hux

Orkuvinadeildin í VG er stærri en ég hélt

Viti menn, Steingrímur J. Sigfússon, er ekki eini áhrifamaðurinn í VG, sem lýst hefur stuðningi við virkjanir, Tryggvi Friðjónsson, fyrrverandi gjaldkeri flokksins og fulltrúi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er líka áhugasamur um orkunýtingu, og stóð að og studdi orkusölusamning OR við Alcan vegna stækkunar í Straumsvík.

Þessi frétt var í Mogganum 1. júlí 2005 undir fyrirsögninni Styður samkomulagið við Alcan:

TRYGGVI Friðjónsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segist styðja samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Fulltrúar Alcan á Íslandi og OR skrifuðu undir samkomulagið í fyrradag.

Tryggvi segir það rétt að Vinstri grænir hafi haft efasemdir um áframhaldandi álversuppbyggingu. "Við settum fram ákveðnar efasemdir um álver í Helguvík," sagði hann, "og ég tel eðlilegt að fjallað verði um áframhaldandi aðild Orkuveitunnar að orkuöflun til stóriðju, í viðræðunum um framtíð R-listans."

Hann bendir hins vegar á að í Straumsvík sé þegar búið að reisa álver og að umrætt samkomulag snúist um stækkun á því álveri. Á því sé því ákveðinn stigsmunur, þ.e. að reisa nýtt álver og að stækka álver. "Það er líka mikilvægt að gæta meðalhófs í öllum ákvörðunum. Ég tel því rétt að standa að þessu verkefni," segir hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband