15.2.2007 | 11:08
Frjálslyndar staðreyndir - hryðjuverk og fíkniefni
"Gerir hv. þm. Sæunn Stefánsdóttir sér grein fyrir því að nú þegar er farið að handtaka á Keflavíkurflugvelli þekkta hryðjuverkamenn? (SæS: Það er einmitt þessi málflutningur.) Þú vilt fá sem sagt þekkta hryðjuverkamenn inn í landið? Þú vilt kannski bjóða þeim heim til þín?"
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur orðið í umræðum á alþingi í síðustu viku. Hinn öflugi fréttamaður Sjónvarps, Brynja Þorgeirsdóttir, lét ekki nægja að spila þessar staðhæfingar Valdimars í Sjónvarpinu sama kvöld heldur hringdi í Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóra á Suðurnesjum og spurði hvort rétt væri að þekktir hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir á Keflavíkurflugvelli. Sæta þessi vinnubrögð Brynju - að staðreyna sjálf mörk staðreynda og fleipurs - nokkrum tíðindum í pólitískri fréttamennsku á Íslandi í seinni tíð. Í ljós kom að Valdimar fór þarna með fleipur, engir þekktir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Keflavíkurflugvelli, svo að yfirmanni lögreglunnar á staðnum undanfarin ár sé kunnugt um.
Nú í morgun fylgdist ég með því í beinni útsendingu við upphaf þingfundar þegar Guðjón Ólafur Jónsson fór í ræðustól Alþingis til þess að kalla eftir því að Valdimar útskýrði nánar þessar staðhæfingar sínar um handtöku þekkta hryðjuverkamanna, eða drægi þær til baka og bæði Sæunni Stefánsdóttur, þingmann afsökunar á því að hafa vænt hana um að vilja fá þekkta hryðjuverkamenn inn í landið.
Valdimar svaraði engu en þess í stað kom upp Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslyndra, og sá var nú ekki á þeim buxunum að gefast upp eða biðja afsökunar. Hann hafði réttlætingar á orðum Valdimars á reiðum höndum. Réttlætingin var þessi: Valdimar var að tala um fíkniefnasmyglara þegar hann talaði um þekkta hryðjuverkamenn. Valdimar og frjálslyndum er svo illa við fíkniefni að þeir kalla þá hryðjuverkamenn. Reynið nú að lesa þennan texta hér að ofan aftur og koma þeirri túlkun heim og saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að fíkniefnasalar eru hryðjuverkamenn þá er ríkið stærstu hryðjuverkasamtök í landinu.
Geiri (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:15
Tekur einhver mark á Valdimari? Það vita að vísu fleiri hver hann er en þegar þú gerðir könnunina um týnda þingmanninn (sem Jón Gunnarsson lagði Valdimar með naumindum). En margir myndu nú gjarnan vilja sjá hann týnast bara aftur.
Guðjón Ólafur hefði alveg getað sleppt þessu, -enda hvenær hafa Frjálslyndir beðist afsökunar af nokkurri af þeirri vitleysu sem kemur út úr þeim?
Eygló Þóra Harðardóttir, 15.2.2007 kl. 11:27
Hvenær hafa aðrir þingmenn beðist afsökunar á þeim ummælum sem þeir hafa látiðl út úr sér ?
Eða er það bara Frjálslyndir sem ekki mega tjá sig.
Ég er til dæmis ennþá að biða eftir afsökunarbeiðni Halldórs Ásgrímssonar fyrir að reyna að fá mig til að kjósa ykkur með mestu lákúru allra tíma þegar hann lofaði milljarði í fíkniefnavarnir. Og hvar er afsökun hans fyrir að leiða Ísland í raðir hinna viljugu þjóða við innrásina í Írak ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2007 kl. 12:04
Fyrirgefðu Ásthildur en þetta eru nú slöppustu rök sem ég hef lesið. "ég má sýna lélegann karakter af því að hinn gerði það" Nei fólk sem vill láta taka sig alvarlega afsakar sig ekki svona
Guðmundur H. Bragason, 15.2.2007 kl. 13:36
Já ég veit að þetta eru léleg rök. Ég var bara að benda á að það sem ákveðnir einstaklingar segja er ekki allur flokkurinn eins og hann leggur sig. Það er allt í lagi að gagnrýna einstaka menn og ekkert við það að athuga.
En er ekki rétt að gæta jafnræðis í þvi eins og örðu. Dæmin sem ég tók voru bara dæmi um misvægi í umtali. Annarsvegar eru einstakir menn gagnrýndir vegna ummæla sinna, en á hinn veginn er það sem menn segja í Frjálslynda flokknum tekið sem allur flokkurinn.
Þetta er lítill flokkur, en furðulegt nokk þá erum við líka einstaklingar eins og hinir í stóru flokkunum. Skrýtið !!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2007 kl. 14:54
Það má svosem alveg í þessu samhengi benda á grein Gunnars Ö. Ö. í mogganum í dag. Þar vitnar hann einmitt í orð Magnúsar Þórs á málefnunum fyrir nokkrum árum þar sem að hann furðaði sig á móttökunum sem nokkrir félagar úr góðgerðarsamtökunum Hell's Angels voru stöðvaðir í Leifsstöð.
Egill Óskarsson, 16.2.2007 kl. 13:15
...sem nokkrir félagar úr góðgerðarsamtökunum Hell's Angels FENGU ÞEGAR ÞEIR voru stöðvaðir í Leifsstöð.
Egill Óskarsson, 16.2.2007 kl. 13:16
VMeðan þú varst að skrifa athugasemdina Egill var ég einmitt að setja inn færslu um þetta Egill, sjá hér.
Pétur Gunnarsson, 16.2.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.