hux

Silfur dagsins

Silfur Egils í dag fannst mér frábært. Ég tek undir það að í viðtalinu við Egil hafi Jón Sigurðsson stigið fram á sviðið sem fullskapaður stjórnmálaleiðtogi. Flokksþingið um helgina var honum gríðarlegur styrkur og veitir honum sterkt umboð í störfunum framundan. Ánægjulegt fyrir okkur flokksmenn að sjá hve ört Jón vex í þessu hlutverki og það er enginn vafi á að allur flokkurinn stendur þétt að baki honum.

Ekki síður fannst mér merkilegt að fylgjast með umræðum á vettvangi dagsins, vitaskuld var stóra fréttin  tilraun Sigurðar Kára til þess að sprengja Sjálfstæðisflokkinn út úr svikum í auðlindamálum með því að beina púðurskoti að Siv en það sem situr eftir í mínum huga er hversu sterkum litum Sóley Tómasdóttir, nýr ritari flokksins málaði afstöðu sína til "klámvæðingarinnar". Tilraunir Steingríms J. til að draga í land yfirlýsingar sínar um klám og netlöggur urðu að engu við málflutning Sóleyjar, sem var - pent sagt-  mjög eindreginn.

Síðan flutti Egill frábæran leiðara um einmitt netið og netlöggurnar. Kíkið á þáttinn ef þið misstuð af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

"Silfur Egils í dag fannst mér frábært. Ég tek undir það að í viðtalinu við Egil hafi Jón Sigurðsson stigið fram á sviðið sem fullskapaður stjórnmálaleiðtogi."

Muahahahahahaha! Þú bara hlýtur að vera djóka Pétur?

Ibba Sig., 4.3.2007 kl. 18:41

2 identicon

Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi segja, að Jón Sigurðsson verður ekki kosinn á þing í vor og hann segi af sér formennsku í Framsókn í framhaldi af því, þannig að í mínum huga er spurningin er bara sú hver verði næsti formaður flokksins.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband