23.2.2007 | 14:21
Bæjarstjórn Kópavogs einhuga að baki Gunnari Birgissyni?
Var það ekki 9. febrúar sem framkvæmdir voru stöðvaðar í Heiðmörk, eftir að Gunnar bæjarstjóri og starfsmenn Klæðningar, voru búnir að ryðja niður trjánum sem ég og fleiri góðir menn gróðursettum sem unglingar? Ég held það, ég finn amk fréttir frá 11. febrúar um málið.
Þann 13. febrúar hélt svo bæjarstjórn Kópavogs bæjarstjórnarfund. Ég fór á netið áðan að leita að fundargerðinni til þess að lesa bókanirnar sem minnihlutinn hefði gert til þess að hrauna yfir ýtustjórann í bæjarstjórastólnum og skamma hann þótt ekki væri nema fyrir dæmalausa framgöngu hans í fjölmiðlum vegna málsins.
En viti menn - ekki orð! Bæjarstjórnin kom fullskipuð saman til fundar meðan málið stóð sem hæst og eftir að það komst í hámæli en minnihlutinn hafði ekkert um það að segja! Engin bókun, ekki orð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má nú kannski halda því til haga að Gunnar Birgisson var ekki sjálfur á fundinum. Kannski menn hafi talið að réttara væri að bíða eftir honum.
Einnig tek ég eftir að oddviti minnihlutans, Guðríður Arnardóttir, var heldur ekki mætt. Kannski skipti það máli, kannski ekki.
Elfur Logadóttir, 23.2.2007 kl. 15:42
Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar var ekki heldur á fundinum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.2.2007 kl. 16:07
Svona er að lesa ekki athugasemdir almennilega sem aðrir skrifa. Það var náttúrulega búið að segja þetta. Gaman að geta þess að á fundinum sem Gunnar talaði svo mikið um að hann hafi átt með Skóræktrarfélaginu, það hefur komið í ljós að hann var bara ekkert þar heldur starfsmenn bæjarins.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.2.2007 kl. 16:14
Þegar skipstjórinn er í burtu, ráfa sauðirnir stjórnlaust .... eða er það ekki?
Getur ekki verið að sitjandi bæjarfulltrúar séu bara búnir að lúffa of mikið fyrir Gunnari í gegnum tíðina?
Baldvin Jónsson, 23.2.2007 kl. 16:14
Góð spurning Baddi og velkominn.
En Elfur og Magnús, þarna var nú hann Flosi og sá er enginn nýgræðingur í bransanum. Þarna er líka Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi umhverfisverndarflokksins Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Ekki orð.
Pétur Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 16:19
Já það er alveg rétt hjá þér. Auðvita hefðu þeir þurft að láta í sér heyra og tengja þetta við klúðrið með loforð Kópavogs um niðurgreitt vatn fyrir Garðabæ. Því að öll þessi læti eru náttúrulega til þess að Garðabær fái vatn vegna þess að vatnsveita þeirra spillist við hesthúsabyggð sem Gunnar lofaði Gusti í stað þess svæðis sem nú er búið að selja athafnamönnum.
Flumbrugangu Gunnars er með ólíkindum og alveg óþarfi að láta hann komast upp með þetta átölulaust.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.2.2007 kl. 17:43
Langar að benda á að á umræddum bæjarstjórnarfundi var harkalega tekist á um Heiðmerkurmálið og er fundunum útvarpað á 98,4. Hvort þar var bókað eða ekki segir enga sögu um það hvernig umræðan hefur farið fram á fundinum og eina leiðin til að meta fundinn í reynd er að hlusta!
Hins vegar er það eitthvað sem við bæjarfulltrúar í Kópavogi munum skoða vandlega og það er að vera duglegri að bóka okkar sjónarmið í fundargerð svo þau skili sér til þeirra sem ekki hlusta á fundina. Ég bendi svo á grein sem birtist í Fréttablaðinu sl þriðjudag um Heiðmörk og vatnssöluna til Garðabæjar (eftir mig) Bestu kveðjur.
Guðríður Arnardóttir
Guðríður Arnardóttir, 3.3.2007 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.