15.2.2007 | 16:44
Veit það ekki
Ég var að glugga í hleranaskýrsluna loksins og varð undrandi að sjá þess hvergi getið að könnuð hefði verið dómabók Sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum til að sjá hvort úrskurðir um hleranir vegna öryggis ríkisins hefðu verið kveðnir upp við þann dómstól.
Líklega var Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum lagður niður í kringum 1991 við aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds en hann var stofnaður árið 1973, um svipað leyti og lögreglan í Reykjavík flutti í lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Dómstóllinn var til húsa á 2. hæð lögreglustöðvarinnar, hinu megin við ganginn frá Útlendingaeftirlitinu og voru starfsmenn hans nánast hluti af starfsliði lögreglunnar. Í 6. grein laga um dómstólinn er dómsmálaráðherra veitt heimild til að ákveða að hann skuli gegna öðrum verkefnum en sérstaklega eru upp talin í lögunum, ef ég skil rétt. Ákæruréttarfar var tekið upp í landinu árið 1976, nema í fíkniefnamálum, þar gilti rannsóknarréttarfar til ársins 1986, skv. þessu.
Nú kann að vera að gögn sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum séu að öllu leyti runnin saman við dómabækur Héraðsdóms Reykjavíkur, en mér þætti auðveldara að álykta um að engir úrskurðir um símhleranir vegna öryggis ríkisins hefðu verið kveðnir upp ef þess hefði verið sérstaklega getið í skýrslunni eða hún bæri með sér að dómabók SÁF hefði verið könnuð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð ábending hjá þér pétur. Þú ert oft að sýna okkur athyglisverða rannsóknarblaðamennsku en mér sýnist þó að hún eigi einkum að þjóna þínum pólitísku hagsmunum og Framsóknarflokksins. Hvað finnst þér t.d. um einkavæðingu bankanna, var allt með felldu þar? Fleira mætti nefna ú Framsóknarflórnum en látum gott heita í bili.
kaldbakur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:29
kaldbakur@emax.is þetta blogg er vettvangu rminna skoðana og ég skrifa það sem mér býr í brjósti og um það sem ég hef áhuga á þegar ég hef áhuga á. Eitt af því sem ég hef áhuga á er að Framsóknarflokkurinn fái þokkalega útkomu í kosningum í vor. Og endilega bloggaði sjálfur á eigin bloggi um það sem þér finnst vanta að fjallað sé um.
Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.