hux

Vondar fréttir - góð kvikmynd

Bestu rökin gegn auknum umsvifum álfyrirtækja á Íslandi þykja mér vera þau sem byggjast á því að það sé varasamt að afhenda sárafáum erlendum stórfyrirtækjum of sterk ítök í okkar örsmáa hagkerfi og samfélagi

Þess vegna fölna ég þegar ég les fréttir um að Rio Tinto Zink - af öllum fyrirtækjum - sé að undirbúa yfirtöku á Alcoa, fyrirtækinu sem á Fjarðarál og hefur áform um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Fjörutíu milljarðar bandaríkjadala er verðið sem rætt er um í þessu samhengi og það er svona þrisvar sinnum landsframleiðslan á Íslandi, þetta eina fyrirtæki er stærð sem íslenskt þjóðfélag á ekki séns í.

Alcoa og Rio Tinto eiga sér margvíslega sögu í ýmsum löndum heims, þau eru gríðarlega öflug og sagan sýnir að það getur kostað sitt fyrir litlar ríkisstjórnir að lenda upp á kant við þau, vegna þess að bandaríkjastjórn hefur margsinnis beitt pólitískum áhrifum og aðgerðum til að takamarka getu ríkja til þess að setja þessum stórfyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Og bæði fyrirtækin eru í nánum tengslum við þau öfl sem nú hafa tögl og hagldir í bandarísku stjórnmálalífi. Þau öfl eru t.d. ekki mjög hrifin af "meginreglum umhverfisréttarins."

Sem stendur eru þrjú erlend fyrirtæki í álframleiðslu á Íslandi, Alcoa, Alcan og Century. Það síðastnefnda stendur víst ekkert of vel og maður hefur lengi heyrt talað um að þar kunni að verða breytingar á eignarhaldi. Líklegustu kaupendurnir eru þá aðrir álframleiðendur á Íslandi. Og það er raunveruleiki að við getum með engu móti komið í veg fyrir að eignarhald álfyrirtækja hér á landi þjappist svo saman öll framleiðsla áls á Íslandi komist í raun og veru á hendur eins og sama fyrirtækisins, sem hafi þá hreðjatak á íslensku efnahagslífi. Sagan sýnir að alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Rio Tinto nota sér slík hreðjatök til hins ítrasta.

Í tilefni af þessum fréttum set ég hér inn í boði Google og í tveimur hlutum heimildarmyndina The Corporation, eina bestu mynd sem ég hef séð hin síðari ár. Hún er líka til úti á vídeóleigu. Enginn áhugamaður um uppbyggingu í atvinnulífinu ætti að láta hana fram hjá sér fara.

 


 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pétur, ertu ekki í röngum flokki miðað við skoðanir þínar?

alla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Samfylkingin og VG skilgreina ekki fyrir hvað Framsókn stendur, þótt þau fái oft tækifæri til að spinna um það.  Framsókn er flokkur samvinnunar og hins smáa, meira að segja núna hinna fáu kjósenda , hann er ekki mikið fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki, þótt hann hafi borið fram álverið fyrir austan á sínum tíma og landað því, öfugt við kratana sem rembdust við Keilisnes árangurslaust árum saman.  Framsókn er meira fyrir smáatvinnurekendur, fílósófían er klassískt pólitískt frjálslyndi.

Pétur Gunnarsson, 13.2.2007 kl. 16:59

3 identicon

Ef Andri Snær hefði skrifað bók gegn innflytjendum og hörunddökku fólki.  Væri maður þá að mæta fólki á gangi með sængurfötin yfir höfuðið?

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband