16.2.2007 | 10:10
Orkuvinadeildin í VG er stærri en ég hélt
Viti menn, Steingrímur J. Sigfússon, er ekki eini áhrifamaðurinn í VG, sem lýst hefur stuðningi við virkjanir, Tryggvi Friðjónsson, fyrrverandi gjaldkeri flokksins og fulltrúi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er líka áhugasamur um orkunýtingu, og stóð að og studdi orkusölusamning OR við Alcan vegna stækkunar í Straumsvík.
Þessi frétt var í Mogganum 1. júlí 2005 undir fyrirsögninni Styður samkomulagið við Alcan:
TRYGGVI Friðjónsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segist styðja samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Fulltrúar Alcan á Íslandi og OR skrifuðu undir samkomulagið í fyrradag.
Tryggvi segir það rétt að Vinstri grænir hafi haft efasemdir um áframhaldandi álversuppbyggingu. "Við settum fram ákveðnar efasemdir um álver í Helguvík," sagði hann, "og ég tel eðlilegt að fjallað verði um áframhaldandi aðild Orkuveitunnar að orkuöflun til stóriðju, í viðræðunum um framtíð R-listans."
Hann bendir hins vegar á að í Straumsvík sé þegar búið að reisa álver og að umrætt samkomulag snúist um stækkun á því álveri. Á því sé því ákveðinn stigsmunur, þ.e. að reisa nýtt álver og að stækka álver. "Það er líka mikilvægt að gæta meðalhófs í öllum ákvörðunum. Ég tel því rétt að standa að þessu verkefni," segir hann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536619
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.