hux

Dimmir yfir á ritstjórn Blaðsins

Prentsmiðja Moggans er sá aðili sem hagnast mest á þeirri grósku sem nú er í blaðaútgáfu á Íslandi. Þar eru prentuð öll þau blöð sem bæst hafa í fjölmiðlaflóruna undanfarnar vikur.

Eigandi prentsmiðjunnar er vitaskuld Árvakur,  sem gefur út Moggann og á helming í útgáfufélagi Blaðsins. Einnig er Viðskiptablaðið prentað í Hádegismóum, sem og Króníkan og í næstu viku aukast enn verkefni við Rauðavatn þegar farið verður að prenta DV þar daglega á ný. DV er sem kunnugt er í eigu aðaleigenda 365, sem eiga sjálfir Ísafoldarprentsmiðju en beina viðskiptum samt til Moggans. Kannski sé það vísbending um frekara samstarf Moggans og 365 á sviði prentunar og dreifingar.

Og líklega er það vegna væntanlegrar prentunar DV sem dagblaðs sem blaðamenn Blaðsins voru sviptir útsýninu góða í vinnunni í gær.  Þannig er að ritstjórn Blaðsins er staðsett í sama húsi og prentsmiðjan og hafa blaðamenn getað horft ofan í prentsmiðjusalinn í gegnum glugga. En ekki lengur, í gær mættu þangað menn með dökkar filmur og límdu í gluggann til þess að koma í veg fyrir að blaðamenn Blaðsins geti séð það sem verið er að prenta í salnum. Ætli Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri DV, sem áður var ritstjóri Blaðsins, hafi sett þetta sem skilyrði fyrir viðskiptum við prentsmiðju Moggans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sannarlega réttur, Pétur, að það hefur dimmt á Blaðinu. Ekki síst er dimmt í hugum og hjörtum blaðamanna eftir að forstjórar Morgunblaðsins sviptu þá réttinum á útsýni.

Kolbrún Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Já Kolbrún, það er ekki gaman að þessu, velti því fyrir mér hvort að sme hafi ekki viljað sjá inn til ykkar eða hvort að hann hafi verið hræddur um að þið væruð að lesa blaðið á 100 km hraða í gegnum prentvélina?

Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Það væri furðulegt af sme að fyrirskipa þetta. Þegar DV verður síðdegisblað prenta þeir það örugglega uppúr klukkan 10. Blaðið fer í prentun uppúr klukkan 19 þannig að ef ætlunin væri hjá blaðamönnum Blaðsins að stela einhverjum skúbbum hefðu þeir marga klukkutíma til þess... 

Atli Fannar Bjarkason, 16.2.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

bara kenning, komdu með aðra betri.

Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Er það ekki meira áhyggjuefni á Blaðinu, að það dalar núna dag frá degi og stefnir í að verða eins og Alþýðublaðið í uppdráttarsýki sinni, efnislega alla vega, pakkað í eldspýtustokk?

Herbert Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 19:48

6 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Skot úr harðri átt. Fréttirnar í Blaðinu eru allavega ekki skáldaðar, Herbert.

En Pétur, önnur kenning er sú að ritstjórar Viðskiptablaðsins og/eða Krónikunnar hafi látið byrgja okkur sín á prentvélarnar. Viðskiptablaðið fer í prentun klukkutíma á undan Blaðinu, en mér finnst reyndar hæpið að fréttastjórar eða bara nokkur maður hafi áhuga á fréttum um launavísitölu neysluverðs (?). Krónikan gæti hins vegar komið með skemmtileg skúbb einhvern tíma, en það er held ég prentað degi áður en það fer í dreifingu, svo það liggur ansi lengi fyrir augum fólks áður en það fer út úr húsi.

Atli Fannar Bjarkason, 16.2.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Pétur Gunnarsson

ok atli, þínar kenningar eru betri, mér finnst blaðið standa sig ágætlega hjá trausta.

Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 21:39

8 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Skot úr harðri átt, Atli Fannar? Harðri átt hvaða? Hver skáldaði eitthvað? Lestu Blaðið ef þú hefur tíma til þess? Og www.herb.blog.is

Herbert Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband