hux

Fréttablaðið kannar skoðanir

Þjóð veit þá 800 vita. Fréttablaðið er aftur að gera skoðanakönnun í dag. Það er spurt um fylgi við flokkana, hver menn vilji að verði næsti forsætisráðherra, afstöðu til klámráðstefnunnar, sem ekki verður á Hótel Sögu, og eitthvað fleira. Fréttablaðið gerði síðast skoðanakönnun fyrir hálfum mánuði og vék hún að nokkru leyti frá niðurstöðum annarra kannana, og einnig frá þeirri mælingu sem Capacent fékk fyrri hluta febrúarmánaðar. Fréttablaðið gaf Samfylkingunni meira en Framsóknarflokknum minna en aðrar kannanir, það verður athyglisvert að fylgjast með hvað kemur út úr þessari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu lengi á að fjalla um þessa Snjóleika 2007?! Til að gera alla ánægða hefði náttúrlega verið hægt að senda klámhundana í einangrunarstöðina í Hrísey, eins og aðra erlenda hunda. Þeir hefðu getað eðlað sig þar í kynbótastöðinni og heilsað upp á Þorvald hinn gamla, Narfa Þrándarson og hann Hákarla-Jörund Jónsson. Og þeir sem hefðu viljað græða á öllu saman hefðu getað dansað í kringum gullkálfinn í holdanautastöðinni. Köttur úti í mýri og málið dautt!

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einhvern tímann var mér tjáð það að miðað við 270 þús. manna þjóð þá væri skoðanakannair ekki á byggjandi fyrir minna en a.m.k. 1300 manna úrtak. Veit reyndar ekki á hverju það var byggt, en verður alltaf hugsað til þessa þegar ég les um 800 manna úrtak Fréttablaðsins....

Baldvin Jónsson, 24.2.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband