14.2.2007 | 10:06
10 dagar - pólitísk eilífð
Mér finnst gaman að klisjunni um að vika sé langur tími í pólitík. En tíu dagar, það er heil pólitísk eilífð, amk í lífi Ingibjargar Sólrúnar. Mér finnst stundum að hún mætti temja sér meira af staðfestu og samkvæmni Össurar Skarphéðinssonar.
27. janúar sl. var Ingibjörg á aðalfundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur, ræddi stækkun í Straumsvík og sagði þetta:
Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi.
6. febrúar var Ingibjörg á Alþingi og enn að ræða um Straumsvík en nú sagði hún þetta:
Og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík.
Mig minnir að það hafi verið suðlægar áttir fyrri daginn en norðlægar þann seinni. Ég veit ekki hvort það skýrir eitthvað en vildi halda því til haga í þessu sambandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið óskaplega ætla menn að reyna að gera úr þessum ummælum hennar Ingibjargar Sólrúnar. Ég spyr, eins og ég hef spurt tvisvar áður, að hvaða leyti eru þetta andstæðar yfirlýsingar?
Tökum umræðuna. Skoðum betur það sem Ingibjörg Sólrún sagði og umhverfi þessara ummæla sem þú vísar til hér að ofan. Ég hef tvisvar áður skrifað svipaða athugasemd annars staðar, en það veitir greinilega ekki af að halda þessu til haga hér líka. Ætli ég eigi ekki eftir að skrifa þessa athugasemd nokkrum sinnum í viðbót.
Málið er annars vegar hvort stækka eigi álverið í Straumsvík og hins vegar tímasetning framkvæmdarinnar. Ummælin sem höfð eru eftir Ingibjörgu Sólrúnu haldast fullkomnlega í hendur og sýna einmitt að Samfylkingin vinnur með íbúum nærumhverfisins á sama tíma og horft er á heildarmyndina.
Ákvörðun Hafnfirðinga er Já/Nei ákvörðun. Á að heimila stækkun álversins í Straumsvík eða ekki. Það er fullkomnlega eðlilegt að þegar búið er að taka ákvörðun um að færa valdið til fólksins, þá séu mótandi aðilar ekki að gefa yfirlýsingar sem áhrif geta haft á niðurstöðu þeirra sem ákvörðun eiga að taka.
Seinni yfirlýsingin snýst um tímasetningu framkvæmda. Hvenær eigi að framkvæma það sem sagt verður já við. Yfirlýsing um frestun á framkvæmdum þar til mótuð hefur verið framkvæmdaáætlun sýnir fyrst og fremst forgangsröðun og styrk til að taka erfiðar ákvarðanir.
Miklu réttara er að lesa út úr orðum Ingibjargar Sólrúnar að í framkvæmdirnar verði farið ef Hafnfirðingar segja já - en ekki strax, því það væri óskynsamlegt vegna skorts á skynsamlegri framtíðarsýn um náttúru Íslands. Að reyna að snúa ummælunum uppí andstæður (væntanlega til þess að rökstyðja meintan hringlanda) verður ekki túlkað öðruvísi en sem pólitískt skak.
Elfur Logadóttir, 14.2.2007 kl. 11:36
Þætti vænt um að þú útskýrðir Elfur hvaða lögmætu aðkomu stjórnvöld eiga að því að stöðva framkvæmdir við Straumsvík ef Hafnfirðingar samþykkja, því ég átta mig ekki almennilega á því. Stjórnvöld eru ekki framkvæmdaaðilar og virkjunarkostirnir í Þjórsá eru í flokki þeirra sem minnst umhverfisáhrif hafa og umhverfismati er lokið, samþykki Skipulagsstofnunar fengið og rannsóknarleyfi liggja fyrir, nú er verið að kjósa um deiliskipulag í sveitarfélagi, að formi til, ef ég veit rétt. Og skapar þessi stóra og djarfa og hugrakka og íþyngjandi ákvörðun ggv Alcan almenningi bótaskyldu? Um hvaða fjárhæðir værum við þá að tala í bætur? Og er það ISG eitthvað frekar til hróss að vilja taka svona stórar ákvarðanir en til dæmis Steingrími J. sem ekki þarf túlk.
Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 11:58
Spurningar þínar í svari við athugasemd mína eru allt annars eðlis en það sem þú skrifar í pistlinum. Í pistlinum stekkurðu á vagninn sem keyrir nú um bæinn þar sem reynt er að láta í það skína að tilvitnuð ummæli Ingibjargar Sólrúnar séu andstæð og þó svo þú notir ekki orðið vindhani, gefurðu það augljóslega í skyn að sú sé skoðun þín.
Þetta eru þau ummæli sem ég var ósátt við og svaraði. Lögmæti aðkomu, virkjunarkostir, umhverfisáhrif, rannsóknarleyfi og afleiðingar ákvörðunar um deiliskipulag eru allt aðrar spurningar og að hluta til önnur umræða, því að sú umræða sem þú vaktir með pistlinum snýst um heilindi persónu á meðan sú umræða sem þú vaktir með athugasemdinni snúast um efnisatriði.
Ég sá ástæðu til að verja heilindi persónunnar í þessu tilviki en læt öðrum eftir að taka rökræðu um efnisatriðin sem þú telur fram í athugasemdinni. Sú rökræða á vissulega rétt á sér og hefur að mörgu leyti verið hafin annars staðar.
Niðurlag athugasemdar þinnar dæmir sig sjálf. Ég mæli með því að þú snúir þér frekar að umræðu um málefnin, það hæfir betur.Elfur Logadóttir, 14.2.2007 kl. 12:27
Þú hefur ekki fært gild rök fyrir því að samræmi sé í ummælunum 27. janúar og 6. febrúar,
Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 14:09
Sæll Pétur.
Ég skal svara bæði málefnalega punktinum og eins þeim ómálefnalega. Tökum þann ómálefnalega fyrst og svörum honum eins og hann á skilið.
Af því pólitískir andstæðingar eiga fá málefnaleg svör við Samfylkingunni gera þeir allt sem þeir halda að virki til að gera flokkinn ótrúverðugann. Það sem þú og bloggvinir þínir telja að virki best er að draga upp meintan skoðanaágreining og ósamkvæmni. Líklega er rétt að þetta virkar ef það er klifað nógu oft á því - en það gerir það ekki að sannleika. Eins og þú veist eru mismunandi skoðanir uppi í jafnvel pínulitlum flokkum eins og Framsókn. Hver man ekki eftir ótal skoðunum Framsóknarforystunnar í flugvallarmálinu í síðstu kosningum, valdaráni "Freyjustauranna" svokölluðu í kvenfélögum og sífelldu ósætti ráðherranna um hin ýmsu mál. Að ekki sé minnst á blessaðan formanninn sem veit ekki hvort hann rekur afturvirka náttúruverndarstefnu eða framvirka stóriðjustefnu.
Vildi maður heygja hina pólitísku baráttu á þessu plani sem þú hefur markað þér sem sérsvið mætti taka þrálátan (og stundum nokkuð vel rökstuddan) orðróm um króníska spillingu Framsóknarflokksins. Það mætti spyrja hver borgar þér laun fyrir að sitja við lyklaborðið, það mætti velta við nokkrum steinum til að finna út hvaða spena bloggstrákahópurinn í Framsókn tutlar, hvort sem þar er um að ræða í opinbera geiranum eða hjá einkavinum sem hafa fegið sitt út úr helmingaskiptum ríkisstjórnarinnar í einkavæðingu undanfarinna ára.
En það væri auðvitað ekki málefnalegt - svo það er best að sleppa öllu svoleiðis.
Einbeitum okkur frekar að innihaldi þess sem þú skrifar.
Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi.
Þarna er verið að ræða um íbúakosningu í Hafnarfirði. Auðvitað fer Ingibjörg Sólrún ekki að segja þeim hvað þeir eiga að kjósa. Þeir ráða hvort þeir segja já eða nei við því fyrir sitt leyti að Alcan þrefaldi álverið í Straumsvík. Það er þeirra réttur að segja já eða nei við skipulagshugmyndum innanbæjar.
Ef þeir segja nei er málið dautt. Ef þeir segja hins vegar já, þá kemur til kasta ríkisstjórnar landsins. Því miður er núverandi ríkisstjórn býsna langt komin með að leyfa stækkun, þó aðallega með því að setja ekki reglur um ýmis atriði sem þarf að hafa stjórn á. Þó núverandi ríkisstjórn hafi haft þá stefnu að hafa enga stefnu, hvorki í náttúruverndarmálum, loftslagsmálum eða efnahagsmálum, þá er hins vegar alveg á hreinu að ríkisstjórn Samfylkingarinnar mun ekki firra sig ábyrgð á þessum sviðum.
Efnahagsmál. Það er ljóst að stækkun álversins myndi kynda undir þenslunni sem er þó ærin á höfuðborgarsvæðinu fyrir. Eins og greingardeildir bankanna hafa bent á mun þetta þýða áframhaldandi okurvexti, háa verðbólgu sem hækkar verðtryggðar skuldir okkar í hverjum mánuði, hátt gengi sem bitnar á útflutningi og ferðaþjónustu og stuðlar að áframhaldandi viðskiptahalla sem undanfarin ár hefur slegið nýtt met á hverju ári. Bankarnir hafa aukinheldur bent á að nauðsynlegt verði að halda aftur af vexti annarra greina á meðan (þar fóru hátæknifyrirtækin) og opinberum framkvæmdum (þar fór samgönguátakið - eina ferðina enn).
Náttúruverndarsjónarmið. Þótt virkjanir í Þjórsá hafi runnið í gegnum umhverfismat þýðir það ekki að sátt ríki um þær - allra síst þegar tilgangurinn með þeim er að framleiða ódýrt stóriðjurafmagn. EFTIR er að fá samþykki fyrir línulögnum alla leið í Straumsvík og kröfur um að slíkar lagnir verði lagðar í jörð verða æ háværari. Það verður ekkert gert fyrr en það er komin sátt um þetta. 200 MW eiga að koma frá Ölkelduhálsi og Hverahlíð en þær virkjanahugmyndir eru í umhverfismatsferli. Ferðaþjónustuaðilar hafa sameinast um harða andstöðu við virkjun á Ölkelduhálsi (það er farið að kalla það Bitru núna til að forðast óorðið sem fylgir virkjanahugmyndum á Ölkelduhálsi). Það er von, þetta svæði er eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins - í skreppifæri frá höfuðborginni. Ómetanlegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa og ferðaþjónustuna. Þess má geta að í Rammáætlun fengu virkjanir þarna umhverfiseinkunn A. Þegar nánar er að gáð er sú einkunn hins vegar byggð á afar vondum gögnum. Gæði gagnanna sem einkunnin á Ölkelduhálsi byggir á eru frá B til D. Þannig er mat á svæðinu sem útivistarsvæði byggt á gögnum sem fá gæðaeinkuninna D! Finnst fólki skynsamlegt að taka Ölkelduháls til óafturkræfrar nýtingar á grundvelli slíkra gagna? Myndir þú Pétur leggjast undir hnífinn hjá lækni sem hefði fengið D í einkunn?
Loftslagsmál. Það er ljóst að þreföldun álversins í Straumsvík sprengir Kyoto rammann. Hér eru a.m.k. þrjú pólitísk úrlausnarefni.
1) Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fyrirtæki sem starfa með þeirra leyfi fari ekki að samanlögðu fram úr losunarheimildum landsins. Það er auðséð á Umhverfisráðherra Framsóknar að hún telur svo ekki vera - fyrirtækin eiga sjálf að útvega sér auka kvóta ef þau fara framyfir. Það er þeirra mál, kemur ríkisstjórninni ekki við. Maður spyr sig hvort alþjóðasamfélagið á þá að sinna eftirliti á fyrirtækjum á Íslandi. Eiga stjórnvöld ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélagi þjóðanna? Auðvitað er þessi "kemur mér ekki við" stefna fráleit. Samfylkingin mun taka á þessu.
2) Losunarheimildir hafa hingað til verið gefnar álfyrirtækjunum, rétt eins og rafmagnið og náttúra landsins. Það er líka fráleitt. Hér er um verðmætar heimildir að ræða, virði fleiri milljarða á ársgrundvelli. Auðvitað hlýtur alvöru stjórnmálaflokkur að hafa skoðun á því hvar og hvernig slíkum verðmætum er út deilt.
3) Áliðnaðurinn er afar mengandi iðnaður og fyrir liggur að eftir 2012 mun verða sett á okkur krafa um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ef Samfylkingin verður í ríkisstjórn verður að sjálfsögðu vel tekið í slíka kröfu enda sér Samfylkingin tækifæri í því sameiginlega átaki þjóðanna að draga úr hlýnun andrúmslofts - ekki eintóma ógn eins og núverandi stjórnarflokkar sem enn hafa ekki mótað sér minnstu stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta þýðir m.a. að það er ekki hyggilegt að fara upp úr Kyoto þakinu með iðnað sem á takmarkaða möguleika á að minnka útblástur. Ef mögulegt verður að nýta orkuna í sátt við náttúruverndarsjónarmið í framtíðinni, sem eflaust verður einhvers staðar, er þá ekki skynsamlegra að laða hingað mengunarfrían iðnað? Geta Íslendingar bara hugsað um álver?
Að þessu samanlögðu ætti að vera alveg á hreinu að þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir á Alþingi að
...til þess að við getum náð utan um þetta, tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík.
þá er hún að sjálfsögðu að tala sem stjórnmálamaður á landsvísu um það sjálfsagða verkefni ríkisstjórnar að velja hvenær og hvort farið er í stórframkvæmdir sem munu hafa stórfelld áhrif á efnahagslíf, umhverfismál og alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar.
Að reyna að klína því á formanninn að hún sé ósamkvæm sjálfri sér af því hún ætlar ekki líka að handstýra því hvernig Hafnfirðingar kjósa um skipulagsmál hjá sér er lítilmannlegt lúabragð bitlingaseppa í rökþrota stjórnmálaflokkum.
Góðar kveðjur,
Dofri Hermannsson.
Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:20
Dofri, mér finnst verra að þú sért að blanda þér hér í tiltölulega málefnalegar og óbrjálaðar umræður með þær dylgjur og það ad hominem kjaftæði sem fylgir því miður oft þínum málflutningi. Má ég biðja þig að vera úti, væni, meðan það stendur svona á í bólið hjá þér.
Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 15:43
"Þú hefur ekki fært gild rök fyrir því að samræmi sé í ummælunum 27. janúar og 6. febrúar,"
Í ljósi viðbragða þinna við svörum annarra þá veit ég ekki hvort það er þess virði að svara, en gerum það samt, ég verð víst ekki rekin út svo auðveldlega.
Þú segir að ég hafi ekki fært gild rök fyrir samræminu? En færði ég rök? Vil bara vera viss hvar þú dregur línuna. Hélt annars að úr því þú gæfir mér túlkatitil á orðræðu Ingibjargar Sólrúnar, þá hefði ég komið til þín skilaboðunum, en þau hafa greinilega ekki komist þangað með gildum hætti.
Án þess að það hafi áhrif á vilja minn til að svara, þá er rétt að minna á að þú hefur heldur ekki svarað því að hvaða leyti ummælin væru andstæð eða ósamrýmanleg. Í staðin, valdirðu að snúa umræðunni eitthvað allt annað.
Setjum upp einfalt dæmi:
A: "Eigum við að fara í bíó?"
B: "Já"
A: "Ok, ég tel að við verðum að fara kl. 22.30 þar sem barnið sofnar oftast ekki fyrr en um níu."
B: "Ha?! Geturðu ákveðið þig, þú snýst bara eins og vindhani."
Elfur Logadóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 17:39
Ég hef enga ástæðu til að loka á þig Elfur, enda læturðu persónulegar svívirðingar eiga sig so far amk en þetta með bíóið. Væri það ekki hluti af lýðræðislegri ákvörðun að ég fengi að ákveða hvenær er farið. Þetta ættu kannski að vera þrjár spurningar: já, nei og já, en seinna. Þetta hét að svara með lygaramerki í gamla daga. Kannski ættum við að ræða hversu lýðræðisleg þessi kosning er í raun og veru hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Ég gef þér hins vegar engan túlkatitil yfir það hvaða umræðu ég var að fara út í með þessari færslu.
Jájá, heildarmyndin er virkjanafrakmvæmdir og stóriðja á næstu árum, allt klárt með það en varðandi þetta með dýpið þá er ég að reyna að fá botn í hversu langt menn eru þegar komnir út í vatnið nú þegar og hvaða afleiðingar það hefði ef Samfylkingin kæmi sér og samstarfsaðilum sínum saman um það að fara ekki í þær strax þrátt fyrir allan þann undirbúning sem lagt hefur verið í. Ég færði rök fyrir því að það væri ekkert einfalt mál fyrir stjórnvöld að ákveða að fara í allsherjarstopp ggv Alcal ef Hafnfirðingar samþykkja skipulagið og ég held að þau hafi ekki verið hrakin að neinu leyti í þessum skoðanaskiptum.
Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 18:02
En þarna stígurðu aftur yfir í eitthvað annað. Þú sagðir mig ekki hafa fært gild rök fyrir ummælunum og þess vegna snerist færslan mín um að reyna með öðrum hætti að útskýra hvernig þau voru alls ekki ósamrýmanleg.
Nú er ég tvisvar búin að gera athugasemd vegna heilinda persónunnar og í tvö skipti hefurðu snúið umræðunni annað, en gerðir samt athugasemd við að rök mín væru ekki gild.
Það er alveg rétt að ræða þurfi efnisatriði málsins. Ég tel bara ekki að athugasemdir við heilindi formanns míns séu rétti staðurinn til þess.
Myndirðu skrifa nýja færslu með efnislegum atriðum ... :)
Elfur Logadóttir, 14.2.2007 kl. 18:15
Ég dreg ekkert í efa og hef aldrei gert að Ingibjörg Sólrún vilji starfa af heilindum og mótmæli því, að þú túlkir það sem athugasemd við heilindi persónunnar þótt ég bendi á að hún hafi gefið tvær yfirlýsingar sem stangast á, - já þú hefur ekki sannfært mig um að fyrri yfirlýsingin hafi falið í sér þá síðari eða sú síðari sé bara eðlileg útfærsla á hinni fyrri. En það þýðir ekki að viðkomandi sé óheil persóna, hreint ekki, kommon, ég hafna þeim hugmyndum um lífið sem það felur í sér og stæðist ekki sjálfur slíkt próf og enginn sem þekki, eða amk enginn sem ég nenni að umgangast.
Pétur Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 18:25
Það er gott þá erum við sammála um það, ekki bara að hún vilji starfa af heilindum, heldur að hún geri það.
Yfirlýsingarnar / ummælin sem þú hefur eftir henni eru ekki þannig að önnur sé falin í hinni eða hin útfærsla á fyrri. Þær eru hins vegar báðar hluti af stærri heild.
Ég geri ráð fyrir að þú þekkir dæmisöguna um mennina sem reyna að lýsa fíl með bundið fyrir augun - einn heldur í ranann og annar heldur í halann.
Þetta er einmitt ekki sama yfirlýsingin og ekki ummæli sem fjalla um fullkomnlega sama hutinn. Ingibjörg Sólrún beitir sér í því að hönnuð verði heildarmynd áður en lagt verður af stað í einstakar framkvæmdir í því felst hvorki synjun né samþykkt á að í framkvæmdirnar verði farið. Í tilviki Straumsvíkur er sá hluti ákvörðunarinnar settur í hendur íbúa sveitarfélagsins, því áhrifanna gætir mest þar.
Elfur Logadóttir, 14.2.2007 kl. 18:35
Væni Pétur.
Finnst þér þessi pistill þinn vera mjög málefnalegur og frír við Ad Honimen? Það finnst mér svo sannarlega ekki en látum þar við sitja.
Geng út frá því að þú teljir eftirfarandi kafla nægjanleg svör við pistli þínum. Hann er alveg Ad Honimen frír og ætti því að standast fyllstu siðferðiskröfur sem ritstjóri hux gerir til sjálfs sín og annarra.
Með vinsemd,
Dofri Hermannsson
Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi.
Þarna er verið að ræða um íbúakosningu í Hafnarfirði. Auðvitað fer Ingibjörg Sólrún ekki að segja þeim hvað þeir eiga að kjósa. Þeir ráða hvort þeir segja já eða nei við því fyrir sitt leyti að Alcan þrefaldi álverið í Straumsvík. Það er þeirra réttur að segja já eða nei við skipulagshugmyndum innanbæjar.
Ef þeir segja nei er málið dautt. Ef þeir segja hins vegar já, þá kemur til kasta ríkisstjórnar landsins. Því miður er núverandi ríkisstjórn býsna langt komin með að leyfa stækkun, þó aðallega með því að setja ekki reglur um ýmis atriði sem þarf að hafa stjórn á. Þó núverandi ríkisstjórn hafi haft þá stefnu að hafa enga stefnu, hvorki í náttúruverndarmálum, loftslagsmálum eða efnahagsmálum, þá er hins vegar alveg á hreinu að ríkisstjórn Samfylkingarinnar mun ekki firra sig ábyrgð á þessum sviðum.
Efnahagsmál. Það er ljóst að stækkun álversins myndi kynda undir þenslunni sem er þó ærin á höfuðborgarsvæðinu fyrir. Eins og greingardeildir bankanna hafa bent á mun þetta þýða áframhaldandi okurvexti, háa verðbólgu sem hækkar verðtryggðar skuldir okkar í hverjum mánuði, hátt gengi sem bitnar á útflutningi og ferðaþjónustu og stuðlar að áframhaldandi viðskiptahalla sem undanfarin ár hefur slegið nýtt met á hverju ári. Bankarnir hafa aukinheldur bent á að nauðsynlegt verði að halda aftur af vexti annarra greina á meðan (þar fóru hátæknifyrirtækin) og opinberum framkvæmdum (þar fór samgönguátakið - eina ferðina enn).
Náttúruverndarsjónarmið. Þótt virkjanir í Þjórsá hafi runnið í gegnum umhverfismat þýðir það ekki að sátt ríki um þær - allra síst þegar tilgangurinn með þeim er að framleiða ódýrt stóriðjurafmagn. EFTIR er að fá samþykki fyrir línulögnum alla leið í Straumsvík og kröfur um að slíkar lagnir verði lagðar í jörð verða æ háværari. Það verður ekkert gert fyrr en það er komin sátt um þetta. 200 MW eiga að koma frá Ölkelduhálsi og Hverahlíð en þær virkjanahugmyndir eru í umhverfismatsferli. Ferðaþjónustuaðilar hafa sameinast um harða andstöðu við virkjun á Ölkelduhálsi (það er farið að kalla það Bitru núna til að forðast óorðið sem fylgir virkjanahugmyndum á Ölkelduhálsi). Það er von, þetta svæði er eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins - í skreppifæri frá höfuðborginni. Ómetanlegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa og ferðaþjónustuna. Þess má geta að í Rammáætlun fengu virkjanir þarna umhverfiseinkunn A. Þegar nánar er að gáð er sú einkunn hins vegar byggð á afar vondum gögnum. Gæð! i gagnanna sem einkunnin á Ölkelduhálsi byggir á eru frá B til D. Þannig er mat á svæðinu sem útivistarsvæði byggt á gögnum sem fá gæðaeinkuninna D! Finnst fólki skynsamlegt að taka Ölkelduháls til óafturkræfrar nýtingar á grundvelli slíkra gagna? Vill einhver leggjast undir hnífinn hjá lækni sem hefði fengið D í einkunn?
Loftslagsmál. Það er ljóst að þreföldun álversins í Straumsvík sprengir Kyoto rammann. Hér eru a.m.k. þrjú pólitísk úrlausnarefni.
1) Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fyrirtæki sem starfa með þeirra leyfi fari ekki að samanlögðu fram úr losunarheimildum landsins. Það er auðséð á Umhverfisráðherra Framsóknar að hún telur svo ekki vera - fyrirtækin eiga sjálf að útvega sér auka kvóta ef þau fara framyfir. Það er þeirra mál, kemur ríkisstjórninni ekki við. Maður spyr sig hvort alþjóðasamfélagið á þá að sinna eftirliti á fyrirtækjum á Íslandi. Eiga stjórnvöld ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélagi þjóðanna? Auðvitað er þessi "kemur mér ekki við" stefna fráleit. Samfylkingin mun taka á þessu.
2) Losunarheimildir hafa hingað til verið gefnar álfyrirtækjunum, rétt eins og rafmagnið og náttúra landsins. Það er líka fráleitt. Hér er um verðmætar heimildir að ræða, virði fleiri milljarða á ársgrundvelli. Auðvitað hlýtur alvöru stjórnmálaflokkur að hafa skoðun á því hvar og hvernig slíkum verðmætum er út deilt.
3) Áliðnaðurinn er afar mengandi iðnaður og fyrir liggur að eftir 2012 mun verða sett á okkur krafa um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ef Samfylkingin verður í ríkisstjórn verður að sjálfsögðu vel tekið í slíka kröfu enda sér Samfylkingin tækifæri í því sameiginlega átaki þjóðanna að draga úr hlýnun andrúmslofts - ekki eintóma ógn eins og núverandi stjórnarflokkar sem enn hafa ekki mótað sér minnstu stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta þýðir m.a. að það er ekki hyggilegt að fara upp úr Kyoto þakinu með iðnað sem á takmarkaða möguleika á að minnka útblástur. Ef mögulegt verður að nýta orkuna í sátt við náttúruverndarsjónarmið í framtíðinni, sem eflaust verður einhvers staðar, er þá ekki skynsamlegra að laða hingað mengunarfrían iðnað? Geta Íslendingar bara hugsað um álver?
Að þessu samanlögðu ætti að vera alveg á hreinu að þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir á Alþingi að
...til þess að við getum náð utan um þetta, tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík.
þá er hún að sjálfsögðu að tala sem stjórnmálamaður á landsvísu um það sjálfsagða verkefni ríkisstjórnar að velja hvenær og hvort farið er í stórframkvæmdir sem munu hafa stórfelld áhrif á efnahagslíf, umhverfismál og alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar.
Dofri Hermannsson, 14.2.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.