hux

Í tunnuna með það

Meiri stormurinn sem þetta nafnlausa bréf hefur valdið í Baugsmálinu. Ég hef fengið og séð nafnlaus bréf um hinar aðskiljanlegustu samsæriskenningar, oftast í tölvupósti. Lendingin á tunglinu hafi verið sviðsett, árásin 11. september hafi verið plönuð af Bandaríkjastjórn og eitthvað fleira sem fólk þorir jafnvel ekki að skrifa undir af ótta við CIA, páfann, Bilderberg-hópinn eða einhverja slíka. Nú er það Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, sem á að vera handbendi andskotans.

Nú segja menn í kvöldfréttum RÚV að bréfið valdi ómældum skaða! Hvernig má það vera? Er skaðinn nokkur annar en sá að menn sýndu tilburði til þess að taka það alvarlega með því að halda sérstakan fund? Voru það ekki þá viðtakendur bréfsins sem ollu skaða með viðbrögðum sínum - með því að gefa bréfinu vikt sem það rís ekki undir?

Ég  hef alltaf húmor fyrir góðum samsæriskenningum og hef jafnvel átt góðar (úff!!!) stundir við að sjóða þær saman mér til skemmtunar þótt ég hafi aldrei komist svo langt að skrifa þær niður. Yfirleitt hendi ég bara svona nafnlausum bréfum. Ég veit ekki til þess að menn geri mikið með þetta.

En það sem er venjulegt á ekki við í Baugsmálinu. Þar fer allt á hvolf þegar menn fá nafnlaus bréf, bara af því að þau bera með sér að bréfritarinn sé lögfræðingur eins og það sé eitthvað merkilegra fyrir það.  Þeir ættu bara að prófa að blogga, þá fengju þeir að lesa nafnlaus komment og bréf og yrðu fljótir að átta sig á þeim. Hafa mennirnir einhverja ástæðu til þess að ætla að það þurfi að taka nafnlausa lögfræðinginn alvarlega? Ef honum er alvara og getur staðið á því sem hann segir sendir hann þetta bara aftur og skrifar undir. Eins og er á bara að líta á þetta sem hvern annan markpóst eða fjölpóst eða hvað þetta heitir auglýsingadótið sem er borið heim til manns óumbeðið. Í tunnuna með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru í sápuóperu og verða að halda sér í karakter. Þetta atriði var í Dallas, 285. þætti, þegar tölvupóstarnir voru ekki komnir til sögunnar. Þess vegna fengu þeir þetta bréf á pappír, sent með póstinum, og það er náttúrlega ekkert skelfilegra en að fá slíkt bréf.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 18:30

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Það væri eftir öðru ef nafnlausi bréfritarinn breytti réttarsögunni. Sumum datt í hug að bréfið væri komið frá Baugi til þess að hræra upp í málinu á örlagastund. Og saksóknarinn hefur ef til vill hugsað þannig, þegar hann lýsti því yfir að bréfið skaðaði sókn málsins. Hver veit hvað? Um leið tilynnir Bónus verðlækkun fyrirfram og Jón Ásgeir þreytist ekki á að birta Bónuspokann sinn í Héraðsdómi. Hvaða tárum grét lögmaður hans yfir þessu öllu saman? Krókódílatárum? Ég bara segi nú svona og spyr svona, en meina auðvitað ekkert með því! Enda kynni það að valda misskilningi.

Herbert Guðmundsson, 23.2.2007 kl. 21:34

3 identicon

Það er akkúrat málið.

ghs (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Katrín

Ætti þá nafnlausa kveðjubréfið til Kristins H.frá ykkur  í framsókn ekki að fara sömu leið...í tunnuna, þ.e. að segja ef menn eru sjálfum sér samkvæmir?  

Katrín, 25.2.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Pétur Gunnarsson

hvaða bréf er það katrín?

Pétur Gunnarsson, 25.2.2007 kl. 16:25

6 Smámynd: Katrín

Bréfið sem er birt á síðunni framsókn.is ..minnir að það sé dagsett 16.febrúar

Katrín, 26.2.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband