hux

DV án áskriftar

DV hefur göngu sína sem dagblað á ný á morgun en samkvæmt þessari frétt verður ekki hægt að gerast áskrifandi að blaðinu, nema þá helgaráskrifandi, eins og verið hefur frá því að útgáfu þess sem dagblaðs var hætt.

Undarleg staða fyrir dagblað á Íslandi að geta ekki sóst eftir áskrifendum en þetta er vitaskuld vegna þess að ekki er til dreifingarkerfi til þess að annast dreifingu síðdegisblaðs. Væntanlega mun þetta hafa áhrif á efnistökin og auka enn frekar mikilvægi sölulegrar forsíðu á hverjum degi fyrir afkomu blaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Þeir þurfa heldur betur að hafa söluvænar forsíður. Nú verður mikilvægast að komast í sjoppurnar fyrir hádegi til að ná traffíkinni, en erfiðast verður að forðast það að blöðin verði fengin að láni bara til að lesa...  það þarf svolítið mikið að koma til svo maður bæti tvöhundruðkalli við þúsund króna hádegisverð, forsíðan þarf að grípa...

Atli Fannar Bjarkason, 21.2.2007 kl. 23:02

2 identicon

rétt hjá atla að forsíðan verði að grípa, vona samt að þeir leggist ekki eins lágt og þeir voru vanir að gera með þessar forsíðufréttir sínar

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband