4.3.2007 | 18:22
Silfur dagsins
Silfur Egils í dag fannst mér frábært. Ég tek undir það að í viðtalinu við Egil hafi Jón Sigurðsson stigið fram á sviðið sem fullskapaður stjórnmálaleiðtogi. Flokksþingið um helgina var honum gríðarlegur styrkur og veitir honum sterkt umboð í störfunum framundan. Ánægjulegt fyrir okkur flokksmenn að sjá hve ört Jón vex í þessu hlutverki og það er enginn vafi á að allur flokkurinn stendur þétt að baki honum.
Ekki síður fannst mér merkilegt að fylgjast með umræðum á vettvangi dagsins, vitaskuld var stóra fréttin tilraun Sigurðar Kára til þess að sprengja Sjálfstæðisflokkinn út úr svikum í auðlindamálum með því að beina púðurskoti að Siv en það sem situr eftir í mínum huga er hversu sterkum litum Sóley Tómasdóttir, nýr ritari flokksins málaði afstöðu sína til "klámvæðingarinnar". Tilraunir Steingríms J. til að draga í land yfirlýsingar sínar um klám og netlöggur urðu að engu við málflutning Sóleyjar, sem var - pent sagt- mjög eindreginn.
Síðan flutti Egill frábæran leiðara um einmitt netið og netlöggurnar. Kíkið á þáttinn ef þið misstuð af honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 536794
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Silfur Egils í dag fannst mér frábært. Ég tek undir það að í viðtalinu við Egil hafi Jón Sigurðsson stigið fram á sviðið sem fullskapaður stjórnmálaleiðtogi."
Muahahahahahaha! Þú bara hlýtur að vera djóka Pétur?
Ibba Sig., 4.3.2007 kl. 18:41
Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi segja, að Jón Sigurðsson verður ekki kosinn á þing í vor og hann segi af sér formennsku í Framsókn í framhaldi af því, þannig að í mínum huga er spurningin er bara sú hver verði næsti formaður flokksins.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.