hux

Einn maður - eitt atkvæði

Einn maður - eitt atkvæði. Áhugamenn um stjórnmálasögu hljóta að vera sammála mér um að það eru söguleg tíðindi að slík tillaga sé gerð í ályktunardrögum sem lögð verða fyrir flokksþing Framsóknaflokksins sem hefst á morgun. Lögð er til nákvæm útfærsla á kosningakerfi sem mér skilst að eigi fyrirmynd í Þýskalandi.

Í þessum ályktunardrögum segir að markmiðið sé að  tryggja við kosningar til Alþingis persónukjör og vægi kjósenda við röðun á lista til að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Leiðirnar að markmiðinu séu þær ða hluti þingmanna verði kjörinn af landslista og hluti í kjördæmum. Kjósendur raði fulltrúum á landslista og kjósi síðan flokk íþví kjördæmi þar sem þeir hafa búsetu. landslisti verði notaður til að velja uppbótarþíngmenn til að tryggja að samræmi sé milli kjörfylgis og fulltrúa á þingi.

Sami einstaklingur getur setið á kjördæmalista og landslista og kemur þannig til álykta sem  uppbótarmaður nái hann ekki kjöri í viðkomandi

Orðrétt segir:

Kjördæmum verður fjölgað í til að mynda 11 kjördæmi þar sem 3 eru í kjöri í hverju kjördæmi. Kjördæmamörk breytist í samræmi við breytingar á búsetu og tryggt verði að 1 maður þýðir 1 atkvæði. Sett verði krafa um lágmarksfylgi á landsvísu til að flokkur, sem ekki kemur að kjördæmakjörnum þingmanni, komi til álykta við úthlutun uppbótarþingsæta.  [...] Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir því við stjórnarmyndun að nýr meirihluti á Alþingi setji af stað vinnu við að breyta kosningalögunum sem hafi þessi markmið ð leiðarljósi.

Þeir sem ekki átta sig á því að þessi tillaga sæti tíðindum á flokksþingi Framsóknarflokksins ættu að ná í gömlu sögubókina og fletta upp á þingrofsmálinu, hræðslubandalaginu og umræðum sem eru nær í tíma um vægi atkvæða í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt landið eitt kjördæmi.  Er það ekki einfaldara og þægilegra ?

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Mín vegna Björgvin Valur en mér finnst einn maður eitt atkvæði vera meginmarkmiðið og ef menn geta náð því með því að blanda saman kjördæma- og landskosningu þá finnst mér það ágætt.

Pétur Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Mér finnst þetta vera torskilið kerfi og Framsóknarlegt að því leyti, eins og skýringar þeirra á því hvernig þeir efndu loforðið um milljarð í fíkniefnavarnir. Er það að kasta ungu fólki í bæli eins og Byrgið á meðan alvöru stofnanir eins og SÁÁ eru svellt.

Jón Sigurgeirsson , 1.3.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

63x17,7= 11,1 hefði sem sagt gefið 11 í stað 12 og þú ættir að lesa aðeins betur um forsöguna ef þú heldur að framsókn fái fleiri þingmenn út á þetta

Pétur Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 12:32

5 identicon

Það þarf að útrýma þessari hundaþúfupólitík með þúfnabana frá Hvanneyri. Landið ætti að vera eitt kjördæmi og þessi smáþjóð á að hafa þetta eins einfalt og hægt er. Þingmennirnir búa flestallir á suðvesturhorninu en ég hef ekki orðið var við að einhverjir þeirra séu á móti landsbyggðinni. Það væri líka skynsamlegt að mínu mati að lengja þingtímann og fækka þingmönnum niður í fimmtíu. Örþjóð þarf ekki að vera með 63 þingmenn. En þá myndi þingmönnum Framsóknar fækka niður í hálfan. Hver skyldi það nú verða? Þegar stórt er spurt... 

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband