21.2.2007 | 12:00
Hvor er róttækari femínisti, Valgerður eða Steingrímur J?
Fór að velta spurningunni í fyrirsögninni fyrir mér þegar ég var að rúnta á netinu áðan og sá annars vegar rifjuð upp orðaskipti þeirra tveggja í þinginu á árinu 2001 og hins vegar pistil Valgerðar, þar sem hún er að tala um hlut kvenna í íslenskum stjórnmálum. T.d. þetta:
Þegar við lítum til baka hér heima, og út fyrir landsteinana, hlýtur það að vera umhugsunarefni að kona hafi aldrei hlotið stuðning til að gegna ákveðnum ráðherraembættum hér á landi. Ég nefni hér embætti fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra, að ógleymdu forsætisráðherraembættinu. Ekki er það vegna þess að skortur er á hæfum konum. Ég hef kynnst hæfileikaríkum konum úr öllu litrófi stjórnmálanna sem gætu sinnt þessum embættum með miklum sóma.
Svo las ég þetta á síðunni hjá Birni Inga, þar sem hann (í tilefni af yfirlýsingum Steingríms J. um að hann sé róttækur feministi) var að rifja upp orðaskipti hans við Valgerði í þingsal árið 2001. Þá sagði hinn yfirlýsti feministi þetta um viðmælanda sinn:
Það er eins og mig minni að [Valgerður Sverrisdóttir] eigi frama sinn m.a. að þakka því að hafa ung verið kjörin fyrsta konan í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Síðan stóð svo á í framhaldinu að það vantaði konu í stjórn SÍS og þá var [Valgerður] einnig kjörin þar inn til forustu. Síðan lá leiðin áfram upp í þingsæti eins og kunnugt er. Hér talar sá sem gerst á að þekkja.
Undarlegur þessi feminismi hans Steingríms og það má með sanni segja að það sé róttækt að sá sem svona talar kenni sig við femínísma. Það væri kannski nær að tala um hann sem óvenjulegan feminista. Á þennan venjulega mælikvarða virkar hann svona álíka róttækur í sínum feminisma og Geir H. Haarde og Guðni Ágústsson og flestir aðrir stjórnmálakallar af þessari kynslóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Valgerður er miklu meiri femínisti en Steingrímur. Við femínistar erum mjög ánægð með hvað hún er að gera í utanríkisráðuneytinu.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.2.2007 kl. 14:06
Já en hvað finnst þér sem feminista um þessi ummæli hans Steingríms sem ég er að vitna í, Salvör? Mér þykja þau nú ekki beinlínis vera vott um virðingu fyrir konum almennt. Og þessi tafla segir mér eitthvað um muninn á yfirlýsingum og aðgerðum þótt auðvitað verði að hafa í huga að viðhorf hafa kannski breyst þau 16 ár sem stjórnarandstaðan hefur verið utan ríkisstjórnar.
Flokkur Samanlögð kvenráðherra árFramsókn20Sjálfstæðisflokkur13,75Samfylking (Alþýðuflokkur)7,25Aðrir0Pétur Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.