16.2.2007 | 13:16
Magnús Þór og Hell's Angels í boði Gunnars Örlygssonar
Gunnar Örn Örlygsson, flóttamaður úr Frjálslynda flokknum, heldur áfram að fara á kostum í greinaskrifum í Moggann um fyrrverandi samherja sína. Í dag skoðar hann ritsafn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og rifjar hann meðal annars upp árásir Magnúsar Þórs á Kristin H. Gunnarsson áður en pólitískar ástir tókust með þeim félögum.
En ég skellti aðallega upp úr við lestur þessarar stórskemmtilegu greinar þegar ég las upprifjun Gunnars á viðbrögðum Magnúsar Þórs við því þegar norskir mótorhjólamenn úr Hell's Angels voru handteknir á Keflavíkurflugvelli, 7. desember 2003: Þá skrifaði Magnús Þór á malefnin.com, að sögn Gunnars Arnar:
Ég verð nú að segja að þessi stefna lögregluvaldsins að ætla að fara að sortera fólk og nánast dæma og vísa á brott án dóms og laga þegar það kemur til landsins; það er í mínum huga mjög vafasamt." Og áfram segir Magnús: "Þessi viðbrögð gegn Norðmönnunum vekja margar spurningar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið svo hættulegir menn og það eru örugglega miklu hættulegri ferðamenn sem þvælast inn og útúr landinu en þessir. Allt málið lyktar af paranoju sem ber þef af Halldóri Ásgrímssyni og fjósaflokki hans. Ég er gamall mótorhjólamaður og á enn mitt hjól og er stoltur af og ég hef kynnst þessum erlendu mótorhjólamönnum sem fá Framsóknarmaddömuna til að missa hland um leið og þeir birtast. Mín kynni af mótorhjólamönnum í Noregi eru þau að þar fer hið besta fólk sem ég gæti treyst fyrir bréfi á milli bæja hvenær sem væri.
Nú, þremur árum síðar, hefur Magnús Þór áhyggjur af því að fólk sem hingað kemur erlendis frá sé berkaveikir glæpamenn og heimtar læknisvottorð og sakavottorð.
Gunnar Örn hefur þetta að segja: "Að þessum orðum Magnúsar dreg ég þá ályktun að Magnús Þór sé eingöngu að nota hina nýju stefnu Frjálslyndra til þess að bjarga þingmannsstarfi sínu." Þetta er mögnuð aðdróttun og árás á Magnús, Gunnar heldur því fram að Magnús sé ekki raunverulegur útlendingahatari en hann sé tilbúinn til þess að þykjast vera það til þess að fá að sitja á þingi í fjögur ár í viðbót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Örlygsson, hver er það?????????
Jú alveg rétt, sá sem barðist fyrir því að þingmenn þyrftu ekki að nota bindi...
Ef mér skjátlast ekki að þá eru þingmenn kosnir á þing til að fara með umboð kjósenda í hinum ýmsu hagsmunamálum en það eina sem hefur komið frá honum er þetta blessaða bindismál... Hvað hag bera kjósendur af því??
Svo hefur hann jú af og til minnt á sig með lákúrulegum ádeilum á aðra þingmenn....
Sem betur fer fyrir landann að þá kemur þessi maður ekki til með að sitja á þingi næsta kjörtímabil.....
John (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 15:28
Sá sem er með athugasemdina hér að ofan gefur upp netfangið printy78@hotmail.com ég ætla að fylgja þeirri pólisíu í athugasemdum að gefa upp netföng þeirra sem skrá sig ekki inn undir fullu nafni og loka á nafnlaus leiðindi.
Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 15:55
Jamm Gunnar Örlygsson prinsippmaðurinn sjálfur. Það verður eiginlega að hafa í huga við lestur þess sem hann setur fram að aldrei var kært á milli hans og Magnúsar. Hann mun telja sig eiga harma að hefna, þegar Magnús vildi ekki standa með honum þegar uppvíst varð að hann hafði brotið lög.
En svona erum við mannfólkið stundum, viljum hefna okkar þegar færi gefst. En eitt er víst, það sparkar enginn í hundshræ. Það má hver sem vill taka því hvernig sem er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.