20.2.2007 | 15:58
Hvað ætlar Guðjón Arnar að sitja lengi?
Smá hugdetta í framhaldi af hinni óvæntu ákvörðun Kristins H. Gunnarssonar að gerast aftursætisfarþegi Guðjóns Arnars í stað þess að leiða eitthvert kjördæmi og verða þannig augljóst ráðherraefni ef svo færi (sem guð forði okkur frá) að frjálslyndir fái aðild að næstu ríkisstjórn.
Getur verið að Guðjón Arnar sé farinn að huga að því að setjast í helgan stein fljótlega á næsta kjörtímabili? Að hann ætli sér að standa upp og eftirláta Magnúsi Þór formennsku í flokknum fljótlega og skilja þá við flokkinn með Kristin sem leiðtoga í Norðvesturkjördæmi. Getur það verið díllinn í þessu? Veit auðvitað ekkert um það en þannig meikar sú ákvörðun Kristins að gerast varaskeifa Guðjóns Arnars fyrst einhvern sens fyrir mér.
Það er óhætt að segja að Guðjón Arnar sé kominn af léttasta skeiði. Hann verður 63 ára í sumar og mun vonandi verða látinn svara því fljótlega hvort hann hafi hugsað sér að sitja á þingi til 2011 eða hvort hann ætli sér að fara að njóta ávaxtanna af eftirlaunafrumvarpinu fljótlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eina þingið sem Frjálsblindir komast á eftir vorið er hrafnaþingið í Esjunni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.