17.2.2007 | 16:28
Þegar Davíð og Einar Oddur vildu hugsanlega ganga í ESB
Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins haustið 1989 var lögð skýrsla svonefndrar aldamótanefndar sem flokkurinn hafði skipað. Starf nefndarinnar sætti tíðindum vegna þess að leiðtogi hennar var sjálfur Davíð Oddsson, þá borgarstjóri í Reykjavík en í augum allra sem fylgdust með stjórnmálum, framtíðarleiðtogi flokksins. Tæpum tveimur árum eftir að skýrslan var lögð fram komst Davíð Oddsson í þá aðstöðu til að hafa öðrum mönnum meira að segja um þá stefnu sem íslenskt þjóðfélag tæki og þeirrar aðstöðu naut hann langt fram á þessa öld, sem kunnugt er.
Í aldamótanefndinni sátu með Davíð valinkunnir einstaklingar, Einar Oddur Kristjánsson, fiskverkandi á Flateyri, formaður VSÍ og síðar þingmaður, Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi bloggari, Sigríður Anna Þórðardóttir, nú þingmaður og fyrrverandi ráðherra, Valur Valsson, bankastjóri og Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri og nú forstjóri Flugstoða.
Skýrslan sem lögð var fram er nú hvergi aðgengileg á vefnum og kannski hvergi nema í skjalasafninu í Valhöll og á Þjóðskjalasafninu. Það er synd því vissulega væri verðugt rannsóknarefni að rifja upp þá sýn á þróun samfélagsins sem Davíð lagði fram rétt áður en hann komst til valda og bera saman við þá þróun sem síðar varð. En í þeim eftnum er í fljótu bragði aðeins hægt að styðjast við blessað Morgunblaðið, sem fjallaði nokkuð um störf nefndarinnar í fréttum sínum, nú opnum og aðgengilegum á vefnum.
Og í Morgunblaðinu er meðal annars fjallað um skýrslu aldamótanefndarinnar í þessari frétt, föstudaginn 6. október 1989:
Í DRÖGUM að greinargerð aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins er minnt á að Íslendingar taki nú þátt í viðræðum við Evrópubandalagið (EB) með öðrum EFTA-ríkjum.
Þar kunni að nást samkomulag sem Íslendingar geti sætt sig við til frambúðar. Hugsanlega verði þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki.
Í greinargerðinni sem lögð er fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins án þess að þar verði formlega tekin afstaða til hennar, segir að gjaldeyris- og gengismál, peningastjórnun og lagaleg atriði varðandi eignarhald fyrirtækja og skattalega meðferð þeirra hljóti að þurfa að færast í átt við það, sem viðurkennt er og best þykir til brúkunar í þeim löndum, sem viljum skipta við. Við getum ekki treyst því að endalaust verði horft í gegnum fingur við okkur af því að við séum lítil og skrítin og hernaðarlega mikilvæg þjóð á norðurhjara.
Í drögunum segir: "Hugsanlega verður þó skynsamlegast að óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér. Og þrátt fyrir allt er líklegt að smæð okkar verði okkar styrkur ásamt með því að við erum að véla við bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu og margar hefðbundnar vinaþjóðir, þar sem við njótum trausts. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar meðað veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið. . .
Í væntanlegum samningum við Evrópubandalagið í hvaða formi sem þeir verða, hvort heldur með öðrum EFTA-ríkjum eða á tvíhliða grundvelli, hljótum við að hafa það hugfast, að við náum fram því sem við viljum, ef sæmilega fast er fylgt á eftir og sanngirni beitt. Með þessum hætti unnum við að lokum fullan sigur í landhelgisbaráttu okkar með fullu forræði á 200 mílna efnahagslögsögu."
Hvað breyttist?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamlar fréttir, ekki satt?
Það sem breyttist blasir auðvitað við. Ísland gekk í EES, sem sugir segja að hafi gerbreytt þjóðlífinu hér. Einhvern veginn þurftu menn að taka þátt í Evrópusamrunanum og EFTA þjóðirnar voru á þessum tíma að gera það upp við sig í hvorn fótinn þær vildu stíga.
Er það ekki svolítið billegt að slengja þessu svona inn, eins og aðstæður þá séu sambærilegar við aðstæður nú? Kosningalegt, myndu sumir segja. ;)
Svansson, 17.2.2007 kl. 18:14
Ég tel, að jafnskynsamur maður og Davíð hafi fljótlega séð í gegnum nýju fötin keisarans eins
og barnið í ævintýrinu fræga. Samfylkingin og því miður gildi iðnaðarins innan Sjálfstæðis-flokksins eru skraddarnir, sem sífellt eru að taka mál og suma myrkvanna á milli. Þetta
vesalings fólk áttar sig ekki á því, að fyrir ekki svo mörgum áratugum vorum við miðjumenn
kallaðir landráðamenn fyrir að vilja tryggja öryggi lands og þjóðar með að ganga í NATÓ!
Raunar er spurning þín víðtæk og verður henni svarað að fullnustu í stuttu máli, en svona
lít ég á málið í fljótu bragði. Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 17.2.2007 kl. 18:36
Tja, hvað hefur ekki breytzt síðan? Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja. Evrópusambandið tók við af Evrópubandalaginu með Maastricht-sáttmálanum 1992 með þeim miklu breytingum sem því fylgdi. M.a. lagður grunnurinn að sameiginlegu myntsvæði sem við þekkjum í dag sem evrusvæðið. Frá lokum 9. áratugarins urðu einkum brezkir hægrimenn sífellt meira afhuga Evrópusambandinu. EES-samningurinn varð til. Menn hér á landi urðu sífellt minna spenntir fyrir sjávarútvegsstefnu sambandsins. Nice-sáttmálinn kom til sögunnar. Neitunarvald aðildarríkjanna var afnumið í sífellt fleiri málum sem augljóslega kemur einkum minni ríkjum illa. Reglugerðafargan Evrópusambandsins hefur sífellt vaxið meira og miðstýring innan þess aukizt. Stjórnarskrárdrögin komu til sögunnar, eitthvað sem engan veginn liggur fyrir hvernig fer með. Samhliða þessu urðu miklar breytingar á íslenzka þjóðfélaginu í átt til öflugara og frjálsara efnahagslífs sem hefur ítrekað komið betur út úr alþjóðlegum úttektum á árangri ríkja en flest aðildarríki Evrópusambandsins og í sumum tilfellum öll þeirra. Bara svona til að stikla á því allra helzta.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 20:40
Ég hélt reyndar að ekki væri þörf á að telja svona upp. Sá sem heldur að ekki neitt hafi breytzt í Evrópumálunum sl. 17-18 árin hefur varla sett sig mikið inn í þau mál.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 20:48
Jájá - það er erfitt að ná kannski utan um það en á þessum tíma var raunverulegur vilji til þess innan Sjálfstæðisflokksins að tengjast Evrópu pólitískt, ekki bara með viðskiptatengslum, það breyttist menn fóru eingöngu að tala um þetta sem einhverja spurningu um efnahagsmál og hagfræði, ekki sem spurningu um pólitískan vilja til þess að vera hluti af Evrópu. Það var það sem ég vildi segja með þessu, og einhvern veginn hef ég aldrei áttað mig á því af hverju en Sjálfstæðisflokkurinn varð hægrisinnaðri en áður, yfirgaf Evrópu andlega og pólitískt og gerðist andlegur tvíburi bandarískra repúblíkana.
Pétur Gunnarsson, 17.2.2007 kl. 20:51
Pétur minn. Evrópa er ekki Evrópusambandið. Þetta er tvennt ólíkt. Við þurfum ekki að taka þátt í hvaða vitleysu sem tekið er upp á á meginlandi Evrópu. Ef önnur ríki Evrópu hefðu öll ákveðið að verða hluti af Sovétríkjunum á sínum tíma, hefðum við átt að taka þátt í því til þess að "tengjast Evrópu pólitískt" og "vera hluti af Evrópu"? Þú hefðir kannski verið talsmaður þess líka?
Nei, við erum alveg jafn mikið í Evrópu þó við stöndum utan við Evrópusambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 20:58
Spurningin var hvort ekkert hefði breyst í Evrópu heldur hjá DO, sem í raun reyndi aldrei að fylgja eftir þessari sýn sinni, á þessum tíma var hann mun róttækari í þessum efnum en þorri flokksins, en fylgdi aldrei þeirri hugsjón eftir og lagði hana fljótlega á hilluna, ástæðan er sú að þessum hugmyndum var í raun fálega tekið af flokknum, strax og þær komu fram, eins og sést m.a. af fádæma fálæti Morgunblaðsins t.d. í umfjöllun um skýrsluna og þær hugmyndir sem fram koma þar en vöktu hrifningu í grasrót flokksins á þeim tíma.
Pétur Gunnarsson, 17.2.2007 kl. 21:04
Tja, er ekki nærtækast að ætla að þær breytingar sem síðan hafa orðið hafi smám saman breytt afstöðu Davíðs til málsins? Mér þykir það mjög líklegt og ræður sem hann hefur flutt um málið á síðustu árum og önnur ummæli hans renna stoðum undir það að mínu mati.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.