar?

Það verður athyglisvert að sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum milli flokkanna um takmarkanir á auglýsingum í kosningabaráttunni. Samfylkingin er komin fram með sína auglýsingaherferð nú þegar er framkvæmdastjórar flokkanna eru að reyna að ná samkomulagi um einhvers konar takmarkanir.

Lúddítarnir í VG vilja auðvitað bara banna sjónvarpsauglýsingar, það er þeirra besta hugmynd, víðtækt bann við nútímalegum vinnubrögðum en aðrir eru að ræða um takmarkanir á umfangi og að afmarka tímabil þar sem ekki er auglýst. Hugmyndin um  bann við sjónvarpsauglýsingum er sóunarhugmynd, og felur í sér bann við því að nýta það fé sem til ráðstöfunar með besta mögulega hætti. Sjónvarpsauglýsingar eru dýrar í framleiðslu en ná til stærri hóps og því er það verðið við að tala við hvern einstakling hagstæðara en með hinum fáránlega dýru auglýsingum í prentmiðlum hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristur lét krossfesta sig til að ná til sem flestra. Það var víst alveg hræbilleg aðferð en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband