hux

Orð dagsins

Gunnar Örn Örlygsson skrifar sitt pólitíska Opus magnum í Moggann í dag. Hann er sem kunnugt er sá þingmaður sem yfirgaf skiptistöð frjálslyndra og fór í Sjálfstæðisflokkinn með fúkyrðaflaum fyrrverandi félaga sinna á eftir sér. Síðan hafa komið á skiptistöðina Valdimar L. Friðriksson frá Samfylkingu og Kristinn H. Gunnarsson frá Framsóknarflokki og áður Alþýðubandalagi. Grein Gunnars Arnar er fyrst og fremst gagnrýni á Magnús Þór en Guðjón Arnar fær það líka óþvegið.:

Guðjón Arnar hefur að mínu mati brugðist sem formaður og leiðtogi stjórnmálaafls. Sem áhorfanda þótti mér með ólíkindum að horfa á manninn snúa baki við Margréti Sverrisdóttur og styðja títtnefndan Magnús Þór sérstaklega. Sú ágæta kona hefur skrifað niður ræður og reimað skóna fyrir gamla skipstjórann í hartnær áratug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hef ekki haft mikið álit á gunnari en þettasem hann lét útúr sér er bara snilld

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

algjör snilld

Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Oft ratast kjöftugum satt orð í munn

Ragnar Bjarnason, 14.2.2007 kl. 15:02

4 identicon

Það er vitað mál að þegar menn eru komnir í ákveðna þungavigt þá ráða þeir ekki lengur við að reima skóna sína. 

Ármann (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þá veit maður það, Magga potturinn og pannan og nú hrekur hann hana frá sér og tekur Jón 1% Magnússon inn í staðinn...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 14.2.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þegar einhver segir eitthvað argabull sem hentar manns eigin skoðunum þá  það snilld. 

Ætli það hafi nú ekki verið öfugt og Guðjón Arnar reimað skó Margrétar.  Hér er öllu snúið á hvolf. Og ekkert er ósmekklegra og sýnir málefnafátækt meira en þeta menn fara að gera grín að útliti fólks.

Guðjón Arnar er einn sá heilsteyptasti og málefnafylgnasti maður sem ég þekki í pólitík, og hef reyndar þekkt hann frá barnæsku.

Gunnar reyndist aftur á móti prinsipplaus froðusnakkur, sem nokkrum dögum fyrir brotthvarf sitt úr Frjálslyndaflokknum mætti á miðstjórnarfund og hafði miklar áhyggjur af því hve Sjálfstæðisflokkurinn væri hættulegur flokkur, sem ætlaði að leggja niður samkeppnisstofnun og fleira í þeim dúr.  Það var ekki að heyra eða sjá að þarna færi maður sem væri ósammála þeim sem þar voru að ræðast við.  Og auðvitað endaði hann svo úti á túni hjá sjöllum sendur í pólitíska útlegð þar sem hann á vel heima.

Allt mun svo óljóst um hvað Margrét endar, því ræður hún sjálf.  því þetta er hennar sjálfskipaða ferli og engra annara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 23:35

7 identicon

Cactus er með athugasemd.

Cactus hefur enga trú á Margréti. Cactus grunar gamlan skarf föður hennar um einhver og öll þau skrif sem frá henni hafa komið.

Margrét er gömul kona með spangir.

Cactus er jafnréttissinni. Cactus elskaði Idi Amin og heimsótti hann oft.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband