16.2.2007 | 22:48
Króníkan - fjárfesting dagsins
Ég er ekki í stærsta markhópnum en samt er ég mjög ánægður með það sem ég fékk fyrir 650 kallinn sem ég setti í að kaupa fyrsta tölublaðið af Króníkunni þeirra Sigríðar Daggar og Valdimars.
Ég er ekki í markhópnum af því að þetta blað er ekki fyrst og fremst stílað inn á karlkyns fréttafíkla á fimmtugsaldri með pólitíska bakteríu á háu stigi. Það er ekki gert út á skúbbin þótt þarna sé ágætis úttekt á sjóræningjaveiðum og misnotkun á vörumerkjum íslenskra fyrirtækja. (Fróðleiksmoli dagsins: sjávarútvegur er spilltasta atvinnugreinin í Rússlandi.)
Sumt af þeirri gagnrýni sem ég hef heyrt frá karlkyns blaðamönnum held ég snúist um eitthvað sem Króníkan ætlaði ekki að gera; ég held að planið hafi aldrei verið að endurvekja Helgarpóstinn. Mér sýnist konseptið það að ná til fólks (kvenna) sem er ekki á kafi í fréttahringiðunni alla daga en vill fá vikulega samantekt á gangi mála í þjóðfélaginu, í bland við viðtöl, hefðbundið tímaritaefni og áhugaverðar fréttaskýringar. Ég held að þetta sé stór lesendahópur og vaxandi. Hann fær þarna ágætt blað. Mér finnst á því ferskur blær, sem stafar kannski af því að aldrei áður hafa konur leikið jafnstórt hlutverk á íslenskri ritstjórn (ok, ekki gleyma Veru!).
Frábær hönnun blaðsins kemur ekki á óvart. Bergdís Sigurðardóttir kann sitt fag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er svo mjög sammála og finnst það einmitt hafa vantað í umfjöllun annara fjölmiðla um blaðið að miðaldra karlmenn eru látnir meta það. Blaðið er í senn skemmtilega uppsett með smá molum og stuttum viðtölum, svo og löngum og ítarlegri viðtölum og greinum. Allir reiknuðu með "súbb" blaði eins og Helgapóstinum sem var nú svo mjög karllægt blað .... en eins og ég skil stefnu Króniku þá er það ekki meiningin.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 17.2.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.