3.3.2007 | 15:00
Þjóðlendur verði endurskoðaðar
Harðorð ályktun um þjóðlendur liggur fyrir flokksþingi framsóknar. Þar segir:
- Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn fresti frekari framgangi þjóðlendumála á Íslandi og taki lög um þjóðlendur til endurskoðunar.
- Með frestun er átt við að ekki verði lýst kröfum í ný svæði.
- Fjármálaráðuneyti og kröfunefnd þess endurskoði kröfugerð sína þar sem mál standa yfir og leiti þar sem fyrst sátta við jarðeigendur.
- Þá leggja Framsóknarmenn áherslu á að ríkisvaldið uni úrskurðum Óbyggðanefndar enda nefndin skipuð af ríkisstjórn landsins.
Flokksþingið leggur áherslu á að forysta flokksins tryggi máli þessu þinglega meðferð fyrir þinglausnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist Framsóknarmaddaman vera komin á breytingaskeiðið en það er nú vonum seinna, þar sem hún er níræð.
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 16:13
Frábært að Framsóknarmenn skuli taka þjóðlendumálin taki enda kominn tími til. Hefði samt viljað sjá það fyrr en kortéri fyrir kosningar.
Lára Stefánsdóttir, 4.3.2007 kl. 01:23
Það væri gott ef framsóknarmenn gætu fengið sjálfstæðismenn til að ræða þessi mál. Þetta er huss-huss mál hjá þeim. Illugi Gunnarsson segir í Fréttablaðinu í dag: “Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast”. Þetta passar ekki við framgöngu ráðherra sjálfstæðisflokksins í þjóðlendumálum, en grunntónn þeirra vinnu hefur verið að ríkið ætti að gera sem ríkastar kröfur í eignalönd og það eigi að véfengja eins og hægt er allar heimildir manna um eignarrétt sinn.
Þorsteinn Sverrisson, 4.3.2007 kl. 09:54
Það væri betur að Illuga Gunnarssyni tækist að koma vitinu fyrir sína menn í þessu máli. Lára bendir réttilega á að Framsóknarmenn hefðu átt að taka af skarið enda búnir að sitja og standa eins og íhaldinu líkaði öll þessi ár. En það kom nú líka til af því að Halldór og Davíð voru alltaf sammála um alla hluti. Eftir brotthvarf Halldórs þorðu menn loksins að fara að hafa skoðanir á hlutunum. Svo komu inn nýir menn eins og Bjarni Harðarson, sem á langmestann heiðurinn af því hvaða meðferð þetta mál hlaut á flokksþinginu. Stjórn hinna nýju landssamtaka landeigenda hefur nú farið inn á fund allra þingflokkanna og fengið góðar viðtökur, nema hjá sjálfstæðismönnum. Þar mættu aðeins fjórir þingmenn (segi og skrifa fjórir) af yfir tuttugu manns. Svo fyllsta réttlætis sé nú gætt voru þessir fjórir, Pétur Blöndal, Guðjón Hjörleifsson, Kjartan Ólafsson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Þetta er auðvitað ekkert nema hrein móðgun og lýsir væntanlega áhuga sjálfstæðisþingmanna á þjóðlendumálinu.
Þórir Kjartansson, 4.3.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.