2.3.2007 | 17:46
Siv hótar stjórnarslitum
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði ríkisstjórnarsamstarfið hugsanlega í hættu fáist sjálfstæðismenn ekki til að efna ákvæði stjórnarsáttmálans og setja ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Fáeinir dagar eru eftir af starfstíma Alþingis áður en því verður slitið þann 15. mars vegna kosninga.
Eins og ég sagði hér að neðan er gríðarlegur hiti á flokksþinginu vegna brota sjálfstæðismanna undir forystu Þorsteins Pálssonar á ákvæði stjórnarsáttmálans um þetta efni. Yfirlýsing Sivjar mælist vel fyrir meðal þingfulltrúa sem gerðu góðan róm að máli hennar. Vísir hefur þegar flutt fréttir af þessu en ekki aðrir miðlar, enn sem komið er. Vísir lýsir ummælum Sivjar með þessum orðum:
Siv sagði að ef ekki næðist niðurstaða í málinu væri hugsanlegt að mikil gjá myndaðist milli flokkana þannig að samstarfið lifði það ekki af. Samstarfið heyrði því sögunni til og þá yrði annaðhvort minnihlutastjórn eða einhvers konar starfsstjórn í landinu til kosninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næst verður það framhjáhald og "Svik Sjálfstæðismanna XD". Er Siv búin að vera alveg græn í þessu hjónabandi? Við hverju bjóst hún eiginlega eftir hveitibrauðsdagana? Gulli og grænum skógum? Sjallinn hirti allt gullið og Framsókn fékk bara eina litla birkihríslu. Losaðu þig út úr þessu, Siv, og keyptu þér kvóta. Það er nóg af fiskum í sjónum og auðvitað verða þeir sameign þjóðarinnar, enda þótt þú sért búin að kaupa þá. Ekki nokkur spurning.
Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:11
Mér finnst fáránlegt að það sé verið að byrja núna klukkan korter í kosningar að tala um að uppfilla skilyrði stjórnarsáttmálans
Blog-andinn Eyvar, 2.3.2007 kl. 20:51
Sæll Eyvar, málið er að það var sett nefnd haustið 2004, stjórnarskrárnefnd, sem átti að klára þetta mál sem var samningsbundið í stjórnarsáttmálanum frá því í maí 2003. Nefndin átti að skila af sér í síðasta lagi um síðustu áramót og stjórnarsáttmálinn er það sem átti að gera á fjögurra ára tímabili frá 2003-2007, áætlunin gerði ráð fyrir að þessu lyki núna í upphafi árs eins og ég segi en það er að bregðast.
Pétur Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 21:13
Það er náttúrlega ekki nýtt að Sjallar og Framsókn karpi. Ástæðan fyrir utanþingsstjórninni 1942-1944 var einkum ágreiningur á milli Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, og Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þessi ágreiningur var kenndur við eiðrof og laut að deilum flokkanna um kjördæmaskipanina. Óvildin milli Ólafs og Hermanns var svo mikil að hvorugur þeirra tók þátt í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947 til 1949 og hvorugur gat unnt hinum að vera forsætisráðherra í samstjórn flokkanna 1950 til 1953, enda þótt báðir væru þar ráðherrar. Hermann hvarf úr ríkisstjórn árið 1953 þegar Ólafur Thors varð forsætisráðherra.
Önnur ástæða fyrir því að utanþingsstjórn sat þegar lýðveldið var stofnað var sú að enginn stjórnmálaflokkur gat unnt hinum að sitja í ríkisstjórn þegar þjóðin hlaut sjálfstæði að nýju eftir að hafa lotið erlendum konungi frá árinu 1262. Stjórnmálamennirnir töldu ástæðulaust að taka þá áhættu að einhver stjórnmálaflokkanna gæti eignað sér með setu í ríkisstjórn að hafa stofnað lýðveldið. (Úr þjóðhátíðarræðu Bíbí í fyrra.)
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:31
Já, það er náttúrlega lágmark að Sjallarnir þurrki af skónum áður en þeir ganga yfir Framsókn. Skyldi Framsókn hætta að sofa hjá Sjöllum þangað til hún fær sitt fram og heldur hún framhjá þeim með Samfó, Grænum og Frjálsblindum? Skilur Framsókn við Sjallana að borði og sæng og fær hún lögskilnað í vor? Verður hún ólétt og hver er þá faðirinn? Er það satt að Hvell-Geiri sé búinn að gefa allt úr búinu án þess að tala fyrst við Framsókn? Er Kata með Samfó og er það leyndó eða vita allir af því? Eru allir með öllum? Ekki missa af næsta þætti. Allt getur gerst á Rás sex!
Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:38
Einn maður - eitt atkvæði er ekki lengur málið, heldur einn flokkur á mann. Ómar er búinn að segja að hann verði ekki sjálfur í framboði. Samfó og Vinstri grænir á vinstri vængnum og Framsókn, Frjálsblindir, Hægri grænir og Sjallar á hægri vængnum. Ef vinstri flokkarnir ná ekki meirihluta í vor geta þeir valið á milli Frjálsblindra og Hægri grænna, ef þessir flokkar næðu inn mönnum. En fyrst yrðu þeir að tala við Frjálsblinda út af kaffinu. Og ekki fara þeir að mynda stjórn með tæpan meirihluta, þannig að stjórnarflokkarnir gætu orðið fjórir. Samfó fimm ráðherrar, Vinstri Grænir fimm, Frjálsblindir einn og Hægri grænir einn. Addi Kitta Gau sem sjávarútvegsráðherra og Magga sem umhverfisráðherra. Eða bara stuðningur Frjálsblindra og Hægri grænna. Ef Frjálsblindir heimta ráðherra fengju þeir ekki að vera með og sama uppi á teningnum með Hægri græna. En þá gætu þeir snúið sér að Sjöllum og Framsókn. Köttur úti í mýri...
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.