28.2.2007 | 11:23
Hjólbarðar og blóm
Mér skilst að ef maður kaupir dekk undir bílinn sinn séu uppundir 75% líkur á að maður sé að versla við Bjarna Benediktsson, alþingismann og verðandi formann Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni á Essó og Bílanaust en hann og viðskiptafélagar hans hafa líka verið að kaupa ýmis smá og stór fyrirtæki í bransanum.
Og þegar ég er búinn að kaupa dekk og ætla að fá mér blómvönd eru víst u.þ.b. 60% líkur á að ég kaupi þau af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann á Blómaval, sem er langstærsti innflytjandi blóma, og svo er hann búinn að vera að kaupa Blómaverkstæði Binna, Kringlublóm, Smárablóm og fleiri blómabúðir. Það sem búðirnar hans Jóns Ásgeirs kaupa ekki af Jóni Ásgeiri í heildsölu kaupa Hagkaup og Bónus og selja á síðasta söludegi á niðursettu verði.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og hvað með það ??
Snorri Hansson, 28.2.2007 kl. 13:00
Augu fólks eru aðeins að opnast fyrir ægivaldi Baugsveldisins og er það vel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2007 kl. 13:59
"Búinn að vera að kaupa" Hvers lags íslenska er þetta eiginlega? Það er lágmarkskrafa að þeir, sem skrifa opinbelega séu sæmilega skrifandi á tungu feðra vorra.
Árni Áskelsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:15
já vel orðað hjá þér, hef ekki hugsað svona langt
Adda bloggar, 28.2.2007 kl. 14:20
Það getur náttúrlega verið hagstætt að kaupa dekk á Konudaginn og fá blóm í bónus. Það getur líka verið hagfellt að vera blár en samt grænn, svona eins og grængolandi hafið.
Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:04
Árni: þakka þér fyrir þessar leiðbeiningar. Má ég þín vegna láta Steingrím J. Sigfússon vita af þér sem efnilegum manni í netlögregluna? Að vísu væri pólitískt réttara að segja tungu feðra okkar og mæðra eða foreldra okkar en að öðru leyti sýnist mér þetta býsna gott.
Pétur Gunnarsson, 28.2.2007 kl. 17:19
Hver er búinn að vera? Sá er kaupir í Bónusi eða Hagkaupi.
Það er nú svo, að tunga feðra vorra er sjálft móðurmálið.
Er það ekki jafnrétti, eða hvað.
Leifur Þorsteinsson, 1.3.2007 kl. 10:24
Ef kaupir þér tryggingar, lyf, flugmiða og ert viðskiptavinur bankanna þá eru líka umtalsverðar líkur á því að Finnur Ingólfsson græði á því - öllu saman. kv MH
Magnús Halldórsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:33
Svo fer maður í helgarferð til Bretlands og kíkir aðeins í búðir eins og vera ber. Og í hvers vasa ætli hagnaðurinn af því sé líklegur að renna?
Gaman af þessu
Ibba Sig., 1.3.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.