4.3.2007 | 20:26
Sigríður Anna vill sendiherrastöðu
Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið sótt hart að Valgerður Sverrisdóttir skipi Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem lætur af þingmennsku í vor, í embætti sendiherra í utanríkisþjónustunni. Valgerður verst af krafti og neitar að verða við óskum samstarfsflokksins um þennan bitling.
Valgerður varðist líka af og lét sig ekki þegar Hjálmar Árnason reyndi að komast að í utanríkisþjónustunni áður en hann ákvað að taka prófkjörsslaginn gegn Guðna Ágústssyni. Hjálmar verður að finna sér annað starf eftir að þingferli hans lýkur. Sendiherrum hefur ekki fjölgað í tíð Valgerðar eftir þá sprengingu í starfsliði utanríkisþjónustunnar sem varð í tíð Davíðs Oddssonar. Nýjasta tilfærslan í utanríkisþjónustunni varð þegar Eiður Guðnason sendiherra var gerður aðalræðismaður í Færeyjum, þar var sendiskrifstofum Íslands erlendis fjölgað um eina án þess að fjölgað væri í starfsliðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536798
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjálmar Færeyingur ætti að geta fengið aftur einhvern starfa við Fróðskaparsetrið í Færeyjum og Sigríður Anna fer örugglega létt með að fá aftur kennarastöðu í Grundarfirði, ef hún fær þokkaleg meðmæli. Hann er 57 ára en hún 61 árs og það verður náttúrlega erfitt fyrir þau að skrimta af ellilífeyrinum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:58
Ef ekki er um einhvern spuna að ræða hjá þér Pétur... Þá fær Valgerður mikið og stórt prik fyrir þetta... Það var algjört hneyksli allir þessir sendiherrar sem DO skipaði. Það er ótrúlegt að ekki skildi vera tekið á því af einhverri alvöru þessar rugl skipanir hans.
IG
IG (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:37
Þetta er ákaflega vel að verki staðið hjá Valgerði. Toppeinkunn fyrir þetta hjá mér.
Ragnar Bjarnason, 4.3.2007 kl. 23:01
IG þú verður að kynna þig nánar við innskráningu, nafn, gefa upp gagnsærra netfang eða senda mér póst ég hef þá stefnu að eyða kommentum sem eru með skammstöfunum og óskiljanlegum netföngum. Þessari stefnu er alls ekki beint að þínum kommentum sérstaklega en þau munu falla undir hana, þannig að endilega taktu tillit til hennar þegar þú kommenterar.
Pétur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 23:09
Geri það þá hér með... Afsakaðu nafnleysið en það er ástæða fyrir því að ég viðhef þessa aðferð.
IG (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:00
IG er náttúrlega Ingibjörg (Sólrún) Gísladóttir. Það sést greinilega á endurtekinni þrípunktanotkun höfundarins (...) og skammstöfuninni "DO". Sá sem ekki má nefna.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:53
Valgerður á eftir að skipa nýjan sendiherrra. Ég spái því að Hjálmar fái Noreg.
Haukur Nikulásson, 5.3.2007 kl. 07:30
Homer Simpson segir alltaf "DO!" Hann er náttúrlega að meina þann sem ekki má nefna. Ég var fyrst að átta mig á þessu núna. Svona er maður nú seinþroska á öllum sviðum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:50
Hvaða, hvaða, auðvitað á Valgerður að gera Hjálmar og Sigríði Önnu að sendiherrum. Það verður að nýta krafta og þekkingu þessa stórkostlega fólks.
Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 12:28
Seint mun ég trúa því að Valgerður sé minna spillt en forverar hennar en fylgið er farið að láta á sjá. Þetta verður kannski látið bíða fram yfir kosningar úr því sem komið er.
Sigurður Þórðarson, 5.3.2007 kl. 12:49
Ég segi eins og IG, ef ekki er um spuna að ræða, þá fær Lómatjarnarfrúin mörg prik fyrir ráðvendni og hagsýni. Skrítið að uppgjafapóitíkusar komi með svo lágt sjálfsmat frá Austurvelli, að þeir treysti sér ekki að snúa aftur á vinnumarkað eftir hefðbundum leiðum?
Sigríður Gunnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 13:41
Mér finnst ekki sjálfgefið að þingmenn fái embætti í utanríkisþjónustunni eftir að ferli þeirra á þingi lýkur. Valgerður fær prik í kladdann.
Jón Einar Sverrisson, 5.3.2007 kl. 13:54
Vel að verki staðið hjá Valgerði-ef þetta er þá þetta er satt, sem þú segir um vonir þeirra Hjálmars og Önnu Sigríðar. Utanríkisþjónustan er þó engu að síður vistlegt skýli fyrir alþingismenn, nú þegar einkavæðingin hefur fækkað mjög skipbrotsmannaskýlunum.
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.