hux

"Understatement" ársins - er 365 komið niður í 265?

Ari Edwald segir að sjö milljarða tap á 365 sé óásættanleg niðurstaða. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi einum 2,2, milljarðar. Þetta hlýtur að vera "understatement" ársins. Eins og góður maður benti mér á er tapið svo mikið og það hefur flísast svo úr rekstrinum á þessu ári að 365 hlýtur að vera komið niður í að minnsta kosti 265. Og var það ekki einmitt á síðasta ársfjórðungi 2006 sem Ari og aðrir helstu stjórnendur fengu kaupréttarsamninga á vildarkjörum upp á tugi milljóna. Eru kaupréttarsamningar ekki yfirleitt tengdir árangri í rekstri? Er það ekki einhvern veginn réttlætingin fyrir því fyrirbæri?
mbl.is Tap 365 tæpir sjö milljarðar á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tap ársins 2006 hjá 365 hf. var 6,943 milljarðar króna og eigið fé í árslok var 6,137 milljarðar króna. Greinilega allt komið í bál og brand, Ari, og nafnið verður bráðum 0 hf.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:19

2 identicon

Ekki ætla ég nú sérstaklega að verja frammistöðu stjórnenda 365 en bendi á að bloggritari virðist misskilja eðli kaupréttarsamninga.  Kaupréttur er einfaldlega réttur til að kaupa hlutafé á fyrirfram ákveðnu verði á tilteknum tíma í framtíðinni.  Ef gengi hlutabréfanna fer upp á við hagnast sá sem á kaupréttinn, en ef gengið fer niður verður enginn hagnaður (og ekkert tap heldur því þá fellur rétturinn einfaldlega niður og engin kaup munu eiga sér stað).  Ari og helstu stjórnendur 365 græða aðeins á kaupréttarsamningunum sínum sem nemur gengishækkun bréfanna til þess tíma er kauprétturinn er  innleysanlegur, og fréttir um tap eru ekki til þess fallnar að hækka gengið.  Með öðrum orðum fer hagur stjórnenda 365 og hluthafa félagsins saman, sem er einmitt ástæðan fyrir því að hluthafar og stjórnir í þeirra umboði gera yfirleitt kaupréttarsamninga við stjórnendur.  Ergó, Hagfræði 101.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þakka vilhjálmi þorsteinssyni fyrir að halda hér kúrsinn hagfræði 101 á þessu bloggi, ekki er vanþörf á, og ég er algjör vitleysingur í þessum efnum, þó kannski alveg jafnmikill og orðalagið í færslunni gefur til kynna, en þar er á ferðinni bitamunur en ekki fjár, mín fjárhagslega greindarvísitala er tveggja stafa og talsvert mikið lægri en 101, en mig minnti að þeir hefðu innleyst einhverja kaupréttarsamninga á síðasta fjórðungu ársins en líklega hefur það hringsnúist fyrir augum mér eins og flestar svona fréttir. Amk eru þeir nú með fjóra fyrrverandi forstjóra á launum og borguðu þeim samtals eitthvað um 350 milljónir í laun á síðasta ári. Það er líklega hagfræði 102.

Pétur Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 23:54

4 identicon

Undirritaður hefur verið í hagfræði í Háskóla Íslands og mín fjárhagslega greindarvísitala er 2. Ég er stoltur af því, enda er happatalan mín 2. Ég ráðlegg öllum viðstöddum að sjá söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleikhúsinu og lesa bækurnar hans vandlega ef þeir vilja læra meira í hagfræði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:26

5 identicon

Gaman að vita að það er val bloggritara en ekki athugasemdagjafa hvort þeir síðarnefndu eru nefndir fullu nafni.  Ekki svo að skilja að það káfi neitt upp á mig í þessu tilviki.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 18:48

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Sæll Vilhjálmur það er stefna á þessu bloggi að skírnarnöfn og skammstafanir dugi ekki í athugasemdakerfinu. Kannski átti ég frekra að eyða aths þínni en þótti sá kostur slæmur og hinn betri sem ég tók. Hér fyrir ofan þina seinni athugasemd  var maður með ágæta aths undir stöfunum IG en af því að skammstöfun hans og netfang sýndu ekki hver hann var þá tók ég hana út. 

Pétur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 10:11

7 identicon

Það er náttúrulega ekkert grín að standa í svona rekstri, þegar fyrirsjáanlegt er hrun áhorfs, enn frekari skekking samkeppnisstöðunnar með aukinni ríkisvæðingu og aukinn kostnaður.

Af hverju hrun áhorfs? Afþreyingarneysla unglinga og ungs fólks er komin á aðrar (net)slóðir, ekki hægt að halda úti spennu í framhaldsþáttum lengum þar sem þeir fara allir beint í niðurhalsáhorf, tónlistararmur félagsins í tómu tjóni og straumar og stefnur í höfundarréttarmálum gefa honum stuttan líftíma.

Möo, það þarf að gefa mönnum góða von um hlutdeild í afrakstrinum ef ætlunin er að fá menn til að ausa fleyið á fullu. 

Þórarinn Stefánsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband