3.3.2007 | 11:08
Hvað með samráð banka og verðbréfafyrirtækja?
Í tilefni af því að Samkeppniseftirlitið réðist í gær til atlögu gegn samráði fyrirtækja í ferðaþjónustu langar mig að koma á framfæri við stofnunina þeim upplýsingum að hér í landinu er starfandi félagsskapur sem heitir Samráð banka og verðbréfafyrirtækja, ef ég man rétt, sem hefur það að markmiði að samræma aðgerðir bankanna gegn neytendum.
Minni svo á þessi ódauðlegu orð Adam Smith:
People of the same trade seldom meet together, even for merriment and diversion, but the conversation ends in a conspiracy against the public, or in some contrivance to raise prices. It is im-possible indeed to prevent such meetings, by any law which either could be executed, or would be consistent with liberty and jus-tice. But though the law cannot hinder people of the same trade from sometimes assembling together, it ought to do nothing to facilitate such assemblies; much less to render them necessary.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjúkk! Ég las þetta fyrst sem "Samræði banka og verðbréfafyrirtækja". Mér líður mikið betur núna. En mér skilst að þessi félagsskapur hafi fengið lóð í Öskjuhlíðinni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 12:40
Er eitthvað í ólagi? Eins ótrúlegt og það er að til séu samtök fyrirtækja sem bera nafnið Samráð ... Minnisleysi? En til eru Samtök fjármálafyrirtækja, www.sbv.is, sem eiga sér forsögu eins og lýst er á vef þeirra. Ertu viss um að markmið þeirra sé að samræma aðgerðir gegn neytendum? Þú þarft eiginlega að gera hreint fyrir þínum dyrum í þessu efni.
Herbert Guðmundsson, 3.3.2007 kl. 16:17
Ja Herbert ég lít svo á að samtök atvinnugreina séu hreinræktuð lobbíistasamtök sem vinna að þröngum sérhagsmunum - þetta er arfur frá því miðstýrða þjóðfélagi sem við bjuggum í fram á síðasta áratug. Og orð Adams Smith sem ég vitnaði til hitta naglann á höfuðið enda margoft til þeirra vitnað. Það er eitt af undrum íslenskrar þjóðmálaumræðu hve mikið vægi samtök af þessu tagi fá í henni, hvort sem þau tengjast fyrirtækjum eða starfsmönnum í einstökum starfsgreinum. Það hefur verið og er enn íslenska aðferðin. En já, ég fór ekki rétt með nafnið þau hétu Samtök banka... en heita nú Samtök fjármálafyrirtækja.
Pétur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 11:03
Auðvitað eru samtök atvinnulífsins lobbístar og hafa verið frá upphafi. Það hafa hins vegar ekki Bændasamtökin alltaf verið en eru núna ekkert annað en lobbíistasamtök sem hafa ótrúleg pólitísk ítök.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.