23.2.2007 | 21:46
Capacent-staðan um miðjan febrúar
Framsókn með 11-12%, Sjálfstæðisflokkur með 35-36%, Frjálslyndir með 7-8%, VG með 21-22%, Samfylking með 22-23%, aðrir með 2%. Óákveðnir enn um 30%. Þetta var staðan í könnun Capacent um miðjan febrúarmánuð, segir Einar Mar, kosningasérfræðingur, sem hefur lesið þetta út úr könnuninni sem Capacent gerði fyrir Náttúruverndarsamtökin og birt var í dag. Meira hér og hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536808
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt þessu er stjórnin fallin og Kaffibandalagið hefur yfirhöndina. En Magga á enn eftir að bjóða fram og óákveðnir eru 30%. Ég held hins vegar að meirihluti þeirra halli sér að Samfó og Vinstri grænum sem gætu þá myndað stjórn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:23
Ég á nú eftir að sjá að vg geri stóra hluti hjá óákveðnum.
Pétur Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 23:49
Sífellt fleiri snúast á sveif með umhverfisverndarsinnum og Ómar Ragnarsson vill ekki sitja á þingi, að eigin sögn. Fólk tengir ekki umhverfisvernd við Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn eða Frjálslynda. Aldraðir og öryrkjar halla sér frekar að vinstri flokkunum og mörgum finnst tími til kominn að mynda nýja stjórn. Telja það hollt og eðlilegt fyrir lýðræðið að hafa ekki sömu stjórn við völd mjög lengi. Það er enginn vafi á því í mínum huga að þessi stjórn er fallin og nú er spurningin bara sú hvernig næsta stjórn verður. Og langlíklegast er að hún verði annað hvort Kaffibandalagið eða Vinstri stjórn, Svart kaffi, kaffi án mjólkur og sykurs. Og ég veðja á það síðarnefnda, því Frjálslyndir eru nú ekki mjög vinsælir um þessar mundir, frekar en Framsóknarflokkurinn.
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 00:17
Góðan daginn.
Steingrímur J. sagði í gær að ríkisfjármál væru í svo góðu standi að ekki þyrfti að hækka skatta, rými hjá ríkissjóði væri samt til að auka til öryrkja og aldraðra 7-9 miljarða án nýrrar skattheimtu. Mjög athyglisverð fullyrðing hans á stöðu ríkisfjármála og er því á líkum nótum og ríkisstjórnartalsmenn halda fram.
Líkleg niðurstaða kosninganna sjálfra verður því:
Sjálfstæðisflokkur 37 - 39%
Framsókn 15 - 17%
Samfylking 23 - 25%
Vinstri græn 15 - 17%
Frjálslyndir 4 - 6%
Aðrir 2 -4%.
Niðurstaðan verður því óbreytt stjórnarsamstarf er langlíklegast.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:18
Góðan daginn.
Steingrímur J. sagði í gær að ríkisfjármál væru í svo góðu standi að ekki þyrfti að hækka skatta, rými hjá ríkissjóði væri samt til að auka til öryrkja og aldraðra 7-9 miljarða án nýrrar skattheimtu. Mjög athyglisverð fullyrðing hans á stöðu ríkisfjármála og er því á líkum nótum og ríkisstjórnartalsmenn halda fram.
Líkleg niðurstaða kosninganna sjálfra verður því:
Sjálfstæðisflokkur 37 - 39%
Framsókn 15 - 17%
Samfylking 23 - 25%
Vinstri græn 15 - 17%
Frjálslyndir 4 - 6%
Aðrir 2 -4%.
Niðurstaðan verður því sú að óbreytt stjórnarsamstarf er langlíklegast.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:20
Það væri einkennilegt ef allir hefðu sömu skoðun á öllum hlutum innan sama flokks. Það gerist kannski í Kína en þar hefur nú Flokkurinn aldeilis skipt um stefnu nokkrum sinnum. Hefur það kannski ekki gerst hjá Framsókn? Langafi minn var fyrsti formaður Framsóknarflokksins og hann hefði ekki orðið hrifinn af því að sjá hér stórvirkjanir og raflínur út og suður. Og hafa allir sömu skoðun í Sjálfstæðisflokknum? Þeir vilja kannski vera eins og Flokkurinn í Kína. Hvers vegna var þá verið að kjósa á milli Guðlaugs Þórs og Björns Bjarnasonar? En kannski hefur Björn aldrei skipt um skoðun á nokkrum hlut. Það kæmi mér ekki á óvart. Þar skilur þá á milli Björns og Flokksins í Kína, þar sem keisarans hallir skína.
Steini Briem (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.