20.2.2007 | 17:52
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins, góðan dag!?!
Þessa vikuna má segja að Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins sé kostaður af Háskólanum í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Þetta er þannig að þrír kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins - tveir borgarfulltrúar og þingmaður - verða frummælendur á ráðstefnu sem Háskólinn í Reykjavík er að gangast fyrir í lok vikunnar í félagi við Reykjavíkurborg og Álaborgarháskóla. Ráðstefnustjóri verður Guðfinna Bjarnadóttir, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, - fjórði fulltrúi Flokksins eina á staðnum.
Helga Vala vakti athygli mína á þessari samkomu,. Hún talar um að nemendur HR séu reiðir og telji að fyrrverandi rektor sé að misnota skólann pólitískt. Sjálfsagt hafi ráðstefnan verið undirbúin í rektorstíð Guðfinnu.
Allir pólitíkusar sem koma að ráðstefnunni eru sjálfstæðismenn. Þarna er gamli, góði Villi og Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi, og líka Guðlaugur Þór þingmaður. Forstjóri Sjóvár, sem er fyrrverandi formaður Heimdallar, mun svo fjalla um hvað tryggingafélögin ætla að hugsa vel um gamla fólkið þegar sjálfstæðismenn eru búnir að einkavæða velferðarkerfið. Önnur pólitísk sjónarmið komast ekki að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er auðvitað mega fúsk, Bingi hefði átt að vera þarna á lista, þá hefði þetta auðvitað verið allt í sómanum, svo ekki sé talað Ingibjörgu Sólrúnu til þess að hressa okkur við.
TómasHa, 20.2.2007 kl. 20:05
Ha, Tómas, kannski Siv, sem er heilbrigðisráðherra, eða Magnús, sem er félagsmálaráðherra, eða Ingibjörg Sólrún eða J'ohanna Sig/Rannveig, sem eru fyrrverandi félagasmálaráðherrar, nú eða Dagur B. eða þá Ögmundur, svo einhverjir séu nefndir.
Pétur Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 20:13
Já þetta er sennnilega óvenju gott dæmi um það sem Flokkurinn hefur stundað hér á landi árum saman. Skiljanlegt þar sem þeir eiga orðið erfitt með að gera greinarmun á Flokknum og "hinu opinbera" ekkert síður en karlagreyin í Kreml á sínum tíma. Er ekki lausnin á þessum vanda þeirra og þjóðarinnar allrar að tryggja þeim orlof frá áratuga veru sinni í stjórnarráðinu í kosningunum í vor?
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:05
"Þið verðið öll rekin af elliheimilinu ef þið kjósið ekki Sjálfstæðisflokkinn," sagði forstöðumaðurinn og brosti svo fallega.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:11
Sammála TómasiHa. Auðvitaða ætti Björni Ingi Hrafnsson, spilltasti stjórmálamaður íslandssögunnar að vera á þessum fundi.
Sigurður Svan Halldórsson, 20.2.2007 kl. 21:21
Helga Vala is the devil in disguise
You can see it in her eyes
She's telling dirty lies
She's the devil in disguise, in disguise.
Með Öskudagskveðjum.
Steini Briem (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:33
Í tilefni dagsins les Sturla Böðvarsson úr Bókinni um veginn, fjórða kafla sem fjallar um vegleysur á Barðaströnd, Bíbí dóms- og kirkju spilar Wagner allan sólarhringinn í Jerúsalem, Árni Johnsen kastar fyrsta steininum, Eyþór Arnalds syngur við stýrið og nokkrar kartöflumýslur taka létt dansspor á hjólaskautum í boði saksóknarans í Baugsmálinu.
Take it away!
Steini Briem (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.